Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 48

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 48
188 LÆKNABLAÐIÐ þrota og bjúgsöfnun. Telur sig hafa verið hitalausan. Við skoðun voru hendur þrútnar með töluverðum bjúg á handarbökum og öllum fingrum. Dálítið spólulag á efri íingurliðum beggja handa og úlnliðum. Getur lítið kreppt hendur og er aumur við hreyfingar. Þroti og liðpokaþykknun á hægri olnboga og hægri ökkla, aðrir liðir eðlilegir. Hiti var 38 gráður við komu. Rannsóknir sýndu: Blóðrauði 133, sökk 33, hvít blóðkorn 9.700. Plasmaprótín voru eðlileg nema hækkun á haptóglóbíni (3,91) og órósómúkóíði (1,18). Algengustu lifrarpróf, sermikreatínin, þvagrannsókn og hjartarafrit voru eðlileg. Rheumaton (+), Raha neikvætt, ELISA <4, ANA neikvætt. Húðsýni sýndi væga íferð eitil- og vefjafrumna umhverfis æðar í undirhúð og í stöku bletti, í neðri lög yfirhúðar. Sýni frá gagnaugaslagæð var án bólgubreytinga. Röntgenmyndir sýndu slitbreytingar í spjaldliðum, fótum, úlnliðum og höndum. III. Fertug kona sem hefur verið hraust utan tæplega árs sögu um sviða og þrota í augum sem hefur ráðist illa við, þrátt fyrir meðferð á vegum augnlækna. Rúmlega hálfum ntánuði fyrir innlögn fór að myndast þroti og roði umhverfis báða ökkla með eymslum og stirðleika. Síðan bjúgsöfnun, verkur og eymsli í efri fingurliðum, hnúum, olnbogum og höndum. Augneinkenni höfðu versnað stuttu áður. Fékk erýþrómýsín í 14 daga án árangurs. Við skoðun voru eymsli yfir hnúum, efri fingurliðum og hægri olnboga. Nokkur bjúgur á fingrum og höndum. Þroti ytir ökklunt og dálítill roði. Bjúgur á ristum og upp á kálfa. Væg tárabólga en aðallega þó hvarmabólga. Kynfæraskoðun eðlileg, engin þvagrásarbólga, engar eitlastækkanir. Rannsóknir sýndu: Blóðrauði 132, sökk 20, hvít blóðkom 9.800. Plasmaprótín eðlileg nema hækkun á haptóglóbíni 3,99 og órósómúkóíði 1,51. Kortísól eðlilegt, CRP 16,5. Raha neikvætt, ELISA <4, ANA(+), SSA neikvætt. HLA - B 27 jákvæð. Sermikreatínín, þvagskoðun, veiru, jersinía og ASO-mótefni eðlileg. Hjartarafrit eðlilegt. Röntgenskoðun handa og úlnliða sýndi vægar slitbreytingar í litlu fingrum og hægri baugfingri. Frá leghálsi ræktaðist klamýdía. Ræktanir frá þvagrás og augum voru eðlileg. MEÐFERÐ I: Meðhöndlaður með naproxen, prednísólón 5 mgx2 og oxýklórokvíni (plaquenil) 400 mg á dag auk sjúkraþjálfunar. Svaraði meðferð vel, varð einkennalaus á átta vikum, en þá hafði bjúgurinn runnið algerlega af höndum og þrýstingseinkenni frá lófataug horfin. Sökk féll í 5 á 14 dögum. Var útskrifaður eftir 16 daga sjúkrahúslegu á prednísólóni 5 mgx2, oxýklórokvíni 300 mg á dag auk naproxen 500 mgx 1-2. Prednísólóni var hætt á tólftu viku án þess að sökk hækkaði og voru einkenni þá væg eymsli og stirðleiki í hnúaliðum. Oxýklórokvíni var haldið áfram 300 mg á dag og við síðustu komu fimm mánuðum eftir að meðferð hófst var sjúklingur verkjalaus, sökk var 5 og CRP <3. Einu einkennin voru eymsli í hnúum ef sjúklingur tók upp þunga hluti. II: Meðferð var hafin við komu með prednísólóni 15 mgxl og oxýklórokvíni 400 mg á dag. Varð sjúklingur hitalaus á öðrum degi og einkennalaus á sex vikum. Hætt var við prednísólón eftir 18 vikur. Þá var sökk 16 en hækkaði í 23 án þess að einkenni versnuðu. Sex mánuðum eftir útskrift var hann verkjalaus en aðeins örlaði á morgunstirðleika. Oxýklórokvín var minnkað í 300 mg á dag á 14. degi og haldið óbreyttu síðan. III: I byrjun þótti líklegt að sjúklingur hefði liðbólgu í kjölfar gamakvilla eða Reitersheilkenni. Var konan meðhöndluð með súlíndaki (clinoril) 200 mgx2 og fiúokortolón- augndropum. Klamýdíasýking var meðhöndluð með erýþrómýsíni 500 mgx3 í 10 daga. Varð hún nánast verkjalaus á nokkrum dögum og dró úr þrota en sökk var áfram 20. Við eftirlit mánuði síðar höfðu liðir batnað. Þroti var að mestu horfinn úr höndum. Hafði þó af og til stingi í höndum og ökklum við álag. Hætti hún sjálf við lyfin nokkru síðar og versnaði fyrst á eftir en við skoðun fimm mánuðum eftir útskrift var hún aftur búin að jafna sig, ekkert var að sjá á liðum og sökk var 6. UMR/EÐA Þótt meirihluti sjúklinga með liðagigt hafi gigtarþætti í sermi er samt fjöldi sjúklinga

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.