Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 12
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar U m áramótin hætti Árni Páll Árnason sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Brotthvarf hans var ekki óumdeilt, síður en svo, en um það var til- kynnt á átakasömum flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar. Árni Páll segir formann flokksins hafa umboð til þess að skipa í ráðherra- liðið og hann hafi engan ágreining gert um það. „Ég á enga kröfu til að vera ráðherra umfram aðra. Ég gerði athugasemdir við að efnahags- ráðuneytið færi úr höndum Sam- fylkingarinnar, vegna þeirra verkefna sem þar voru í vinnslu og voru flokknum afar mikilvæg. Auðvitað er núverandi ráðherra einnig með aðrar áherslur, til dæmis gagnvart aðild að Evrópu- sambandinu, skjóta upptöku evru og erlendar fjárfestingar, heldur en voru í minni tíð. Þetta er spurn- ing um þau pólitísku áhrif sem þessi tilfærsla hefur út frá hags- munum flokksins en kemur minni persónu í sjálfu sér ekkert við.“ Málefni frekar en persónur Ríkisstjórnin hefur haft ærin verkefni varðandi landsstjórnina, en einnig við það að halda stuðn- ingsliðinu saman. Árni segir vont þegar kvarnist úr stjórnarliðinu. „Vissulega er það áhyggjuefni. Ég hef hins vegar alltaf varað við því að menn ætli sér að búa til eins leita hjörð í stjórnarsam- starfinu. Ég hef varað sterklega við því að menn persónugeri tog- streitu um Evrópumál eða fisk- veiðistjórn í Jóni Bjarnasyni, svo dæmi sé tekið, og ætli sér síðan að leysa efnislegan ágreining með því að hann fari úr ríkisstjórn. Ég hef aldrei orðið var við annað en að Jón tali fyrir ákveðinn hóp í Vinstri grænum og þeim hópi verð- ur auðvitað að sýna virðingu. Það er einfaldlega þannig að annað- hvort þurfum við að semja við þann hóp eða vinna með einhverjum öðrum. Það er ekki hægt að halda að sá hópur hverfi við það eitt að fulltrúi hans hverfi úr ríkisstjórn, því þá þurfa bara einhverjir aðrir að tala fyrir hópinn. Það leiðir af lýðræðinu,“ segir Árni og bendir á að Steingrímur J. Sigfússon sé nú farinn að tala fyrir þennan hóp, til dæmis í viðtali í Bændablaðinu. „Það er ágreiningur á milli flokkanna um Evrópu og ýmis önnur mál og það þarf þá bara að horfa á hann, en ekki fólkið, og finna honum farveg. Kannski höfum við gert of lítið af því að finna þennan farveg gegnum opna umræðu og verið með of mikið af fyrirfram gefnum niðurstöðum.“ Meira meirihlutaræði Árni telur að stjórnmálamenn hafi ekki lært nægilega af hruninu og breyta þurfi starfsháttum í stjórn- málum. „Við bjuggum áður við mjög harkalegt meirihlutaræði á Íslandi, öfugt við hin Norðurlöndin. Menn lögðu mikið upp úr því að keyra ákvarðanir í gegn með stuðningi meirihluta og í stríði við minni- hluta. Við höfum ekki snúið baki við þeim vinnubrögðum. Þvert á móti gætir þess að það sé meiri hugmyndafræðileg réttlæting fyrir meirihlutaræði, vegna þess að þeir sem eru í minnihluta séu með ein- hverjum hætti vont fólk eða eitt- hvað slíkt. Það er búið að búa til hugmyndafræðilega flokkun.“ En er Árni ekki með því að gagn- rýna stjórnarmeirihlutann? „Okkur hefur ekki tekist að inn- leiða ný vinnubrögð. Við vinnum algjörlega eftir hinni gömlu form- úlu að meirihlutinn upplifir sig sem meirihluta og ekki sé lagt upp með þverpólitíska samvinnu, líkt og á Norðurlöndunum. Við tölum um norræna velferðarstjórn, og mér hefur þótt vænt um þá hugsun, en í norrænni velferðarstjórn verð- ur auðvitað að felast samræðu- hefð og norræn verðmætasköpun til að standa undir velferðinni. Það gleymist oft.“ Ekki í tengslum við fólkið Á hinum Norðurlöndunum er sjálf- stætt markmið að taka ekki ákvarð- anir með naumum meirihluta, að sögn Árna. Vantrú fólks á stjórn- málum megi að verulegu leyti skýra með því að ekki hafi tekist að breyta vinnubrögðum. „Ég held að fólk upplifi að veru- legu leyti stjórnmál sem baráttu úr tengslum við veruleika fólks í landinu. Auðvitað hafa orðið mikil hugmyndafræðileg átök í kjölfar hrunsins, en við verðum með ein- hverjum hætti að ljúka þeim. Það er til viðskiptaráð á öllum Norðurlöndunum og verkalýðs- hreyfing, en ríkisstjórnir undir forystu jafnaðarmanna eru ekki að kallast á við þessa aðila í fjöl- miðlum. Menn vinna sig saman til niðurstöðu. Ef við viljum halda í höndina á viðskiptalífinu þá verð- um við líka að eiga einlægt sam- tal við það. Ef við kjósum að skatt- yrðast við það fer það einfaldlega fram með sínum hætti, án tillits til þess sem við viljum. Stóra framlag jafnaðarmanna á Norðurlöndunum til samfélagsþró- unarinnar er samtalið. Þar eigum við Íslendingar langt í land. Að skapa traustan og málefnalegan grundvöll undir ákvarðanir og taka þær á efnislegum og lýðræðisleg- um grunni.“ Tengja stjórnmál samfélagi Árni Páll telur umhugsunarefni að allt að 70 prósent aðspurðra í könnunum telji sig ekki eiga sam- leið með neinum stjórnmálaflokk- um. Það sé verkefni stjórnmála- manna að tengja stjórnmálin og sam félagið aftur saman. „Ég held að þar skipti máli að ná tengingu við raunveruleg áhyggju- efni fólks. Ég nálgast þetta auð- vitað út frá mínum flokki. Sam- fylkingin var sett á fót til að vera heimili fyrir fólk með fjölbreytt- ar skoðanir, þar sem við næðum niður stöðu með samræðum. Kvennalistinn gagnrýndi vinstri flokkana á sínum tíma fyrir það sem nefnt var skilgreiningardauði – allt var skilgreint til dauðs og flokkað í æskilegar og óæskilegar skoðanir. Sú aðferðafræði á ekki heima í Samfylkingunni og er ein- ungis til þess fallin að auka enn á tilfinningu fólks um að við séum að tala um eitthvað allt annað en það hafi áhuga á og skiptir það máli í sínu daglega lífi.“ Árni Páll bendir á að helmingur þjóðarinnar sé undir 34 ára aldri. Þeir hugmyndafræðilegu merki- miðar sem japlað sé á daginn út og inn hafi litla tengingu við dag- legan veruleika þess fólks. Hann kallar eftir því að málflutningur Samfylkingarinnar endurspegli þá staðreynd. Hefur flokksforyst- an þá ekki staðið sig sem skyldi? „Ég er bara að tala um stöðu flokksins eins og hún er. Við þurf- um að tileinka okkur ný vinnu- brögð. Við höfum í of miklum mæli tileinkað okkur átakasókn, svo sem í Icesave,“ segir Árni og vísar þar sérstaklega í Icesave- málið. „Við þurfum að læra af þessu. Jafnaðarmannaflokkur getur ekki nálgast landsstjórnina á sömu forsendum og valdagírug- ur hagsmunagæsluflokkur. Hann verður að nálgast hana öðruvísi.“ Sem þér finnst hafa skort? „Já. Ég held að við höfum ekki tileinkað okkur nægilega vel sam- tal, en það verðum við að gera.“ Skýrar markaðsreglur Gylfi Þ. Gíslason sagði eitt sinn að markaðurinn væri þarfur þjónn en afleitur herra. Þetta segir Árni Páll eiga vel við í dag. Íslendingar séu þó skammt á veg komnir hvað það varðar. Setja þurfi markaðn- um skýrar og gagnsæjar reglur. Ábyrgðin eigi síðan að vera hans, en ekki alltaf ríkisins. „Hér erum við bundin af því, sama hvort það eru brjóstapúð- ar eða iðnaðarsalt, að umræð- an snýst í örskamman tíma um ábyrgð markaðsaðila en flyst svo strax á ríkið. Við ríkisvæðum ábyrgðina strax í huga okkar.“ Árni vill ýta undir ábyrga markaðshegðun. Hann veltir því upp hvort hægt væri, svo dæmi sé tekið, að taka upp ábyrgðartrygg- ingu vegna vangoldinna launa, frekar en Ábyrgðasjóð launa sem öll fyrirtæki greiða jafnt í. Fyrirtæki sem hefðu verið lengi í rekstri greiddu þannig lægra iðgjald en ný fyrirtæki sem rekin eru undir forystu manna sem hefðu keypt þau úr öðrum rekstri sem hefði verið látinn fara í þrot. Þannig yrðu hömlur settar á kennitöluflakk. „Regluverkið þarf að vera skýrt og það verða að vera inn- byggð viðurlög við rangri hegð- un sem eru sjálfvirk. Þetta má ekki vera þannig að það þurfi að koma réttþenkjandi ráðherra með reglustiku og lemja menn í haus- inn. Óábyrg hegðun þarf að vera dýrari en ábyrg hegðun og allir hvatar rétt hugsaðir hvað það varðar.“ Opin sannleiksnefnd Árni Páll telur þjóðina stadda á tímamótum og næsta verkefni sé úrvinnsla hrunsins. Það eigi við um stjórnmálin sem samfélagið í heild sinni. Þjóðin skuldi sjálfri sér að gera málið betur upp. „Ég hef frá því í október 2008 talað fyrir opnum nefndarfundum til að rannsaka málið og ég var þeirrar skoðunar að það hafi verið mikil mistök að loka vitnaleiðslur um málið inni í nefnd. Það hefði verið mun æskilegra ef við hefð- um sem þjóð fengið að sjá vitnis- burð lykilaðila og mynda okkur sjálfstæða skoðun á honum. Ég held að við ættum að hugsa það af alvöru núna að setja á fót sannleiksnefnd. Ég held að við hefðum gott af slíkri umræðu og það er ekki slæmt að smá tími hafi liðið. Umræðan verður þá kannski minna í formi hugmynda- fræðilegs uppgjörs, sem svona umræða má aldrei vera, og meira í formi efnislegrar umfjöllunar um málið, þar sem líka er tekið mið af alþjóðlegu samhengi.“ Við kunnum ekki að tala saman Skýra þarf reglur markaðarins og færa ábyrgðina frá ríkisvaldinu að mati Árna Páls Árnasonar. Hann telur mikið skorta á samræðuhefð í stjórnmálum og þar sé Samfylkingin ekki undanskilin. Hann vill breyta því en segir ráðherrametnaði sínum full- svalað. Árni segir Kolbeini Óttarssyni Proppé frá því að hann telji ekki unnið úr hruninu og vill skoða stofnun sannleiksnefndar. Árni Páll er gagnrýninn á stjórnmálin, bæði almennt og í eigin flokki. En er hann að bjóðast til að leiða Samfylkinguna í átt til nýrra vinnubragða? „Það er svo skrýtið með þessa hugsun um að leiða. Þessi lífsreynsla að verða ráðherra á þessum tíma er ansi sérstök. Að bera ábyrgð á velferðar- málum, atvinnuleysi og niðurskurði á þessu viðkvæma sviði var auðvitað mikil reynsla fyrir jafnaðarmann. Næsta verkefnið, uppbygging hagstjórnar og endurreisn fjármálamarkaðarins reyndi líka á, en með öðrum hætti. Þetta var mikil ábyrgð og maður horfir öðruvísi á hlutina á eftir. Metnaði mínum til að verða ráðherra er til að mynda fullsvalað í bili og ég er alveg rór yfir þeim málum.“ Árni Páll vill setja alla sína orku í að vinna að því að stjórnmálin tali aftur við fólk. „Samfylkingin má ekki verða lítill flokkur sem talar fyrir þröngan hóp og einsleita hagsmuni. Hún á áfram að vera það torg hugmynda og breiðfylking félagslegs réttlætis, sem henni var ætlað að vera. Íslendingar eru upp til hópa jafnaðarmenn – vilja félagslegt réttlæti, öryggi, jöfn tæki- færi og frelsi til athafna. Markmiðið með Samfylkingunni var að fylkja öllu þessu fólki saman og hámarka áhrif þessarar hugmyndafræði. Þetta finnst mér merkilegasta verkefnið og það freistar mín að eyða orku minni í það.“ Ráðherrametnaði mínum svalað ÓBREYTTUR ÞINGMAÐUR Árni Páll Árnason vill beina kröftum sínum að því að tengja stjórnmál samfélaginu á nýjan leik. Hann telur að tryggja verði að Samfylkingin verði áfram flokkur fólks með ólíka hagsmuni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nám í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hjá Upledger á Íslandi hefst 14. apríl 2012 Námið er kennt í önnum og eru fimm annir til að klára námið og geta orðið skráður græðari. Kennt er um helgar. Á fyrstu önn, sem er 1.áfangi í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferðar náminu, eru kennd grunnatriði meðferðarinnar. Þau eru sett upp í 10 þrepa kerfi, sem sérstaklega er hannað og hugsað til að þjálfa færni og næmni meðferðaraðilans en hefur einnig þann kost að meðferðarþiggjandi er að fá frábæra meðhöndlun á öllum líkama. Kennt á íslensku og er kennari Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, CST. Önnin kostar 120.000 krónur.- Ítarleg vinnubók er innifalin í þátttökugjaldinu. Nánari upplýsingar um námið og skráning í síma 8630610 eða erla@upledger.is. www.upledger.is Erla Ólafsdóttir CST sjúkraþjálfari Hlíðarási 5, 270 Mofellsbær s. 8630610 erla@upledger.is www.upledger.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.