Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 33
Mismunandi er hvað fólki þykir nauðsynlegt að sé til staðar á þorra- hlaðborðum. Bakkinn á meðfylgj- andi mynd sýnir ágætlega fjöl- breytnina sem býðst. Á honum er meðal annars að finna svína- sultu sem er tiltölulega nýtilkom- in á þorrabakkann, enda var svína- kjöt ekki á hverjum bæ hér á öldum áður. - trs Fullur bakki af kræsingum ÞORRAMATUR FYLLIR NÚ TROG OG KIRNUR ÍSLENDINGA ENDA FYRSTI DAGUR ÞORRANS RUNNINN UPP. Fæst í Bónus Nú er tíminn fyrir harðfisk og bitafisk! Þegar litið er til innihalds og næringargildis kemur í ljós að Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur er einhver besti prótíngjafi sem völ er á. Það fara 5 kíló af nýrri roðlausri ýsu í að búa til 1 kíló af harðfiski / bitafiski. Vatnið er dregið út með kældri þurrkaðferð, en næringarefnin halda sér. Örlítið salt til bragðbætis. Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur inniheldur rúmlega 80% prótín og önnur næringarefni, sem eru líkamanum nauðsynleg. Hljómsveitin Melchior heldur þorratónleika sína á Café Rosenberg að Klapparstíg annað kvöld klukkan 21. Á tónleikunum verða lög af væntan- legri plötu hljómsveitarinnar leikin til jafns við eldri tónlist í notalegri blöndu. Svínasulta Sviðasulta Hrútspungar Blóðmör Lifrarpylsa Hákarl Lundabaggi Bringukollur Kristjana Hávarðardóttir er hluti af sundhópnum Gullmolarnir, sem hittist í sundlauginni í Efra- Breiðholti tvisvar sinnum í viku. Hópurinn hefur hist reglulega undir stjórn Brynjólfs Björnsson- ar í næstum níu ár og er Kristjana búin að vera hluti af honum nán- ast frá upphafi. Sami kjarni hefur skipað hópinn undanfarin ár og yfirleitt hafa í kringum 20 manns mætt á æfingar. Hópurinn gerir þó meira en að synda saman, því Kristjana hefur komið af stað hefð þar sem haldið er upp á merka atburði, jól, páska og fleira ofan í lauginni. Þorrablót verður haldið í næstu viku. „Við stillum hlaðborðinu upp á bakka laugarinnar og fólk gæðir sér á veitingum beint úr lauginni. Þetta hefur vakið mikla lukku og fólk er ávallt fullt eftirvæntingar þegar líður að þessu,“ segir Krist- jana, en þetta er í sjöunda skipti sem hún stendur fyrir þorra- blótinu. Hún segist sjálf vera hætt að fara ofan í laugina þegar þorra- blótin eru haldin þar sem hún eyði hvort sem er mestum hluta tímans á bakkanum og það sé svo kalt ef hún er á sundfötum. Skemmtunin er þó ekki aðeins fólgin í því að gæða sér á þorramatnum heldur eru líka alltaf einhver atriði í boði. „Fólk úr hópnum skiptist á að vera með atriði. Oft er til dæmis skemmtilegur bragur lesinn og svo syngjum við að sjálfsögðu saman þessi klassísku þorralög,“ segir hún og tekur sem dæmi lagið Frost á Fróni. Viðburðina í laug- inni segir hún vera áfengislausa, þó að fólk fái að skjóta í sig litlu brennivínsskoti með hákarlinum. Kristjana, sem hefur verið gerð að heiðursfélaga í hópnum fyrir framtak sitt, segist hafa mjög gaman af því að undirbúa þessar skemmtanir þó að vissulega fylgi þeim mikil vinna. „Þetta byrjaði nú bara á því að mér fannst þörf á að hrista hóp- inn betur saman, svo ég ákvað að standa fyrir hittingi utan laugar- innar. Þetta vatt svo bara upp á sig þegar vinskapurinn varð meiri,” segir hún og brosir og lætur í kveðjuskyni fylgja með óvenjuleg- ar leiðbeiningar um eldun á hangi- kjöti. tinnaros@frettabladid.is Þorrablót í sundi Sundhópurinn Gullmolarnir borðar saman hákarl, hangikjöt og blóðmör, hlustar á bragi og syngur saman í tilefni þorrans. Kristjana hefur stýrt þorrablótunum af myndarbrag síðustu sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kristjana kennir okkur sérstaka leið til að elda hangikjöt. Hún segir ókost hennar vera þann að lyktin í íbúðinni sitji föst tvo til þrjá daga, en kjötið sé svo gott að það sé alveg þess virði. „Lærið er lagt í bleyti í sólarhring. Þetta er gert til að ná úr því saltinu. Það gæti verið gott að skipta um vatn einu sinni til tvisvar á þessum sólarhring og gott að strá smá sykri út í vatnið. Eftir það er kjötið sett á grindina í ofn- inum og ofnskúffan sett undir. Þar er það eldað á 100°C í hálfan sólarhring. Þetta er það besta sem ég hef smakkað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.