Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 2
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR2 HÆSTIRÉTTUR Norðurál er bóta- skylt vegna skaða sem fyrrver- andi starfsmaður fyrirtækisins hlaut við að bjarga samstarfs- konu í vinnuslysi, samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í júlí í fyrra sem sýknaði Norðurál og tryggingafélagið Sjóvá af bóta- kröfu mannsins. Maðurinn meiddist í baki þegar hann og annar lyftu 620 kílóa bakskautaklemmu sem fallið hafði á samstarfskonu þeirra. Slysið varð 21. september 2005. Norðuráli er jafnframt gert að greiða manninum 1,2 milljónir króna í málskostnað. - óká Dómi héraðsdóms snúið við: Norðurál dæmt bótaskylt í slysi DÓMSMÁL Eignir athafnamanns- ins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding, fyrr- verandi for- stjóra Glitnis, hér á landi verða áfram kyrrsettar að kröfu slita- stjórnar bank- ans. Hæstirétt- ur kvað upp úr með það í gær að kyrrsetningin stæðist lög þrátt fyrir mótmæli tvímenning- anna sem hafa í hálft annað ár reynt að fá henni hnekkt. Eignirnar voru kyrrsettar vegna sex milljarða króna skaða- bótamáls sem kennt er við fast- eignakeðjuna Aurum. Um er að ræða fasteignir, bíla, bankainn- stæður og hlutabréf. Andvirði kyrrsettra eigna Jóns Ásgeirs var þá metið á um 197 milljónir og Lárusar um 70 milljónir. - sh Eignir Jóns Ásgeirs og Lárusar: Kyrrsetningin stenst skoðun JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglu um framlengingu gæslu- varðhalds yfir Einari Marteins- syni, forsprakka Hells Angels á Íslandi, og þremur öðrum sem grunaðir eru um að tengjast hrottalegri árás á konu í Kópa- vogi fyrir jól. Þeir munu sitja í haldi til 16. febrúar. Tveir voru handteknir eftir árásina en í kjölfarið var ráðist á konuna aftur, sem leiddi til þess að fleiri voru handteknir. Fimm hafa setið í varðhaldi vegna málsins undanfarna viku, fjórir karlar og ein kona, en einum var sleppt úr haldi í gær. Einar er grunaður um að hafa fyrirskipað árásina, sem mun eiga sér rætur í persónulegum deilum. Þá var varðhald enn fremur framlengt yfir þremur liðsmönn- um vélhjólasamtakanna Outlaws sem grunaðir eru um aðild að skotárás í Bryggjuhverfinu. - sh Gæsluvarðhald framlengt: Foringi Hells Angels verður áfram í haldi ÞJÓÐKIRKJAN Kristján Valur Ing- ólfsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands. Hann staðfesti það í samtali við Vísi í gær. Þar sagðist hann hafa fengið margar áskoranir um að gefa kost á sér. Kristján Valur var vígð- ur í embætti vígslubiskups í Skál- holti í september síðastliðnum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hve- nær kosningarnar munu fara fram. Nýr biskup verður vígður næsta sumar. - þj Vígslubiskup í biskupskjöri: Kristján Valur gefur kost á sér KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir tæplega fimm- tugum Vestmannaeyingi úr sjö árum í átta. Maðurinn braut gróf- lega gegn þremur stúlkum á aldr- inum sjö til ellefu ára í skjóli trún- aðartrausts sem myndaðist vegna sambands hans við móður einnar þeirra. Hann nauðgaði meðal ann- ars einni þeirra sex sinnum. Héraðsdómur sakfelldi manninn ekki fyrir nauðgunarbrot heldur einungis barnaníð en Hæstiréttur túlkar herta kynferðisbrotalög- gjöf þannig að kynmök fullorðins manns við barn séu slík misnotk- un á yfirburðastöðu hans gagn- vart barninu að í því felist ofbeldi eða hótun og því sé um nauðgun að ræða. Refsiramminn fyrir nauðg- un er rýmri en fyrir barnaníð. Dómurinn mat það manninum til refsiþyngingar að hafa tekið myndir og myndskeið sem sýna gróft barnaníð, meðal annars brot hans með einni stúlkunni. - sh Tæplega fimmtugur Vestmannaeyingur braut gróflega gegn þremur stúlkum: Barnaníðsdómur þyngdur í 8 ár Brotamaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok júní að kröfu Ríkis- saksóknara, eftir að embættið fékk málið til ákærumeðferðar. Þá var tæpt ár síðan málið barst lögreglu til rannsóknar. Sýslumaðurinn á Selfossi, sem hafði forræði yfir málinu, fór ekki fram á gæsluvarðhald á þeim tíma þrátt fyrir að hafa undir höndum myndir sem sýndu gróft ofbeldi mannsins. Þetta sætti töluverðri gagnrýni þegar það komst upp, meðal annars af hálfu yfir- manns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gekk laus í ár eftir að málið kom upp KJARAMÁL Endurskoðunarákvæði gildandi kjarasamninga verð- ur ekki virkjað að þessu sinni. Ákveðið var á formannafundi Alþýðusambandsins (ASÍ) og fundi stjórnar Samtaka atvinnu- lífsins (SA) í gær að standa vörð um frið á vinnumarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frest til klukkan fjögur í dag til þess að virkja endurskoðunar- ákvæði samninganna sem skrif- að var undir í maí síðastliðnum. Fulltrúar ASÍ og SA munu funda vegna málsins í dag en munu ekki virkja ákvæðið. Á fundum beggja aðila kom fram mikil óánægja með fram- göngu ríkisstjórnarinnar sem þykir ekki hafa staðið við loforð sem sett voru fram í tengslum við gerð kjarasamninganna. Því hefur forsætisráðherra mótmælt. „Það er ljóst að þær forsendur sem voru fyrir gerð kjarasamn- inganna og snúa að atvinnurek- endum, svo sem varðandi kaup- mátt, gengi og verðlag, eru að ganga eftir. Það er því okkar sameiginlega niðurstaða að það sé ekki tilefni til viðbragða gagn- vart atvinnurekendum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „En það er líka alveg ljóst að það er mjög margt sem stendur út af í tengslum við samskipti okkar við stjórnvöld. Það kom fram á fundinum í dag að það er mjög mikil gremja út í ríkis- stjórnina og að orð hennar skuli ekki standa,“ segir Gylfi. Í sama streng tekur Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar SA. „Við vorum með fund í stjórn SA í dag og þar var ákveðið að fram- lengja kjarasamninga þrátt fyrir vanefndir á loforðum ríkisstjórn- arinnar. Þó mönnum svíði mjög hvernig ríkisstjórnin hefur hald- ið á málum, til dæmis haldið sjáv- arútveginum í gíslingu, þá mátu menn það svo að friður á vinnu- markaði kæmi atvinnuvegunum fyrir bestu.“ - mþl Mikils pirrings gætir hjá ASÍ og SA vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar: Kjarasamningum ekki sagt upp GYLFI ARNBJÖRNSSON VILMUNDUR JÓSEFSSON SPURNING DAGSINS Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA FÓLK „Ég var búinn að vera í dálít- inn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna,“ segir Kristján Már Gunn- arsson læknanemi, sem framfleyt- ir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsinga- miðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsing- ar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagn- aðinn af rafbókunum fæ ég send- an með ávísunum,“ segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslán- um og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður,“ segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Krist- ján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilat- riði að skrifa á ensku,“ segir Krist- ján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegn- um leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitar- niðurstöðunum,“ segir hann. Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kenn- ir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvu- kunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræð- inni og sinnir heilsublogginu í frí- tíma sínum. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni.“ gar@frettabladid.is Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. KRISTJÁN MÁR GUNNARSSON Læknaneminn fékk nóg af því að strita á pitsustað fyrir lág laun og hefur nú komið sér upp stöðugu tekjustreymi með blogginu Kris Health Blog á slóðinni kriskris.com. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður. KRISTJÁN MÁR GUNNARSSON LÆKNANEMI OG HEILSUBLOGGARI. Ómar, eruð þið svona fjöl- þreifin í Kópavogi? „Það er alveg ljóst að búfræðimennt- unin hefur aldrei nýst mér eins vel.“ Viðræður um meirihlutamyndun standa nú yfir í Kópavogi og þar þreifa víst allir á öllum. Búfræðingurinn og framsóknar- maðurinn Ómar Stefánsson þekkir vel að þreifa á búfénaði. BANDARÍKIN Stuðningur þing- manna í Bandaríkjunum við tvö umdeild frumvörp sem beinast gegn hugverkaþjófnaði hefur minnkað snarlega eftir öldu mót- mæla í vikunni. BBC greindi frá því í gær að minnst átta þingmenn í báðum deildum þingsins hefðu endur- skoðað afstöðu sína. Repúblik- aninn Marco Rubio sagði lögin þurfa meiri yfirlegu. Þau þykja vega að tjáningar- og athafna- frelsi netnotenda og mættu and- stöðu um heim allan. - þj Lög um netnotkun Í BNA: Fjarar undan frumvörpunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.