Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 20
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR20 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður, faðir, sonur og bróðir okkar, Helgi Yngvason flugmaður, lést 16. janúar sl. á heimili sínu í Seattle, Bandaríkjunum. Rósa Yngvason Þór Elfar Helgason Helgi Jr. Yngvason Shanine Yngvason Jaquy Yngvason Jóhanna Helgadóttir frá Prestbakka Árni Yngvason Ragnheiður Yngvadóttir Eysteinn Þ. Yngvason Hulda Yngvadóttir Guðmundur B. Yngvason Magnús Þ. Yngvason Þórdís H. Yngvadóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær sonur okkar og bróðir, Guðmundur Emil Oddgeirsson lést á Barnaspítala Hringsins þriðjudaginn 17. janúar. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.00. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Barnaspítala Hringsins fyrir hlýja umönnun. Oddgeir Guðmundsson, Sigrún Halla Ásgeirsdóttir og Emma Þórunn Oddgeirsdóttir Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Dóra Sigmundsdóttir Espilundi 8, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 19. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar Kristján Gunnarsson Salvör Gunnarsdóttir Hilmar Æ. Þórarinsson Hugrún Gunnarsdóttir Þráinn V. Hreggviðsson Ólöf H. Gunnarsdóttir Snorri Guðmundsson Geir Þ. Gunnarsson Ingibjörg Ágústsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir Ólafur H. Sigurþórsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir minn, sonur okkar, tengdasonur, bróðir, barnabarn, mágur og vinur, Óskar Páll Daníelsson Berjavöllum 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn mánudaginn 23. janúar kl. 13.00 í Hafnarfjarðarkirkju. Sérstakar þakkir færum við starfs- fólki björgunarsveitanna og starfsfólki á gjörgæslu- deild Landspítalans. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning til styrktar eiginkonu hans og dóttur: Reikn.nr. 1101-05-423036, kt. 190888-3479. Elísabet Anna Kolbeinsdóttir Eva Viktoría Herdís Hjörleifsdóttir Dieter (Daníel) Meyer Ingunn Ólafsdóttir Guðrún Erla Gunnarsdóttir Kolbeinn Sigurðsson Friðrik Daníelsson Matthildur Ragnarsdóttir Bergsteinn Daníelsson Hafdís Maggý Magnúsdóttir Hjörleifur Guðbjörn Bergsteinsson og aðrir aðstandendur. Abba Þórðardóttir opnar sína fimmtu einkasýningu í Reykjavík Art Gallerý í dag. Abba starfaði lengi sem grafísk- ur hönnuður en fyrir nokkrum árum breytti hún um kúrs. „Ég lærði myndlist fyrir margt löngu en lauk raunar námi í grafískri hönnun úr MHÍ. Að því loknu vann ég sem grafískur hönnuður lengi. Ég ætl- aði mér hins vegar alltaf að verða mál- ari, það er bara brauðstritið sem togar svo mikið í mann. Og ég hafði mjög gaman af grafískri hönnum og þótti aldeilis ekki leiðinlegt að vinna við það starf. Fyrir nokkrum árum ákvað ég hins vegar að minnka við mig vinnu og fara að mála,“ segir Abba sem óvænt fann viðfangsefni sem hún hafði ekki leitt hugann að sérstaklega áður en hún varð fyrir hálfgerðri opinberun við strigann. „Ég var að reyna að mála foss og gekk ekki vel. Allt einu varð fossinn að eins konar svanaveru, hálfgerðri svanameyju með útbreidda vængi. Það var svo mikil upplifun að mála þetta málverk og nánast eins og opin- berun. Í kjölfarið fór ég að skoða svani og lesa mér til um svani. Ég heillaðist svo mikið af svönum að ég hef málað ótal svani síðan og er enn að.“ Abba segir afar áhugavert að lesa um svani, þeir leiki stórt hlutverk í goðsögum víða um heim. „Svanurinn er mikill örlagafugl sem getur flakkað á milli heima, hann er nánast eins og hlekkurinn á milli lifenda og dauðra. Það er mikil mystík í kringum svani en hún er öll fögur. Svanir eru tákn fyrir ljós, það eru líka fjölmargar sagnir um hamskipti tengdar svönum, til að mynda brugðu valkyrjur sér í svans- líki til þess að sækja fallna hermenn svo dæmi séu tekin.“ Abba segir það andlega upplifun að fást við að mála svani. „Þeir eru hlekk- ur milli hins andlega og veraldlega og í gegnum þá er hægt að eiga samtal við sinn innri mann – eða við allífið ef út í það er farið.“ Svanamálverk Öbbu skipta nú hundr- uðum og segist hún hvergi nærri hætt að fást við þá. „Ég hef verið að mála börn og er að safna í barnasýningu, en svanirnir eru enn í aðalhlutverki.“ Sýning Öbbu opnar klukkan átta og er sem fyrr segir í Reykjavík Art Gall- erý Skúlagötu 30. sigridur@frettabladid.is SVANIR: ERU Í AÐALHLUTVERKI Á SÝNINGU LISTMÁLARANS ÖBBU VARÐ FYRIR OPINBERUN ABBA ÞÓRÐARDÓTTIR Heillaðist af svönum og hefur málað hundruð málverka þar sem þeir eru í aðalhlutverki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON, LADDI, skemmtikraftur er 65 ára í dag. „Jæja Hemmi minn, alltaf í boltanum?“ 65 Merkisatburðir 1885 L.A. Thompson fær einkaleyfi á rússíbananum. 1937 Franklin D. Roosevelt tekur við embætti í annað sinn. 1942 Wannsee-ráðstefnan um „endanlega lausn gyðingavanda- málsins“ fer fram í Berlín. 1961 John F. Kennedy er settur í embætti 35. forseta Bandaríkj- anna. 1969 Fyrsta tifstjarnan er uppgötvuð, sú er í Krabba-stjörnuþok- unni. 1981 Ronald W. Reagan tekur við embætti sem forseti Banda- ríkjanna. 1986 Bretar og Frakkar tilkynna áætlanir um jarðgöng undir Ermarsund. 1989 George H. W. Bush tekur við embætti sem 41. forseti Bandaríkjanna. 1991 Skíðaskálinn í Hveradölum brennur og er endurreistur ári síðar. 1993 Bill Clinton tekur við embætti sem 42. forseti Bandaríkj- anna. 1996 Jasser Arafat er kosinn forseti Palestínu. 2001 George W. Bush tekur við embætti sem 43. forseti Banda- ríkjanna. 2008 Francis Joyon setur núverandi heimsmet í því að sigla ein- samall á seglbát umhverfis jörðina eftir 57 daga siglingu og bætir fyrra met um fjórtán daga. 2009 Barack Obama tekur við embætti sem 44. forseti Banda- ríkjanna. 2009 Hörð mótmæli eiga sér stað við Alþingishúsið við upphaf fyrsta þingfundar ársins. Um kvöldið er hlaðinn bálköst- ur á Austurvelli og Óslóartréð brennt meðal annars. Fyrsti dagur búsáhaldabyltingarinnar. Vilhjálmur Einarsson var kosinn íþróttamaður ársins á Íslandi af íþróttafréttamönnum þennan dag árið 1956. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var og hlaut Vilhjálmur titilinn sex sinnum í röð. Þetta ár hafði Vilhjálmur unnið eitt mesta íþróttaafrek Íslendings þegar hann hlaut silfurverð- laun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Árangurinn var betri en nokkur þorði að vona. Fyrir Ólympíuleikana hafði hann stokkuð lengst 15,82 metra. Hann tók fljótlega forystuna í þrí- stökkskeppninni með því að stökkva 16,26 metra, 43 sentimetrum lengra en hann hafði nokkurn tíma stokkið áður og var það nýtt Ólympíumet. Lengi vel leit út fyrir að hann myndi ná efsta sæti en í síðustu umferð náði Brasilíumaðurinn Da Silva að stökkva níu sentimetrum lengra, 16,35 metra. ÞETTA GERÐIST: 20. JANÚAR 1956 Vilhjálmur kosinn í fyrsta sinn af sex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.