Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 33
Mismunandi er hvað fólki þykir nauðsynlegt að sé til staðar á þorra- hlaðborðum. Bakkinn á meðfylgj- andi mynd sýnir ágætlega fjöl- breytnina sem býðst. Á honum er meðal annars að finna svína- sultu sem er tiltölulega nýtilkom- in á þorrabakkann, enda var svína- kjöt ekki á hverjum bæ hér á öldum áður. - trs Fullur bakki af kræsingum ÞORRAMATUR FYLLIR NÚ TROG OG KIRNUR ÍSLENDINGA ENDA FYRSTI DAGUR ÞORRANS RUNNINN UPP. Fæst í Bónus Nú er tíminn fyrir harðfisk og bitafisk! Þegar litið er til innihalds og næringargildis kemur í ljós að Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur er einhver besti prótíngjafi sem völ er á. Það fara 5 kíló af nýrri roðlausri ýsu í að búa til 1 kíló af harðfiski / bitafiski. Vatnið er dregið út með kældri þurrkaðferð, en næringarefnin halda sér. Örlítið salt til bragðbætis. Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur inniheldur rúmlega 80% prótín og önnur næringarefni, sem eru líkamanum nauðsynleg. Hljómsveitin Melchior heldur þorratónleika sína á Café Rosenberg að Klapparstíg annað kvöld klukkan 21. Á tónleikunum verða lög af væntan- legri plötu hljómsveitarinnar leikin til jafns við eldri tónlist í notalegri blöndu. Svínasulta Sviðasulta Hrútspungar Blóðmör Lifrarpylsa Hákarl Lundabaggi Bringukollur Kristjana Hávarðardóttir er hluti af sundhópnum Gullmolarnir, sem hittist í sundlauginni í Efra- Breiðholti tvisvar sinnum í viku. Hópurinn hefur hist reglulega undir stjórn Brynjólfs Björnsson- ar í næstum níu ár og er Kristjana búin að vera hluti af honum nán- ast frá upphafi. Sami kjarni hefur skipað hópinn undanfarin ár og yfirleitt hafa í kringum 20 manns mætt á æfingar. Hópurinn gerir þó meira en að synda saman, því Kristjana hefur komið af stað hefð þar sem haldið er upp á merka atburði, jól, páska og fleira ofan í lauginni. Þorrablót verður haldið í næstu viku. „Við stillum hlaðborðinu upp á bakka laugarinnar og fólk gæðir sér á veitingum beint úr lauginni. Þetta hefur vakið mikla lukku og fólk er ávallt fullt eftirvæntingar þegar líður að þessu,“ segir Krist- jana, en þetta er í sjöunda skipti sem hún stendur fyrir þorra- blótinu. Hún segist sjálf vera hætt að fara ofan í laugina þegar þorra- blótin eru haldin þar sem hún eyði hvort sem er mestum hluta tímans á bakkanum og það sé svo kalt ef hún er á sundfötum. Skemmtunin er þó ekki aðeins fólgin í því að gæða sér á þorramatnum heldur eru líka alltaf einhver atriði í boði. „Fólk úr hópnum skiptist á að vera með atriði. Oft er til dæmis skemmtilegur bragur lesinn og svo syngjum við að sjálfsögðu saman þessi klassísku þorralög,“ segir hún og tekur sem dæmi lagið Frost á Fróni. Viðburðina í laug- inni segir hún vera áfengislausa, þó að fólk fái að skjóta í sig litlu brennivínsskoti með hákarlinum. Kristjana, sem hefur verið gerð að heiðursfélaga í hópnum fyrir framtak sitt, segist hafa mjög gaman af því að undirbúa þessar skemmtanir þó að vissulega fylgi þeim mikil vinna. „Þetta byrjaði nú bara á því að mér fannst þörf á að hrista hóp- inn betur saman, svo ég ákvað að standa fyrir hittingi utan laugar- innar. Þetta vatt svo bara upp á sig þegar vinskapurinn varð meiri,” segir hún og brosir og lætur í kveðjuskyni fylgja með óvenjuleg- ar leiðbeiningar um eldun á hangi- kjöti. tinnaros@frettabladid.is Þorrablót í sundi Sundhópurinn Gullmolarnir borðar saman hákarl, hangikjöt og blóðmör, hlustar á bragi og syngur saman í tilefni þorrans. Kristjana hefur stýrt þorrablótunum af myndarbrag síðustu sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kristjana kennir okkur sérstaka leið til að elda hangikjöt. Hún segir ókost hennar vera þann að lyktin í íbúðinni sitji föst tvo til þrjá daga, en kjötið sé svo gott að það sé alveg þess virði. „Lærið er lagt í bleyti í sólarhring. Þetta er gert til að ná úr því saltinu. Það gæti verið gott að skipta um vatn einu sinni til tvisvar á þessum sólarhring og gott að strá smá sykri út í vatnið. Eftir það er kjötið sett á grindina í ofn- inum og ofnskúffan sett undir. Þar er það eldað á 100°C í hálfan sólarhring. Þetta er það besta sem ég hef smakkað.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.