Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 26

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 26
168 LÆKNABLAÐIÐ Tafla I. Skoðanir svarenda á því hvaðan þeim komu þœr upplýsingar um alnœmi sem þeim þóttu áreiðanlegastar. Svarendur 18-75 ára 18-24 ára 25-75 ára Fjöldi (n) n % n °7o n °7o kí2 P'*) Ýmsir fjölmiðlar*) 334 29,9 33 16,8 301 32,8 19,88 <0,0005 Blöð/tímarit 83 7,5 10 5,1 73 8,0 12,34 <0,0005 Útvarp 16 1,4 4 2,0 12 1,3 1,08 e.m. Sjónvarp 300 26,9 36 18,3 264 28,8 9,06 <0,005 Fjölmiðlar alls 733 64,1 83 42,1 650 70,8 59,21 <0,0005 Fræðslubæklingar 98 8,8 54 27,4 44 4,8 103,5 <0,0005 Heilbrigðisstarfsfólk/landlæknir 139 12,5 15 7,6 124 13,5 5,16 <0,025 Skóli 28 2,6 21 10,7 7 0,8 60,92 <0,0005 Kunningjar/starf 38 3,4 4 2,0 34 3,7 0,92 e.m. Úr ýmsum áttum 28 2,6 13 6,6 15 1,6 14,37 <0,0005 Engar áreiðanlegar upplýsingar 17 1,5 1 0,5 16 1,7 0,95 e.m. Neita að svara/vita ekki 34 3,1 6 3,0 28 3,3 e.m. Alls 1115 197 918 *) Ýmsir fjölmiðlar: Svarandi treysti sér ekki til að nefna einn miðil. **) Munur á svörum 18-24 ára og 25-75 ára aldurshópa. e.m. ekki marktækt. Árið 1986 1. Bæklingur sendur öllum 15-24 ára ungmennum í landinu, svo og 13-14 ára ungmennum á Reykjavíkursvæðinu (42.600 eintök). 2. Kerfisbundin fræðsla hafin í öllum framhaldsskólum og í efstu bekkjum grunnskóla í landinu (14-20 ára aldurshópar). Fræðsluna önnuðust heilbrigðisstarfsfólk (læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar) eða kennarar (aðallega líffræðikennarar) sem höfðu fengið sérstakar upplýsingar um alnæmi. Fræðslan var byggð á skyggnum og myndbandi, auk umræðna í skólastofu. Talið var að 95% 14-16 ára unglinga hefðu notið þessarar fræðslu og um 65% 17-20 ára unglinga (af þeim aldurshópi eru um 70% í skóla) (3). 3. Umfjöllun fjölmiðla hélt áfram með sjónvarps- og útvarpsþáttum, blaðauka og auglýsingum. 4. Fyrirlestrar ýmsum áhugahópum til handa að þeirra beiðni héldu ennfremur áfram. Árið 1987 1. Bæklingur póstsendur á hvert heimili landsins (80.000 eintök). 2. Fræðsla á vinnustöðum með yfir 50 starfsmenn. Hjúkrunarfræðinemar á 4. ári náms önnuðust fræðslu þessa og var hún hluti af námi þeirra. Haldnir voru stuttir fræðslu- og umræðufundir á vinnustöðum, venjulega í matar- eða kaffihléi starfsfólks á um 60 vinnustöðum. 3. Upplýsingabæklingur fyrir ferðamenn. 4. í samvinnu við lyfsala voru kaupendum nála og sprauta í lyfjabúðum afhentar upplýsingar um notkun þeirra. 5. Bæklingur í 30.000 eintökum um »hættulaust kynlíf« á vegum samtaka homma og lesbía (Samtökin ’78). 6. Veggspjöldum var dreift víða um land, þar sem ýmsir þjóðkunnir einstaklingar og aðrir minna þekktir hvöttu til aukinnar notkunar smokka. 7. Bæklingur um smokkanotkun. 8. Alþýðuleikhúsið setti upp leikþáttinn »Eru tígrisdýr í Kongó?« eftir Finnana Johan Bargum og Bengt Ahlfors. Leikritið var einnig sýnt á mörgum vinnustöðum, í skólum og víðar. 9. Merking sölustaða sem selja smokka. 10. Auglýsingar í dagblöðum og tímaritum. Skoðanakannanir Til mats á þekkingu og viðhorfum íslendinga til alnæmis voru tvær skoðanakannanir gerðar í mars og september 1987. Hin fyrri var framkvæmd á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands og voru spurningar felldar inn í almenna þjóðmálakönnun stofnunarinnar. Hina síðari framkvæmdi Gallupstofnunin á íslandi í tengslum við alþjóðlega könnun á alnæmi á vegum Gallup. Báðar kannanirnar fóru fram símleiðis. í könnun Félagsvísindastofnunar var

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.