Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1989, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.05.1989, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 19X9; 75: 149-55 149 Þ. Herbert Eiríksson, Guðmundur Þorgeirsson, Sigurður B. Þorsteinsson HJARTAÞELSBÓLGA Á ÍSLANDI 1976 - 1985 NÝGENGI - ORSAKIR - AFDRIF ÚTDRÁTTUR Tíðni hjartaþelsbólgu á íslandi árin 1976-1985 var könnuð með athugun sjúkraskýrslna á sjúkrahúsum landsins, auk þess sem krufningaskýrslur voru kannaðar. Á þessu 10 ára tímabili fannst 71 sýking hjá 67 einstaklingum. Nýgengi hjartaþelsbólgu var 2,96/100 þúsund íbúa/ár. Algengustu sýklategundir voru streptokokkar, alls 30 tilfelli, þar af vírídans streptókokkar í 14, og ekki blóðleysandi (nonhemólýtískir) streptokokkar í 8 tilfellum. Staphylococcus aureus ræktaðist í 17 sýkingum. Langflestar sýkinganna voru í vinstri hjartalokum og í 8 tilfellum var um sýkingu í gerviloku að ræða. Af þeim sem veiktust voru 44 (62%) í áhættuhópi hjartaþelsbólgu vegna hjartasjúkdóms eða af öðrum ástæðum og í tveimur tilvikum virtist skortur á forvarnarsýklalyfjagjöf við tannaðgerðir hafa stuðlað að sýkingu. Við innlögn var ekki lýst hjartaóhljóði hjá 20 sjúklingum og skráning á skoðun m.t.t. húð- og augnbotnabreytinga er fylgt geta hjartaþelsbólgu var oft ónákvæm. Við innlögn voru 34 sjúklingar (47,8%) með 10 þúsund hvít blóðkorn/míkrólítra blóðs eða færri og 15 þeirra (21,2%) höfðu sökk undir 20 mm/klst. Hjartaómskoðun var gerð á 29 sjúklingum. Tuttugu og einn (72,4%) hafði jákvæð teikn um hjartaþelsbólgu og í nokkrum tilvikum var sjúkdómsgreiningin byggð á niðurstöðum ómskoðunar. Alls þurftu 9 sjúklingar lokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu. Tuttugu og fjórir sjúklingar (33,8%) dóu og í 14 tilvikum greindist sjúkdómurinn fyrst við krufningu. Af þeim 24 sjúklingum sem dóu, höfðu fimm fengið viðeigandi sýklalyf lengur en þrjá daga fyrir andlátið. INNGANGUR Hjartaþelsbólga (infective endocarditis) er alvarlegur sjúkdómur sem oft leiðir til Frá lyflækningadeild Landspítalans. Barst 13/12/1988. Samþykkt 07/03/1989. langvarandi veikinda og dauða. Sjúkdómsmyndin hefur mjög breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því William Osler lýsti sjúkdómnum árið 1885. Veldur þar m.a. tilkoma sýklalyfja, minnkandi algengi hjartasjúkdóma af völdum gigtsóttar og þróun i hjartaskurðlækningum. Rannsóknin sem hér er kynnt nær til 10 ára tímabils (1976-1985) og tekur til alls íslands. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, kyn- og aldursdreifingu og orsakir þessa sjúkdóms hérlendis, afdrif sjúklinganna og huga að hugsanlegum breytingum á sjúkdómnum á þessu árabili. Höfundum er ekki kunnugt um aðra rannsókn á hjartaþelsbólgu sem tekur til heillar þjóðar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Farið var í gegnum sjúkraskýrslur á sjúkrahúsum landsins, þar sem sjúkdómsgreiningin hjartaþelsbólga fyrirfannst og í sérhverju tilviki var lagt mat á réttmæti sjúkdómsgreiningarinnar, m.a. með samanburði við niðurstöður úr krufningum þar sem þær höfðu verið framkvæmdar. Þá var og farið í spjaldskrá Rannsóknarstofu Háskólans yfir krufningar á árabilinu 1976-1985 og leitað eftir sjúkdómsgreiningunni hjartaþelsbólga og þannig fundin tilfelli sem voru greind eftir dauða. Við teljum að með þessum hætti höfum við náð til flestra ef ekki allra tilfella sjúkdómsins hér á landi á þessu 10 ára tímabili. Þau skilmerki sem við lögðum til grundvallar við mat á sjúkdómsgreiningunni voru eftirfarandi: 1) Hjartaþelsbólga við aðgerð eða krufningu. 2) Hiti, hjartaóhljóð, minnst ein jákvæð blóðræktun án annarra sjúkdóma sem geta gefið samskonar sjúkdómsmynd. 3) Hiti, hjartaóhljóð og ummerki segareks til smáæða, án annarra sjúkdóma sem geta gefið samskonar sjúkdómsmynd ásamt með viðhlítandi svörun við sýklalyfjameðferð, þrátt fyrir neikvæðar blóðræktanir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.