Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 46
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR34 folk@frettabladid.is Bíó ★★★★★ Contraband Leikstjórn: Baltasar Kormákur Leikarar: Mark Wahlberg, Kate Beckinsale, Giovanni Ribisi, Ben Foster, Lukas Haas, Caleb Landry Jones, J.K. Simmons, Ólafur Darri Ólafsson Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Contraband, Mark Wahlberg- myndin sem þénaði rúmlega 24 milljónir dala í bandarískum bíó- húsum um síðustu helgi, sé upp- runnin úr hatti Skara Skrípó. Sú staðhæfing er að vísu ákaflega mikil einföldun, en ef ske kynni að það hafi farið fram hjá ein- hverjum þá er myndin endur- gerð hinnar alíslensku og eitur- hressu Reykjavík-Rotterdam frá árinu 2008 sem Óskar leikstýrði. Aðalleikari íslensku myndarinn- ar, Baltasar Kormákur, hefur nú aðlagað söguna amerískum aðstæðum, en þó eru myndirnar tvær glettilega líkar. Wahlberg leikur Chris Farra- day, fyrrverandi smyglara, sem hefur snúið sér að löglegri iðju. Mágur hans flækist í fíkniefna- mál sem endar með ósköpum, og eftir stendur há peningaskuld við ósanngjörn illmenni. Eins og illmennum er von og vísa herja þau á stórfjölskylduna, og sér fyrrnefndur Farraday ekki vænni kost í stöðunni en að fara í enn einn smygltúrinn og ræður því sig og bannsettan máginn á gámaskip á leið til Panama, en því fylgir að sjálfsögðu hasar. Ólíkt mörgum nýlegum hasar- myndum skýlir Contraband sig ekki á bak við viðstöðulausan hávaða og yfirgengilegt sjón- rænt áreiti. Það er raunveru- leg spenna til staðar og myndin andar nokkuð eðlilega. Wahlberg hefur aldrei verið besti leikar- inn í bransanum en hann hefur óumdeilanlegan sjarma og ræður vel við hlutverkið sitt hér. Rib- isi skemmtir sér konunglega í hlutverki ógeðslegs dópsala og óbermis, J.K. Simmons er spaugi- legur í hlutverki skipstjórans, og síðan fáum við Íslendingarn- ir óvæntan glaðning um borð, en þar er að finna stórglæsileg- an Ólaf Darra. Hann segir ekki mikið en nærvera hans er sterk. Leikstjórinn Baltasar skilar hér góðu verki þó að erfitt sé að finna höfundareinkenni, enda sjaldan sem leikstjórar hasar- mynda leyfa sér slíkt. Taktur- inn er temmilegur framan af og stígandinn góður. Mynda takan er óstöðug en þó ekki um of og klippingin snyrtileg. Ég held ég sé ekki of litaður af íslensku monti þegar ég fullyrði að end- urgerðin hafi heppnast ljómandi vel. Það er gaman að sjá íslensk- an listamann reyna við formúlu- myndagerð og hitta beint í mark. Contraband er síðasti naglinn í líkkistu hinnar langlífu mýtu um að Íslendingar kunni bara að búa til kvikmyndir um sjálfsmorð og nauðganir uppi í sveit. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Coco hafði rétt fyrir sér. Contraband er þrælfín. ÍSLENSK AMERÍSKA GÓÐUR Mark Wahlberg er ekki sá besti, en ræður vel við hlutverk sitt í Contraband að mati gagnrýnanda. Daniel Radcliffe, sem er þekkt- ur fyrir hlutverk Harry Potter í samnefndum myndum, leik- ur ekkjumann og föður í nýrri draugamynd. Hún nefnist The Woman in Black og er byggð á samnefndri draugasögu Susan Hill. Hann gerir sér grein fyrir því að hlutverkið er töluvert öðruvísi en fólk á að venjast af honum úr Harry Potter-myndunum. „Ég lít allt öðruvísi út í The Woman in Black en fólk á að venjast. Ég held að fólk eigi ekki eftir að hugsa: „Af hverju er hann ekki í skólabúningi?“ þegar það horfir á myndina,“ sagði Radcliffe í við- tali við Metro. „Ég hlakka til að vita hvað fólki finnst um mynd- ina. Hún er mjög spennandi, mjög falleg og bara ekta bresk hryll- ingsmynd. Ég held að fólk eigi eftir að hafa gaman af henni.“ Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið í febrúar og er sú fyrsta sem Radcliffe leikur í síðan hann var í síðustu Harry Potter-mynd- inni sem kom út í fyrra. Hinn 22 ára leikari er með fleiri járn í eldinum því hann fékk nýlega hlutverk sem ljóð- skáldið Allen Ginsberg í spennu- myndinni Kill Your Darlings. Allt öðruvísi en í Potter LEIKUR EKKJUMANN Daniel Radcliffe ásamt meðleikurum sínum úr Harry Potter. Plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur verið í sext- án vikur á toppi bandaríska Billboard-listans. Þar með hefur hún jafnað met sem aðeins fjórar aðrar plötur áttu fyrir. Tvær þeirra eru með tónlist úr kvikmyndun- um Bodyguard og Titanic en hinar eru með sveitasöngvur- unum Garth Brooks og Billy Ray Cyrus. Í Bretlandi hefur 21 verið í nítján vikur á toppnum sem er meira en nokkur plata hefur náð síðan 1971, eða í 41 ár. Adele þarf samt að hafa sig alla við ætli hún að bæta metið í Bretlandi. Það eiga þeir Simon og Garfunkel með plötuna Bridge Over Troubled Water sem sat í 33 vikur í toppsætinu. Platan 21 var vinsælasta plata síðasta árs víða um heim og seldist meðal annars mjög vel hér á landi. Í Bretlandi og Banda- ríkjunum hefur hún samanlagt selst í níu milljónum eintaka. Adele jafnar metið VINSÆL Nýjasta plata Adele hefur selst eins og heitar lummur. 4 MÁNUÐIR eru síðan leikararnir Eva Mendes og Ryan Gosling rugluðu saman reytum en vinir Goslings segja hann vera kominn með Mendes á heilann og að sambandið sé óheilbrigt vegna þessa. krakkar@frettabladid.is Ísabellu Rós Þorsteins- dóttur finnst gaman að leika í Fanny og Alexander. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.