Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 167-72 167 Sigurður Guðmundsson, Haraldur Briem, Kristján Erlendsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Ólafur Ólafsson, Guðjón Magnússon, Vilborg Ingólfsdóttir, Sóley Bender FRÆÐSLA UM ALNÆMI Á ÍSLANDI OG MAT Á ÁRANGRI INNGANGUR Alnæmi hefur nú breiðst til velflestra landa heims og vera kann að sjúkdómurinn verði eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál veraldar á næstu áratugum. Lokastig sjúkdómsins hafði greinst í 138 löndum um mitt ár 1988 og talið er að milli 5-10 milljónir manna hafi sýkst af alnæmisveiru, þar af um 500 þúsund í Evrópu og ein til ein og hálf milljón í Norður Ameríku (1). Allt bendir til að enn líði allmörg ár þar til virkt bóluefni verður tiltækt ef framleiðsla þess tekst á annað borð. Lyfjameðferð er enn í burðarliðnum. Þau ráð sem áður hafa helst nýst til að halda smitsjúkdómum í skefjum eru því ekki til reiðu. Varnaraðgerðir gegn sjúkdómnum hafa því að mestu verið fólgnar í almenningsfræðslu sem hefur einkanlega beinst að því hvernig forðast megi smit. Fræðslu hefur bæði verið beint til fólks í svonefndum áhættuhópum, (fíkniefnaneytendum og fólki sem samrekkt hefur mörgum, bæði sam- og gagnkynhneigt) auk alls almennings. Niðurstöður nokkurra rannsókna benda til þess að sums staðar hafi samkynhneigðir karlar breytt kynhegðun sinni eftir að þekking þeirra á alnæmi jókst, einkum þar sem útbreiðsla sjúkdómsins er veruleg (2). Ekki er þó vitað hvort rekja má þessar hegðunarbreytingar til skipulagðra fræðsluherferða eða hvort þekkingarinnar var aflað á annan hátt. Minna er vitað um viðbrögð almennings við sjúkdómnum. Er þar ekki aðeins átt við beina þekkingu heldur ekki síður hvort þekkingin hafi leitt til breytinga á eigin hegðun og viðhorfum til annarra, sérstaklega fólks í áhættuhópum. Á íslandi hófst fræðsla um alnæmi árið 1983 og hefur hún verið skipulögð síðan 1985. í þessari greinargerð er leitast við að leggja mat á árangur þeirrar fræðslu og eru tvær skoðanakannanir sem Frá lyflækningadeild Borgarspítala, lyflækningadeild Landspítala og landlæknisembættinu. Niðurstöður þessar voru kynntar í erindi »The AIDS campaign in Iceland and its results« flutt á IVth Internationa! Conference on AIDS 12.-16. júní 1988, Stokkhólmi. Barst 28/09/1988. Samþykkt 07/02/1989. fram fóru árið 1987 lagðar þar til grundvallar. Markmið kannananna var að afla upplýsinga um hvaðan fólki kæmu þær upplýsingar um alnæmi sem það taldi áreiðanlegastar, auk þess sem leitast var við að meta þekkingu almennings og ekki síður viðhorf til sýktra einstaklinga. AÐFERÐIR Markmið Markmið fræðslunnar voru að kynna almenningi ákveðnar staðreyndir um alnæmi, orsök sjúkdómsins og einkenni, smitleiðir (sérstök áhersla var lögð á smit við samfarir karls og konu og aðstæður sem sjúkdómurinn smitast ekki við), áhættuhegðun, varnir og loks félagsleg áhrif. Helstu leiðir Árið 1983. 1. Fundur með samtökum homma og Iesbía (Samtökin ’78). Smitleiðir ræddar. 2. Ráðleggingar í Fréttabréfi lækna um greiningu alnæmis. Árið 1984. 1. Upplýsingar til dagblaða. Árið 1985. 1. Bæklingi dreift í 30.000 eintökum á sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, læknastofur, tannlæknastofur, lyfsölur og víðar. 2. Upplýsingaþjónusta í síma. 3. Sérstakir umræðufundir og fyrirlestrar fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, löggæslumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk í ferðaþjónustu, sjómenn, ýmsa klúbba og góðgerðarfélög, kaupsýslumenn o.s.frv. (oft að eigin beiðni). 4. Þátttaka fjölmiðla (sérstaklega eftir að fyrsta tilfelli á lokastigi sjúkdómsins greindist í landinu, svo og eftir að skimun var hafin á blóðgjöfum) með blaðagreinum, útvarpsþáttum, sjónvarpsþætti, viðtölum o.fl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.