Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 163 nýlegrar sýkingar eða 1/64 en í því tilviki var einungis tekið eitt sýni fjórum dögum eftir upphaf veikinda. Hjá sjúklingi 6 var líklega um mótefnahækkun að ræða þótt hann næði ekki því marki sem sett er sé einungis um eitt sýni að ræða. Samkvæmt ströngustu kröfum höfðu fjórir sjúklingar ekki hækkuð mótefni gegn legíónella (sj.4, 5, 6 og 8). Hugsanlegt er þó að sjúklingunum hafi ekki verið fylgt nógu lengi eftir með mótefnamælingum. Talið er að fjórar vikur geti liðið uns fólk með legíónellasýkingu fær marktæka mótefnahækkun í örkekkjunarprófi (23) , sem mælir aðallega IgM og 4-13 vikur í (11, 21) í óbeinu glitmótefnaprófi (indirect immunofluorescence), sem mælir aðallega IgG. En einnig hefur því verið haldið fram að um 25% af sjúklingum með legionellosis sýni ekki mótefnahækkanir gegn bakteríunni (24) . Þrír þeirra sem höfðu marktæka hækkun á mótefnum gegn L. pneumophila sermiflokk 1 höfðu einnig marktæka hækkun í mótefnum gegn öðrum legíónellum (sj. 2, 3 og 7). Hér var líklega um krossvirkni mótefna að ræða, þar sem ekki ræktaðist annar sermiflokkur frá sjúklingunum. Niðurstöður mótefnamælinga sem gerðar hafa verið á íslendingum benda til þess að tíðni legíónellasýkinga sé töluvert hærri en ræktanir bakteríunnar frá sjúklingum benda til. í lungnabólgurannsóknunum á Landspítalanum (5) og á Borgarspítalanum (6) höfðu 17% hækkun á mótefnum gegn legíónella á Landspítalanum og 14% á Borgarspítalanum. Af blóðgjöfum í Blóðbankanum höfðu 21- 55% mótefnatítra >1/16 gegn algengari tegundum legionella stofna (7). I rannsókn á bömum á Landakotsspítala (8) reyndust 22% hafa hækkun sem talin var benda til nýlegrar sýkingar. Mótefnamælingamar í öllum þessum rannsóknum voru gerðar með örkekkjun. En hvers vegna hafa svo fáir verið greindir með legionellosis? Skýringar á því gætu verið nokkrar: Líklegt er að menn geti fengið mótefnahækkanir gegn legíónella án þess að veikjast alvarlega. Pontiac fever (25) er þekkt mildara form legíónellasýkingar. Einnig er hugsanlegt að unnt sé að fá mótefnahækkanir án þess að veikjast, eins og talið er að geti verið fyrir hendi með böm (26, 27). Annar möguleiki er að legionellosis sé vangreind hér á landi. Einungis em um þrjú ár, síðan farið var að rækta bakteríuna hér og virðast ekki allir læknar hafa vitað um þennan möguleika. Er því líklegt að ekki hafi verið beðið um ræktun í öllum þeim tilfellum sem grunur vaknaði um legionellosis. Talið hefur verið að ræktunaraðferðir séu ekki nógu næmar (19). Sýnt hefur verið fram á að eðlileg bakteríuflóra í hálsi getur hamið vöxt legíónella (28) og gæti það valdið erfiðleikum við að rækta frá hrákasýnum. Hugsanlegt er að örkekkjun gefi falsk jákvæðar niðurstöður, einkum ef ekki er um að ræða hækkun á mótefnum milli paraðra sýna. Sýnt hefur verið fram á að mótefni gegn sumum tegundum af pseudomonas og bordetella geti tengst legíónellamótefnavökum í örkekkjun og óbeinu glitmótefnaprófi (29, 30). Þekkt er að IgG og IgM mótefni gegn legíónella geta mælst hækkuð í allt að tvö ár eftir upphaflegu sýkinguna (23, 31). Algengi sýkingarinnar á ári, metið út frá blóðvatnsprófum, gefur því líklega hærri gildi en raunverulegt nýgengi á ári er. Ræktun legíónella tekur fjóra til sjö daga og hefur fljótlegri greiningaraðferðum verið lýst. Þær helstu eru DNA-þreifarar (DNA-probes), beint glitmótefnapróf (direct immunofluorescence) á sýnum frá sjúklingum og leit að mótefnavökum í þvagi. DNA-þreifarar fyrir legíónellur virðast vera nokkuð sérhæfðir fyrir þær, en mismunandi næmir (32, 33). Enn sem komið er hefur einungis verið skrifað um geislamerkta DNA- þreifara fyrir þessar bakteríur. Það kallar á dýr tæki til að nema geislunina auk þjálfunar starfsfólks. Beint glitmótefnapróf er ekki talið eins næmt og ræktun (19, 24). Samkvæmt Edelstein (24) er ræktun 1,5-3 sinnum næmari. Einnig er nokkuð um falsk jákvæð próf þegar aðrar bakteríur tengjast mótefnunum, sérstaklega ef ekki er um einstofna mótefni (monoclonal) að ræða (34). Mikill fjöldi legíónellutegunda og sermisflokka sem þyrfti að prófa fyrir gerir prófið líka óheppilegra. Sérþjálfað starfsfólk þarf til að lesa af þessum prófum. Er því erfitt um vik að gera þetta að »rútínu« prófi á Sýkladeildinni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.