Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 28

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 28
170 LÆKNABLAÐIÐ borgið með því að forðast samneyti við samkynhneigða. Viðhorf. í töflu V kemur fram að rúm 60% aðspurðra töldu ekki rétt að einstaklingar sýktir af alnæmisveiru ynnu við matvæli. Enginn munur var á skoðun þessari eftir atvinnu aðspurðra. Viðhorfin voru þó háð þekkingu á smitleiðum sjúkdómsins (mynd 1). Þannig var beint línulegt samband milli þekkingarstigs (fjöldi réttra svara við 10 spurningum um smitleiðirj.og hlutfallslegs fjölda aðspurðra á hverju þekkingarstigi sem var sammála því að fólk með alnæmisveirusmit ynni við matvæli (r2 = 0,880, p< 0,005). Þannig voru 73% aðspurðra með þekkingarstig 10 á þeirri skoðun en einungis 3% þeirra sem voru með þekkingarstig 5. Mun jákvæðari viðhorf gagnvart sýktum einstaklingum komu fram þegar innt var eftir því hvort aðspurðir myndu neita að vinna með þeim. Rúmlega 80% sögðu svo ekki vera (Tafla VI). Um 17% aðspurðra sem unnu við iðnað voru mótfallnir því að vinna með fólki Tafla IV. Eðli hegðunarbreytinga. Breytt hegðun Fjöldi % 95% ör- yggismörk Forðast samkynhneigða .... .. . 3 5,5 1,1-15,1 Nota smokka ... 9 16,4 7,8-28.8 Velja rekkjunauta af meira kostgæfni ...29 52,7 38,8-66,4 Mæling mótefna gegn alnæmisveiru ... 2 3,6 0,4-12,5 Annað 12 21,8 11,8-35,0 sýktu af alnæmisveiru gagnstætt 8,6-9,2% í öðrum starfsstéttum (p<0,005). Skoðun aðspurðra á þessu var einnig háð þekkingu á smitleiðum (mynd 2). Mjög sterk tengsl voru milli þekkingarstigs og hlutfallslegs fjölda aðspui ðra á hverju þekkingarstigi sem taldi sig ekki myndu neita að vinna með fólki sýktu af alnæmisveiru (r2 = 0,855 p< 0,005). Þannig kváðust tæplega 70% þeirra sem höfðu þekkingarstig 3 neita að vinna með sýktum einstaklingi en innan við 10% þeirra sem höfðu þekkingarstig 7 eða hærra. Langflestir aðspurðra, eða 80,3% (95% öryggismörk 78,7%-81,6%) töldu rétt að taka þá einstaklinga »úr umferð« sem væru óvarkárir í hegðun sinni. Mynd 1. Tengsl viðhorfa aðspurðra til starfa smitaðra við matvæli og þekkingar þeirra á smitleiðum alnæmisveiru. Þekkingarstig: Fjöldi réttra svara við 10 spurningum um smitleiðir alnœmisveiru. %: hlutfall aðspurðra (í %) á hverju þekkingarstigi sem hlynntir eru störfum smitaðra við matvæli. y= 10.714X - 46.429, R-squared: .88 Tafla V. Álit aðspurðra á því hvort fótk smitað af alnæmisveiru eigi að vinna við matvœli. Niðurstöður eru í % og jlokkaðar eftir aninnu aðspurðra. Opinber Starf við matvæli Iðnaður þjónusta Verslun Annað Alls Já................ 25,1 29,9 26,8 24,0 26,2 Nei............... 58,6 55,8 61,4 65,3 60,8 Veitekki.......... 16,3 14,3 10,5 10,7 13,0 Tafla VI. Hlutfall aðspurðrasem myndu neitaað vinna með einstaklingi sýktum af alnœmisveiru. Niðurstöður eru i% og flokkaðar eftir atvinnu aðspurðra. Opinber Iðnaður*) þjónusta Verslun Annað Alls Neita............. 17,4 8,6 9,2 9,2 11,4 Neitaekki......... 75,1 86,2 81,0 82,6 80,9 Vita ekki.......... 7,5 5,3 9,8 8,2 7.7 *) p<0.05. y = 8,976x +16.155, R-squared: .855 Mynd 2. Tengsl milli álits aðspurðra á því að vinna með einstaklingi, sýktum af alnæmisveiru og þekkingar aðspurðra á smitleiðum alnœmis. Þekkingarstig: Fjöldi réttra svara við 10 spurningum um smitleiðir. alnamisveiru. %: hlutfall aðspurðra (í %) á hverju þekkingarstigi sem ekki myndu neita að vinna meðfólki smituðu af alnæmisveiru.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.