Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2012 17 Það berast ekki allt of margar fréttir af þinginu þessa dag- ana þar sem aukið er á svigrúm fólks til leita hamingjunnar og ráða sér sjálft. En það er sjálf- sagt að hrósa þingmönnum þegar það gerist. Nýsamþykkt þings- ályktunartillaga um að heimila staðgöngumeðgöngu í velgjörðar- skyni er skref í rétta átt. Ef við gefum okkur það að allir séu fæddir frjálsir og ekki eigi að banna fólki að gera það sem ekki skaðar aðra, er erfitt að finna góð rök fyrir því að meina konum að ganga með börn fyrir aðra. Raunar sama hvort greitt sé fyrir „greiðann“ eða ekki. Mótrökin í þessu máli ganga meira og minna út á það að vernda fólk fyrir sjálfu sér, af umhyggju fyrir því, auðvitað. Margir líta á staðgöngumæður sem fórnarlömb. En sé litið til þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið, t.d. dæmis rannsókna Elly Teman á staðgöngumæðrum í Ísrael og í Bandaríkjunum, virðist sú ímynd ekki vel studd. „En börnin?“ En afgreiðum þetta fyrst út frá sjónarhorni barnsins. Gefum okkur það að það sé gott að vera til. Af því leiðir að öll mótrök sem byggja á vísun í réttindi barnsins eru fremur léttvæg, ef beiting þeirra á að leiða til að barnið verði aldrei til. Sam- félagið hefur líka farið yfir þessa umræðu áður. Jú, það getur kannski þótt einhverjum fúlt að hafa aldrei kynnst erfðafræðileg- um föður sínum, en rétturinn á að vita uppruna sinn getur varla trompað réttinn til að vera til. „Ósvaraðar spurningar“ Stundum má heyra þann frasa, bæði hér, sem annars staðar þar sem reynir á endurskilgreiningu fjölskyldunnar, að „mörgum sið- ferðislegum spurningum sé enn ósvarað“. Það má vera að ein- hverjir hafi ekki svarað þeim eða þori ekki að segja hvert þeirra svar sé en tæknifrjóvgan- ir, ættleiðingar einstaklinga eða samkynhneigðra, allt þetta kall- aði fram einhverjar spurningar og öllum þeim var svarað, þótt það hafi ekki endilega allir sam- mælst um svarið frá fyrsta degi. Auðvitað má huga að ýmsu: „Hver er mamman? Hvað ef foreldrum snýst hugur? Hvað ef konan vill halda barninu? Á barnið rétt á að vita hver stað- göngumóðirin er?“ Það er sjálf- sagt að lögin taki á þessum spurningum til að spara þeim sem hafa hagsmuna að gæta óþarfa ferðir upp í Héraðsdóm. En hafi menn það til dæmis á tilfinningunni að það sé mjög algengt að staðgöngumóður- inni snúist hugur, þá virðist sú tölfræði helst byggð á banda- rískum sjónvarpsþáttum. Þau tilfelli virðast mjög sjaldgæf í raunveruleikanum (minna en 1/10.000 skv. Dr. Elly Teman, svo eitthvað sé nefnt). Ekki í illgjörðarskyni? Gert er ráð fyrir að staðgöngu- meðganga verði einungis leyfð í velgjörðarskyni, en ekki gegn greiðslu. Það mætti raunar alveg sjá hina hliðina á þessu máli. Í Ísrael, þar sem staðgöngumeð- ganga hefur verið leyfð í á annan áratug, má staðgöngumóðirin hvorki vera skyld fjölskyldunni sem á að fá barnið né leggja til eggfrumuna sjálf. Þetta er kannski til umhugsunar hér, í þjóðfélagi sem virðist gjarnt á að telja að sumar athafnir séu ásættanlegar sem greiði við vin eða fjölskyldumeðlim en orðn- ar hæpnar ef farið er út fyrir þann hóp og peningar bætast í spilið. Væri t.d. betra að gjafa- sæði kæmi alltaf frá vinum eða ættingjum? Af sama meiði eru áhyggjur manna af því að einhverjir kynnu að sérhæfa sig í öllu því sem staðgöngumeðgöngu fylgir og jafnvel „hagnast á því“. Ekki er ástæða til að amast við slíku fremur en það er ástæða til að amast við tilvist ættleið- ingarstofa. Væri betra að hvert einasta par sem vildi ættleiða barn þyrfti sjálft að finna upp hjólið og hringja í munaðar- leysingjahæli um heim allan? Milliliðir eru einmitt til að afla sér reynslu, létta sporin og verja fólk fyrir svikahröppum. Jákvætt fyrsta skref Þrátt fyrir að ef til vill hefðu skrefin mátt vera hugrakkari og koma fyrr, þá er engu að síður gleðilegt að þingið hafi ákveð- ið að leyfa staðgöngumeðgöngu á Íslandi. Þau álitamál sem upp kunna að koma yfirskyggja ekki það góða sem felst í því að nýjum einstaklingum er gert kleift að verða til. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Frelsi til að vera til Tveir forsvarsmenn Landspítal-ans, Björn Zoëga og Jóhannes Gunnarsson, segja í nýbirtri grein að bygging háskólasjúkrahúss sé sparnaður á erfiðum tímum. Enn- fremur að verkið þoli enga bið, að því hnígi fjárhagsleg, samfélags- leg og fagleg rök. Augljóslega er hagræðing að hýsa stofnunina á einum stað. Sömuleiðis borðliggjandi að betra sé fyrir innlagða sjúklinga að dvelja í einmenningi. Einnig að tími starfsfólks nýtist betur á minna svæði. En að málið þoli enga bið tel ég alrangt. Bygging nýs Landspítala er risavaxið inn- grip, ekki bara fjárhagslegt heldur líka samfélagslegt. Húsið útheimt- ir breyttar áherzlur í heilbrigðis- þjónustu til framtíðar sem og gjör- breytta ímynd borgarinnar. Hvað byggingaráform snertir hafa forvígismenn Landspítala gengið í fararbroddi ásamt stjórn- málamönnum. Á of mörgum svið- um þjóðlífsins höfum við séð svona skrúðgöngur og almenningi ætlað að húrrahrópa samsíða lúðra- blæstrinum. Misvitrar ákvarðanir síðustu ára sitja í okkur flestum og því sjálfsagt að spyrja hvort þörf- in á nýju háskólasjúkrahúsi sé yfir höfuð svona aðkallandi? Hvað á að gera við gömlu Landspítalabygg- ingarnar og Borgarspítalann? Á allt þetta húsnæði að grotna niður eða á að ráðast í viðhald og breyt- ingar samhliða nýbyggingunum? Dugir það til að uppfæra húsin svo þau mæti þörfum núsins? Væri skynsamlegra að byggja í Foss- voginum þar sem svæðið er meira miðsvæðis auk þess sem deili- skipulag leyfir okkur að byggja upp í loftið? Er kostnaðaráætlunin raunhæf eða enn ein brellan til að koma hugðarefnum í óafturkræfan farveg? Annað eins hefur nú gerst og nægir að minna á Hörpuna sem varð næstum fimmfalt dýrari en upphaflega stóð til. Samkvæmt ofantöldu er þetta því ekki bara spurning um stað- setningu og stærð heldur líka um raunverulega þörf. Öll þjóðin hefur fylgst með geigvænlegum niðurskurði í heilbrigðismálum og röng ákvörðun nú mun breyta samfélagsgerðinni til framtíð- ar. Vill fólk háskólasjúkrahús og vísindasamfélag í skiptum fyrir smærri einingar sem þjón- að hafa í heimabyggð? Telur fólk stóra einingu veita betri þjón- ustu en þá minni? Er stór eining endilega hagkvæmari rekstrar- lega en minni? Telur heilbrigðis- starfsfólk hag sínum betur borg- ið í stærri einingu en minni? Um þetta snýst málið í raun, forgangs- röðun fjármuna og eðli heilbrigð- isþjónustunnar. Við getum ekki fengið allt og verðum að velja. Það er því ótækt að forsvarsmenn Landspítala leiði umræðuna til lykta, þeirra draumur gæti reynst þjóðinni martröð og miklu betra fyrir alla, ekki sízt áðurnefnda heiðursmenn, að fara þess á leit við Alþingi að þjóðin verði spurð: Vill hún nýtt sjúkrahús eða ekki? Nýr Landspítali: Fyrir þjóðina eða læknana? Nýr Landspítali Lýður Árnason læknir AF NETINU Sjálfbærni lífeyrissjóða Undanfarið hefur verið mikið rætt um sjálfbærni lífeyrissjóða og þær mismunandi kröfur sem þingmenn og stjórnvöld setja líf- eyrissjóðum. Þeir hafa sett lög um að allir aðrir lífeyrissjóðir en þeirra eigin verði að vera sjálfbærir, það er að iðgjöld og ávöxtun standa undir útborgun lífeyris. Ef iðgjöld og ávöxtun standi ekki undir skuldbindingum verði að skerða lífeyri. Ef iðgjöld og ávöxtun er umfram útborgun lífeyris verði að hækka lífeyri. Benedikt Jóhannsson stærðfræð- ingur hefur farið nokkrum sinnum ítarlega yfir þetta í vikuriti sínu Vís- bendingu í vetur og bent á hversu alvarleg staða sé að skapast í líf- eyriskerfi þingmanna og ráðherra og nokkurs hóps opinberra starfsmanna. Lífeyriskerfi þessa hóps sé allnokkuð fjarri því að vera sjálfbært og hefur Benedikt sýnt fram á að skuldir þessa kerfis skipti hundruðum milljarða og fari hratt vaxandi. http://gudmundur.eyjan.is Guðmundur Gunnarsson Kemur þér ekki við Yfirmenn eftirlitsstofnana á borð við Matvælastofnun og Umhverfisstofnun eru innilega sannfærðir um, að eftirlitið komi almenningi ekki við. Eftirlitið sé bara einkamál embættismanna og viðkomandi framleiðenda og innflytjenda. Neytendur eru aðeins pupull í augum embættismanna, hvar sem er í kerfinu. Þessu þarf að breyta. Í fyrsta lagi þarf að reka verstu dólgana úr öllum þessum stofnunum. Ekki bara segja jamm og humm á Alþingi eins og Steingrímur J. Sigfússon. Í öðru lagi þarf að taka afganginn af staffinu og hrista hann rækilega á námskeiðum í neytendavernd og upplýsinga- skyldu stjórnvalda. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS. 10 TIL 18 /// LAU. 10 TIL 16 FÁÐU ÞÉR VANDAÐA VEIÐIBYSSU Á MEÐAN EITTHVAÐ MÁ! FLOTT ÚRVAL AF HAGLABYSSUM OG RIFFLUM Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI Á RÝMINGARSÖLU SPORTBÚÐARINNAR ALVÖRU AFSLÁTTUR OG FULLT AF ALLSKONAR Á GÓÐU VERÐI LÉTTÖL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.