Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 18
18 20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR Þann 7. júlí árið 2005 áttu sér stað í London verstu hryðjuverka- árásir sem gerðar hafa verið á Bretlandseyjum. Fjórar samstillt- ar sprengingar urðu 52 saklausum borgurum að bana og skildu meira en 700 eftir sára. Árásarmennirnir fjórir fórust um leið. Þeir fórust í eldhafinu sem þeir tendruðu sjálfir af ráðnum hug. Umfang árásarinn- ar vakti ugg með okkur öllum. Mér virtist á þessum tíma sem Íslend- ingum væri ekki síður brugðið en samlöndum mínum og var ég ein- dregið hvattur til þess að opna minningabók svo þeir gætu vott- að samúð sína og samstöðu. Fjöldi þeirra sem kom til þess að rita nafn sitt í bókina kom mér í opna skjöldu og snart mig. Mér mun aldrei líða úr minni sú mikla umhyggja og stuðningur sem íslenska þjóðin sýndi á þessum dimmu dögum í sögu Bretlands. Ástæða þess að ég rita þessi orð nú er sú að þau sem urðu fyrst til að skrá nöfn sín í minningarbók- ina voru Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans. Ég sá í gegnum gluggann minn hvar þau komu að og ég fór út til þess að taka á móti þeim og þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til þess að votta samúð sína. „Í dag erum við öll Lundúnabúar. Við deilum harmi ykkar og áfalli yfir því sem hefur gerst,“ sagði Geir. Ég kynntist þeim Geir og Ingu Jónu vel á þeim tíma sem ég var sendiherra Bretlands á Íslandi. Fyrst þegar hann var fjármálaráð- herra, síðar utanríkisráðherra og loks forsætisráðherra. Ég og eigin- kona mín vinguðumst við Ingu Jónu í gegnum fjáröflunarstarf fyrir Barnaheill. Geir og Inga Jóna buðu af sér góðan þokka sem umhyggju- samir og ástríðufullir Íslendingar. Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Íslands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum, þar sem hann hitti fyrir breska embættismenn sem sóttu Ísland heim og eins á fundum sem ég kom í kring í London, þar á meðal fundi í utanríkisráðuneyt- inu og með forsætisráðherranum í Downingstræti 10. Ég yfirgaf Ísland 30. júní 2008 og lét af störfum í bresku utanrík- isþjónustunni tveimur mánuðum síðar. Það var því úr fjarska sem ég fylgdist með þeim atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík í októ- bermánuði þetta sama ár, dapur í bragði og furðu lostinn. Ég fann til með þeim sem áttu hagsmuna að gæta í þessum hildarleik, ekki síst með þeim Íslendingum og sam- löndum mínum, sem sumir hverj- ir horfðu fram á að ævisparnaður þeirra var í uppnámi. Vissulega velti ég því fyrir mér hvort þeir sem voru í eldlínunni og reyndu eftir fremsta megni að hafa stjórn á atburðarásinni, væru þeir réttu til þess að hafa það verk með höndum, hvort hugsanlega væru einhverjir aðrir betur til þess falln- ir. En ég komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingar mættu hrósa happi fyrir að eiga jafn reyndan mann og greindan fyrir forsætisráð- herra. Þeir hefðu ekki getað beðið um meir. Mann með tvær meistara- gráður frá framúrskarandi háskól- um. Mann sem hafði starfað sem hagfræðingur í Seðlabankanum. Mann með víðtæka reynslu sem ráðherra, sem stýrði efnahags- málum þegar þau voru óumdeil- anlega í góðu horfi, sem var utan- ríkisráðherra um skeið og bar því skynbragð á milliríkjasamskipti. Umfram allt var ég sannfærður um að lánsemi Íslendinga fælist í því að þar færi ekki aðeins maður með rétta þekkingu, heldur líka maður sem sannarlega léti einskis ófreist- að til þess að tryggja að hagsmun- um þjóðar sinnar yrði sem best borgið. Ég gat ekki ímyndað mér þann mann sem hefði farið öðruvísi að eða gert betur. Það er ekki við hæfi að utanað- komandi vefengi ákvarðanir Alþingis Íslendinga sem lúta að öðrum Íslendingum, enda vakir það ekki fyrir mér hér. Ég þekki til margra alþingismanna og ég tel þá vera heiðvirða og velviljaða Íslendinga sem unna þjóð sinni. En ég þekki Geir Haarde líka af þeirri sömu heiðursmennsku og föðurlandsást. Þess vegna fæ ég ekki skilið hvers vegna honum er nú vísað til sætis á sakamanna- bekk. Ég hef borið gæfu til þess að kynnast Íslandi og Íslendingum nokkuð. En mig hefði aldrei órað fyrir því að sú staða sem nú blasir við gæti nokkurn tíma komið upp. Ég er þess líka fullviss að hefði ég fyrir fimm eða sex árum síðan (og það voru, vel að merkja, líka blikur á lofti árið 2006) spurt ein- hvern alþingismann um það hver viðbrögðin yrðu ef svo ólíklega færi að bankakerfið legðist á hlið- ina í einni svipan, þá hefði enginn þeirra svarað því til að forsætis- ráðherrann yrði ákærður og dreg- inn fyrir dóm. Þvert á móti tel ég líklegra að viðkomandi hefði minnt mig á það að þegar syrti í álinn hefðu Íslendingar ævinlega graf- ið stríðsöxina og af samtakamætti róið að því öllum árum að komast út úr öldudalnum. Aðdáun mín og virðing fyrir Íslendingum er djúp. Fyrir þeirra hönd vona ég sannarlega að land- ið muni senn skipa sinn fyrri sess samlyndis og velmegunar, að þeir megi horfa sameinaðir fram á veg- inn en ekki aftur til fortíðar. Og ég efast ekki um að Geir Haarde ber þá sömu von í brjósti. Um áramót er góður siður að stíga á stokk og strengja ný heit, en um leið að líta yfir farinn veg. Árið 2012 var á margan hátt Þjóð- kirkjunni erfitt. Og reyndar undan- farnir hátt í tveir áratugir sé allt talið með. Hún hefur verið eins og skip í stormi sem þarf að þola hverja ágjöfina á fætur annarri. Margir kusu að yfirgefa kirkjuna og gagn- rýni á hana hefur farið vaxandi. Harðast hefur kirkjan verið gagn- rýnd fyrir hvernig hún tók á ásök- unum er tengjast Ólafi Skúlasyni biskupi heitnum. Þótti Þjóðkirkjan bregðast sem stofnun er vill vera skjöldur og skjól hinna minni mátt- ar og þeirra er þurfa að sæta ofbeldi. Margir áttu líka erfitt með að taka því þegjandi hversu treg Þjóðkirkj- an var að samþykkja jafnræði hjóna- vígslu samkynhneigðra og gagnkyn- hneigðra. Enn aðrir hafa gagnrýnt Þjóð- kirkjuna fyrir skort á lýðræði. Og traustið til hennar hefur minnkað ár frá ári. Þannig mætti lengi telja. Ýmislegt hefur þó verið vel gert sem ekki má gleymast. Þjóðkirkjan tók af skarið og sam- þykkti ný lög sem leggja að jöfnu hjónavígslu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Enda hefur margt Þjóðkirkjufólk barist fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum um árabil. Og Fagráð Þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota hefur brugðist rétt og vel við þeim erfiðu málum sem upp hafa komið og skapað farveg til úrlausnar og eftir- vinnslu. Vinna Fagráðsins mun án efa skila sér til framtíðar í bættum starfsháttum innan Þjóðkirkjunnar í málum er tengjast kynferðisbrot- um. Þjóðkirkjan vill vera öruggur staður. Alltaf. Fyrir alla. Nú er nýtt ár að runnið upp, árið 2012. Á margan hátt getur það ár orðið ár endurnýjunar og sátta fyrir Þjóðkirkjuna. Á árinu verður kjörinn nýr vígslubiskup á Hólum og nýr biskup Íslands. Nú verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á síðasta Kirkjuþingi, þar sem vægi leikmanna er aukið í kosningunum og fjöldi kjörmanna aukinn. Áður fengu aðeins prest- ar, kennarar Guðfræði- deildar og örfáir fleiri að kjósa biskup. Nú kjósa, auk þeirra, djáknar, for- menn sóknarnefnda um allt land og varaformenn á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer sem sagt vaxandi innan Þjóðkirkjunnar. Það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa, bæði á sjálft kjörið, en einnig á undirbúning þess og aðdraganda. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í þá átt að auka lýð- ræðið í kosningum enn frekar innan Þjóðkirkjunnar, á Kirkjuþing og til embætta innan kirkjunnar. Því skiptir miklu máli að vel tak- ist til. Og að til embætta biskupa veljist einstaklingar sem grípi tæki- færið til þess að endurreisa traust- ið á Þjóðkirkjunni meðal þjóðar- innar í samvinnu og samstarfi við einstaklinga og hópa bæði innan og utan Þjóðkirkjunnar. Við þurfum reyndar öll á því að halda að traustið sé endurreist í íslensku samfélagi, en það fór fyrir lítið í kjölfar hrunsins eins og allir vita. Þjóðkirkjan þarf ekki á bisk- upum að halda sem setja sig í stell- ingar embættismanna eða ráðuneyt- isstjóra. Þjóðkirkjan þarf andlega leiðtoga. Og þjóðin þarf sömuleiðis andlega leiðtoga. Leiðtoga sem geta borið smyrsl á sárin. Leiðtoga sem geta sameinað. Leiðtoga sem geta vakið bæði kirkju og þjóð von í brjósti, von og kjark og samstöðu. Kannski verður það stærsta hlutverk nýrra biskupa Þjóðkirkjunnar árið 2012. Að efla samstöðuna og samheldnina og endur- vekja traustið. Þvert á trúarskoðanir og kirkju- deildir. Og að finna sátt- arlausnir varðandi spurn- ingar sem lengi hefur verið deilt um. Eins og samband ríkis og kirkju. Og samvinnu Þjóðkirkju og annarra kirkjudeilda, safnaða og lífsskoðunarfélaga. Þetta gera auð- vitað engir þrír einstaklingar, það er að segja, þrír biskupar. Við öll sem lifum og hrærumst innan Þjóð- kirkjunnar verðum að leggja okkar af mörkum til að af slíkri endurreisn geti orðið. En umfram allt biðjum við Guð að efla Þjóðkirkjuna á komandi árum til að verða farvegur friðar, ein- ingar, trausts og samstöðu meðal þjóðarinnar. Því „Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis“. (Sálmur 127.1). Guð gefi okkur öllum gleðilegt nýtt ár. Þrátt fyrir glímuna við ríkisfjár-málin lengir marga eftir for- gangsröðun í þágu velferðar líkt og lofað var í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Á sama tíma og fjárveitingar til margra málaflokka aukast þá eru minnkandi fram- lög til heilbrigðisþjónustu mikið áhyggjuefni. Síðastliðinn fimmtu- dag stóð Sjúkraliðafélags Íslands fyrir fundi á Akranesi vegna fyrir- hugaðrar lokunar E-deildar sjúkra- hússins á Akranesi. Þegar þess- ar tillögur voru fyrst kynntar þá óskaði ég eftir fundi með forstöðu- mönnum Heilbrigðissstofnunar Vesturlands (HVE) og í framhald- inu átti ég góðan fund með starfs- fólki og trúnaðarmanni starfsfólks á E-deildinni. Að loknum þessum fundum setti ég mig í samband við heilsugæslulækna á starfssvæði HVE, einstaklinga og aðstandend- ur margra sem hafa notið góðrar þjónustu á E-deildinni. Mikilvægi deildarinnar og fram- tíðarsýn HVE Þeir eru ófáir sem hafa nýtt sér þjónustu E-deildar sjúkrahússins á Akranesi en á síðasta ári þjónu- staði deildin 105 einstaklinga. Þarna er um að ræða aldraða ein- staklinga víðs vegar af Vesturlandi sem komið hafa í endurhæfingu, hvíldarinnlagnir og skamm- og langtímainnlagnir. Endurhæfing og hvíldarinnlagnir gera einstak- lingum mögulegt að búa lengur heima með lægri tilkostnaði fyrir samfélagið. Skamm- og langtíma- innlagnir eru yfirleitt vegna þess að einstaklingar hafa ekki feng- ið vistunarmat eða bíða þess að hjúkrunarrými losni. Í framtíðarsýn HVE fyrir árin 2011-2013, sem gefin var út 1. júní 2011, kemur fram að eitt af hlut- verkum stofnunarinnar sé að sinna öldrunarþjónustu þar sem slík þjónusta sé ekki veitt af sveitar- félögum eða öðrum. Undir þessa framtíðarsýn ritar núverandi vel- ferðarráðherra og því spyrja margir sig hvað hafi breyst á sex mánuðum. Þeir sem til þekkja segja ógerlegt að veita þessa þjónustu á öðrum deild- um og þjónustuskerðing og aukinn kostnaður verði óumflýjanlegur. Er ekki ástæða til að endurskoða ákvörðunina? Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjón- ustu? Ef málum er þannig háttað, af hverju var ekki löngu búið að loka þessari deild? Af hverju hafa læknar á starfssvæði stofnunarinnar miklar áhyggjur af stöðu mála? Af hverju segir starfsfólk sjúkrahússins ómögulegt að bæta þessum verkefn- um á aðrar deildir? Hvað verður um einstaklinga sem bíða eftir því að komast að? Í framhaldi af fundinum á Akranesi þá hef ég óskað eftir sér- stakri utandagskrárumræðu um þetta mál á Alþingi enda mikilvægt, ætli menn ekki að draga þessar til- lögur til baka, að áhrifin liggi fyrir áður en lengra er haldið. Flestum sem hafa kynnt sér þetta mál er ljóst að þrátt fyrir fögur orð þá mun ekkert koma í stað öldrunardeildar sjúkrahússins á Akranesi. Áhrifanna mun gæta á öllu Vesturlandi og til lengri tíma mun þetta líklega hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkis- sjóð. Ef einhvern tíma er mikil- vægt að snúa bökum saman þá er það þegar vegið er að heilbrigðis- þjónustu. Einn þingmaður eins og ég stöðvar ekki þessar breytingar og því verða allir að standa saman og sýna velferðarráðherra stuðning í því að endurskoða ákvörðun um lokun öldrunardeildar á Akranesi. Þjóðkirkjan þarf ekki á biskupum að halda sem setja sig í stellingar embættis- manna … Geir lagði sig í framkróka við að þjóna hagsmunum Ís- lands. Þetta sannreyndi ég á fundum sem ég átti með honum … Hvernig má það vera að hægt sé að loka heilli deild og segja upp 30 manns án þess að það bitni á þjónustu? Um ærleika og samstöðuLokun öldrunar- deildar á Akranesi Þjóðkirkja á nýju ári Heilbrigðismál Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Landsdómur Alp Mehmet sendiherra Bretlands á Íslandi 2004-2008 Trúmál Sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur SKIPHOLTI 50c SÍMI 562 9090 JAN. 16.-31. .- . 1095.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.