Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1989, Side 17

Læknablaðið - 15.05.1989, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 159 Afturbati var hægur en eftir nokkurra mánaða sjúkrahúsdvöl útskrifaðist hún heim (tafia I). Sjúkrasaga 3. I janúar 1988 var 68 ára stórreykingakona lögð á sjúkrahús vegna versnandi mæði. Hún hafði tvívegis áður verið lögð inn vegna lungnaþembu og öndunarbilunar. Hafði hún þurft súrefnisgjöf heima og einnig eftir innlögn. Eftir 15 daga dvöl á sjúkrahúsinu þurfti að gera aðgerð vegna gats á pokaristli. Sama dag greindist Iungnabólga í vinstra lunga (tafla 1). Var hafin meðferð með ampísillíni, gentamísíni og metrónídazóli. Daginn eftir aðgerð var tekið sog frá barka og sýndi Grams litun lítið af einkjömungum (monocytes) en engar bakteríur. Úr sýninu ræktaðist lítið af Acinetobacter og Aspergillus fumigatus en fjómm dögum síðar L. pneumophila sermiflokkur 1. Þá var tekið hrákasýni og tókst einnig að rækta legíónellu úr því, þrátt fyrir að konan hefði fengið erýþrómýsín í tvo daga. Eina sýnið sem tekið var í mótefnamælingu gegn Legionella var tekið fimm dögum eftir greiningu lungnabólgunnar og var mótefnatítri gegn L. pneumophila sermiflokk 1, 1/32. Öndunarbilun leiddi konuna til dauða 18 dögum eftir innlögn. Krufning sýndi lungnabólgu og ígerð í báðum lungum, auk ígerða í hjarta og nýrum. Ekki var reynt að rækta frá þeim. Sjúkrasaga 4. 1 apríl 1987 var 54 ára karl lagður inn á sjúkrahús vegna þrálátrar íferðar í hægra lunga. Hafði hann reykt töluvert í 20 ár. Rannsóknir leiddu í ljós ífarandi kirtilmyndandi krabbamein í hægra lunga. Var gerð brjóstholsaðgerð og teknir mið og neðsti lappi hægra lunga. Fór hann stðan á gjörgæslu og fékk meðferð með pensilíni og súrefni. Eftir aðgerð hafði hann hita og tíð mæðisköst. Gerðar voru margar tilraunir til að rækta frá honum bakteríur en án árangurs. Níu dögum eftir aðgerð var beðið um legionellaræktun úr Tafla 1. Undirliggjandi sjúkdómur Tími frá aögerö til töku Legionella jákvæös sýnis Tími frá upphafi einkenna til töku jákv. sýnis Legionella ræktuö frá: Mótefnatítri L. pneumophila sf. 1 Afdrif sjúkl. Sjúkl. Aldur/kyn. Hráki berkjusk. TTA 1 38 ára karl Reykingar - 4 dagar + 1/2-1/128 Lifði 2 72 ára kona C.O.L.D. Reykingar Brjóstholskeri og 8 dögum síðar brjóstholsaðgerö 16 dögum síöar jákvætt sýni 9 dagar + + 1/4-1/64 Lifði 3 69 ára kona C.O.L.D. Öndunarbilun Reykingar Kviðarholsaðgerð sama dag og lungnabólga var greind, daginn fyrir töku jákvæðs sýnis 2 dagar + + 1/32 Dó 4 54 ára karl Reykingar Kirtilfrumu- krabbamein Brjóstholsaögerð 36 dögum fyrir töku jákv. sýnis 9 + <1/2 Dó 5 73 ára kona Chronic pyelonephritis Hypertension Emphysema Aðgerö vegna aneurysma á aorta abdominalis 5. d. siðar jákv. sýni 3 dagar + <1/2 Dó 6 83 ára karl Interstitial fibrosis - Óvíst 8-14 dagar + 1/32 Dó 7 76 ára karl Angina pectoris Hypertension Interstitial fibrosis Reykingar Aðgerð vegna aneurysma á aorta abdominalis 8 dögum síðar jákv. sýni 5 dagar + 1/2-1/8 Dó 8 37 ára kona Systemic lupus erythematosus 7 dagar + + <1/2-1/4 Liföi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.