Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.01.2012, Qupperneq 2
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR2 HÆSTIRÉTTUR Norðurál er bóta- skylt vegna skaða sem fyrrver- andi starfsmaður fyrirtækisins hlaut við að bjarga samstarfs- konu í vinnuslysi, samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í júlí í fyrra sem sýknaði Norðurál og tryggingafélagið Sjóvá af bóta- kröfu mannsins. Maðurinn meiddist í baki þegar hann og annar lyftu 620 kílóa bakskautaklemmu sem fallið hafði á samstarfskonu þeirra. Slysið varð 21. september 2005. Norðuráli er jafnframt gert að greiða manninum 1,2 milljónir króna í málskostnað. - óká Dómi héraðsdóms snúið við: Norðurál dæmt bótaskylt í slysi DÓMSMÁL Eignir athafnamanns- ins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding, fyrr- verandi for- stjóra Glitnis, hér á landi verða áfram kyrrsettar að kröfu slita- stjórnar bank- ans. Hæstirétt- ur kvað upp úr með það í gær að kyrrsetningin stæðist lög þrátt fyrir mótmæli tvímenning- anna sem hafa í hálft annað ár reynt að fá henni hnekkt. Eignirnar voru kyrrsettar vegna sex milljarða króna skaða- bótamáls sem kennt er við fast- eignakeðjuna Aurum. Um er að ræða fasteignir, bíla, bankainn- stæður og hlutabréf. Andvirði kyrrsettra eigna Jóns Ásgeirs var þá metið á um 197 milljónir og Lárusar um 70 milljónir. - sh Eignir Jóns Ásgeirs og Lárusar: Kyrrsetningin stenst skoðun JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglu um framlengingu gæslu- varðhalds yfir Einari Marteins- syni, forsprakka Hells Angels á Íslandi, og þremur öðrum sem grunaðir eru um að tengjast hrottalegri árás á konu í Kópa- vogi fyrir jól. Þeir munu sitja í haldi til 16. febrúar. Tveir voru handteknir eftir árásina en í kjölfarið var ráðist á konuna aftur, sem leiddi til þess að fleiri voru handteknir. Fimm hafa setið í varðhaldi vegna málsins undanfarna viku, fjórir karlar og ein kona, en einum var sleppt úr haldi í gær. Einar er grunaður um að hafa fyrirskipað árásina, sem mun eiga sér rætur í persónulegum deilum. Þá var varðhald enn fremur framlengt yfir þremur liðsmönn- um vélhjólasamtakanna Outlaws sem grunaðir eru um aðild að skotárás í Bryggjuhverfinu. - sh Gæsluvarðhald framlengt: Foringi Hells Angels verður áfram í haldi ÞJÓÐKIRKJAN Kristján Valur Ing- ólfsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands. Hann staðfesti það í samtali við Vísi í gær. Þar sagðist hann hafa fengið margar áskoranir um að gefa kost á sér. Kristján Valur var vígð- ur í embætti vígslubiskups í Skál- holti í september síðastliðnum. Ekki liggur enn ljóst fyrir hve- nær kosningarnar munu fara fram. Nýr biskup verður vígður næsta sumar. - þj Vígslubiskup í biskupskjöri: Kristján Valur gefur kost á sér KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir tæplega fimm- tugum Vestmannaeyingi úr sjö árum í átta. Maðurinn braut gróf- lega gegn þremur stúlkum á aldr- inum sjö til ellefu ára í skjóli trún- aðartrausts sem myndaðist vegna sambands hans við móður einnar þeirra. Hann nauðgaði meðal ann- ars einni þeirra sex sinnum. Héraðsdómur sakfelldi manninn ekki fyrir nauðgunarbrot heldur einungis barnaníð en Hæstiréttur túlkar herta kynferðisbrotalög- gjöf þannig að kynmök fullorðins manns við barn séu slík misnotk- un á yfirburðastöðu hans gagn- vart barninu að í því felist ofbeldi eða hótun og því sé um nauðgun að ræða. Refsiramminn fyrir nauðg- un er rýmri en fyrir barnaníð. Dómurinn mat það manninum til refsiþyngingar að hafa tekið myndir og myndskeið sem sýna gróft barnaníð, meðal annars brot hans með einni stúlkunni. - sh Tæplega fimmtugur Vestmannaeyingur braut gróflega gegn þremur stúlkum: Barnaníðsdómur þyngdur í 8 ár Brotamaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok júní að kröfu Ríkis- saksóknara, eftir að embættið fékk málið til ákærumeðferðar. Þá var tæpt ár síðan málið barst lögreglu til rannsóknar. Sýslumaðurinn á Selfossi, sem hafði forræði yfir málinu, fór ekki fram á gæsluvarðhald á þeim tíma þrátt fyrir að hafa undir höndum myndir sem sýndu gróft ofbeldi mannsins. Þetta sætti töluverðri gagnrýni þegar það komst upp, meðal annars af hálfu yfir- manns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gekk laus í ár eftir að málið kom upp KJARAMÁL Endurskoðunarákvæði gildandi kjarasamninga verð- ur ekki virkjað að þessu sinni. Ákveðið var á formannafundi Alþýðusambandsins (ASÍ) og fundi stjórnar Samtaka atvinnu- lífsins (SA) í gær að standa vörð um frið á vinnumarkaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frest til klukkan fjögur í dag til þess að virkja endurskoðunar- ákvæði samninganna sem skrif- að var undir í maí síðastliðnum. Fulltrúar ASÍ og SA munu funda vegna málsins í dag en munu ekki virkja ákvæðið. Á fundum beggja aðila kom fram mikil óánægja með fram- göngu ríkisstjórnarinnar sem þykir ekki hafa staðið við loforð sem sett voru fram í tengslum við gerð kjarasamninganna. Því hefur forsætisráðherra mótmælt. „Það er ljóst að þær forsendur sem voru fyrir gerð kjarasamn- inganna og snúa að atvinnurek- endum, svo sem varðandi kaup- mátt, gengi og verðlag, eru að ganga eftir. Það er því okkar sameiginlega niðurstaða að það sé ekki tilefni til viðbragða gagn- vart atvinnurekendum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „En það er líka alveg ljóst að það er mjög margt sem stendur út af í tengslum við samskipti okkar við stjórnvöld. Það kom fram á fundinum í dag að það er mjög mikil gremja út í ríkis- stjórnina og að orð hennar skuli ekki standa,“ segir Gylfi. Í sama streng tekur Vilmundur Jósefsson, formaður stjórnar SA. „Við vorum með fund í stjórn SA í dag og þar var ákveðið að fram- lengja kjarasamninga þrátt fyrir vanefndir á loforðum ríkisstjórn- arinnar. Þó mönnum svíði mjög hvernig ríkisstjórnin hefur hald- ið á málum, til dæmis haldið sjáv- arútveginum í gíslingu, þá mátu menn það svo að friður á vinnu- markaði kæmi atvinnuvegunum fyrir bestu.“ - mþl Mikils pirrings gætir hjá ASÍ og SA vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar: Kjarasamningum ekki sagt upp GYLFI ARNBJÖRNSSON VILMUNDUR JÓSEFSSON SPURNING DAGSINS Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA FÓLK „Ég var búinn að vera í dálít- inn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna,“ segir Kristján Már Gunn- arsson læknanemi, sem framfleyt- ir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsinga- miðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsing- ar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagn- aðinn af rafbókunum fæ ég send- an með ávísunum,“ segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslán- um og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður,“ segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Krist- ján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilat- riði að skrifa á ensku,“ segir Krist- ján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegn- um leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitar- niðurstöðunum,“ segir hann. Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kenn- ir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvu- kunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræð- inni og sinnir heilsublogginu í frí- tíma sínum. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni.“ gar@frettabladid.is Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. KRISTJÁN MÁR GUNNARSSON Læknaneminn fékk nóg af því að strita á pitsustað fyrir lág laun og hefur nú komið sér upp stöðugu tekjustreymi með blogginu Kris Health Blog á slóðinni kriskris.com. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður. KRISTJÁN MÁR GUNNARSSON LÆKNANEMI OG HEILSUBLOGGARI. Ómar, eruð þið svona fjöl- þreifin í Kópavogi? „Það er alveg ljóst að búfræðimennt- unin hefur aldrei nýst mér eins vel.“ Viðræður um meirihlutamyndun standa nú yfir í Kópavogi og þar þreifa víst allir á öllum. Búfræðingurinn og framsóknar- maðurinn Ómar Stefánsson þekkir vel að þreifa á búfénaði. BANDARÍKIN Stuðningur þing- manna í Bandaríkjunum við tvö umdeild frumvörp sem beinast gegn hugverkaþjófnaði hefur minnkað snarlega eftir öldu mót- mæla í vikunni. BBC greindi frá því í gær að minnst átta þingmenn í báðum deildum þingsins hefðu endur- skoðað afstöðu sína. Repúblik- aninn Marco Rubio sagði lögin þurfa meiri yfirlegu. Þau þykja vega að tjáningar- og athafna- frelsi netnotenda og mættu and- stöðu um heim allan. - þj Lög um netnotkun Í BNA: Fjarar undan frumvörpunum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.