Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 22
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR22 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Elskuleg móðir og tengdamóðir okkar, Borghildur Gísladóttir Hraunbæ 103, Reykjavík, andaðist mánudaginn 16. janúar síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. janúar kl. 13.00. Arnbjörn Jónsson Helga Karlsdóttir Grétar Jónsson Þórdís Guðjónsdóttir Sóley Jónsdóttir Árni Guðbjartsson Þórður Jónsson Guðbjörg Ingólfsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Grétu Þorbjargar Steinþórsdóttur Freyjugötu 30, Reykjavík. Ragnar Bragason Þorsteinn Bragason Ólöf Örnólfsdóttir Kristín Bragadóttir Karl Einarsson Steinþór Bragason Hildur Þorbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Huldu Þórðardóttur fyrrv. bankastarfsmanns. Hólmsteinn Þórarinsson Svana I. Þórðardóttir Charlotta O. Þórðardóttir Úlfar Gunnar Jónsson Hulda Hrönn Úlfarsdóttir Aðalsteinn Finsen Edda Sólveig Úlfarsdóttir börn og tengdafjölskyldur. Systir mín, Þórhildur Benediktsdóttir Grænavatni í Mývatnssveit, er dáin. Jarðarförin fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn 21. janúar klukkan 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Benediktsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Eyrún Eyjólfsdóttir Rúna andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. janúar. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 24. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonssamtökin og Kraft. Alfons Jónsson Ágústa Guðmundsdóttir Aldís Jónsdóttir Eyjólfur Kristinn Jónsson Kristrún Jenný Alfonsdóttir Inga María Eyjólfsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, frænka og amma, Kristín Sigríður Klemenzdóttir Brekku, Svarfaðardal, lést á heimili sínu hinn 16. janúar. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 23. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri eða Krabbameinsfélagið á Akureyri. Gunnar Jónsson Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir Steinunn Elva Gunnarsdóttir Klemenz Bjarki Gunnarsson Margrét Víkingsdóttir Guðrún Elín Klemenzdóttir Sigurður Marinósson Halldór Ingi Ásgeirsson Elín Inga Halldórsdóttir Kristín Kolka, Þorsteinn Jakob, Úlfhildur Embla, Þuríður Oddný, Gunnar Logi og Valgerður Freyja Ástkær bróðir okkar, Sævar Þór Þórisson andaðist þriðjudaginn 17. janúar á Sjálfsbjargarheimilinu, Hátúni 12, Reykjavík. Ævar Rafn Þórisson Viðar Örn Þórisson Edda Una Þórisdóttir Snorri Sturluson Sóley Björk Sturludóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur T. Guðmundsson áður til heimilis að Álfhólsvegi 72, Kópavogi, andaðist þriðjudaginn 17. janúar á Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi, Kópavogi. Sveinn G. Guðmundsson Gerður K. Karlsdóttir Bjarni Guðmundsson Ida M. Semey barnabörn og barnabarnabörn. Tveimur ungum listakonum, þeim Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísar- dóttur og Jóhönnu Kristbjörgu Sigurð- ardóttur, var í gær veittur styrkur úr Dungal listasjóði. Sjóðurinn, sem hét áður Listasjóður Pennans, var stofn- aður árið 1992 af hjónunum Gunnari B. Dungal og Þórdísi Öldu Sigurðar- dóttur, þáverandi eigendum Pennans hf., til minningar um foreldra Gunn- ars, Margréti og Baldvin P. Dungal. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja unga myndlistarmenn sem eru að feta sín fyrstu skref á myndlistarbrautinni. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að þær Katrín Inga og Jóhanna Kristbjörg hafi vakið athygli fyrir framsækin verk og það sé von dóm- nefndar að styrkurinn verði þeim frekari hvatning. Auk peninga- styrks kaupir sjóðurinn verk eftir listamennina. Myndlist Katrínar einkennist af athöfnum, gjörningum og innsetn- ingum þar sem hún veltir upp áleitum spurningum um listina, eðli hennar og tilgang í samfélaginu. Á nýliðnu ári hélt hún sýningar í Gallerí Klósetti, Gallerí Crymo og Gallerí Töflu. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda sam- sýninga og margs konar listviðburð- um hér á landi og erlendis frá árinu 2008. Hún stofnaði ásamt nokkrum listfræðinemendum Artíma Gallerí. Hún situr í stjórn Sequences, er einn þátttakenda í Northern Video Art Net- work og er formaður Félags listfræði- nema við HÍ. Hún vinnur nú að stórri einkasýningu í Nýlistasafninu ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Verk Jóhönnu Kristbjargar eru iðu- lega málverkainnsetningar, þar sem hún raðar saman málverkum á veggi í bland við aðra miðla, á borð við vídeó, skúlptúra og gjörninga. Hún hefur hald- ið tvær einkasýningar, í Crymo Galleríi og Listasal Mosfellsbæjar, auk samsýn- inga og þátttöku í listtengdum viðburð- um. Þá var hún meðlimur í Crymo Gall- eríi og á myndefni og texta í bókinni „Treystið okkur við erum myndlistar- menn“ sem gefin var út um starfsemi gallerísins í samstarfi við bókaútgáfuna Crymogeu. Auk þess er Jóhanna með- stofnandi og stjórnandi Gallerí Klósetts ásamt því að vera stofnandi og einn af sjö listamönnum hópsins Conclusion of Solution. Fram undan er sýning Jóhönnu í Nýlistasafninu með listakonunni Myriam Bat Yosef. holmfridur@frettabladid.is Ungar listakonur hljóta styrk FRAMSÆKNAR LISTAKONUR Þær Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir hlutu í gær styrk úr Dungal listasjóði, sem hjónin Gunnar Dungal og og Þórdís Alda Sigurðardóttir hafa rekið frá árinu 1992. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.