Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 37

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 177 athuga önnur svæði á íslandi og jafnframt lyfjanotkun á sjúkrastofnunum sérstaklega. Á rannsóknartímabilinu voru allir heilsugæslulæknar svæðisins við störf. Aðeins einn þeirra vissi um rannsóknina og kann það að skekkja samanburð á honum við aðra lækna. Mikill munur er á fjölda lyfjaávísana hvers læknis, sjá mynd 3. Það að einn læknir ávísar um 25% allra lyfseðla á róandi lyf og svefnlyf á íbúa alls rannsóknarsvæðisins hlýtur að vekja ýmsar spumingar. Þessi rannsókn getur þó aðeins varpað ljósi á vissa þætti málsins. Þessi mikli munur skýrist að hluta til út frá fleiri samskiptum þessa læknis við sjúklinga sína (8). Líklegt er þó að hluti af skýringunni liggi í ávísanavenjum læknisins sjálfs, svipað og gerist með ávísanir á sýklalyf (9). Athygli vekur hátt hlutfall símalyfseðla hjá læknum í Hafnarfirði en rúmlega helmingvi lyfseðla á róandi lyf og svefnlyf er ávísað í gegnum síma. Könnun sem gerð var í dreifbýli í Noregi (13) sýndi að 63% lyfseðla á geðlyf var ávísað í gegnum síma. Þar hefur einnig verið lýst ákveðnu sambandi milli læknis og sjúklings, svo kölluðu »repeat- prescription syndrome« þar sem lyfjum er ávísað endurtekið til sjúklings án þess að það fari fram með beinu sambandi milli sjúklings og læknis. Ekki er vitað hve margar þessara lyfjaávísana eru lyfjaendumýjanir, trúlega eru þær það flestar. Hitt er ljóst að endurteknar lyfjaávísanir án beins sambands milli læknis og sjúklings eru líklegri til að valda því að lyfjameðferð sjúklinga verði ekki eins markviss og ella. Hlutverk þessarar könnunar var fyrst og fremst að athuga hvemig ávísanavenjum lækna á rannsóknarsvæðinu er háttað. Mikilvægi svona rannsókna er ótvírætt. Niðurstöðumar eru gagnlegar læknum til sjálfsmats, heilbrigðisyfirvöldum leiðbeinandi við eftirlit og stjómun lyfjamála og hvati til frekari rannsókna á lyfjanotkun. SUMMARY A survey on drug prescriptions outside hospitals was conducted in Sudumes and Hafnarfjördur districts in Iceland during the period 1-15th of April 1986. This study describes prescriptions on tranquillizers and hypnotic drugs, focusing on prescribing habits by individual GPs. It is recommended to take age into account when defined daily doses (DDD) are used for comparison between nations with different age distribution of their population. A new model of calculating DDD/1000 individuals in each age group/day is demonstrated. Totally 8 585 DDD of tranquillizers and 8 657 DDD of hypnotics/sedatives were prescribed during the period. As expected the use of these drugs increased with age in both sexes. More tranquillizers (p< 0.001) and hypnotics/sedatives (p< 0.001) were prescribed in Sudumes compared with Hafnarfjördur district. One doctor was responsible for 25% of all prescriptions for tranquillizers and sedatives/hypnotics in these two districts. HEIMILDIR 1. Bergman U, Grímsson A. Wahba AHW. Westerholm B. Studies in drug utilization. Copenhagen: WHO 1979; 3-29. 2. Olafsson O, Grímsson A. Neyzla ávana- og ffkniefna og geðlyfja á íslandi. Læknablaðið 1977; 63: 65-8. 3. Petersen IJ. Notkun lyfja. Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Júní 1987. 4. Carmody J, Boyle R, Butler P, Douglas P, Dwyer D. Pattems of the use of benzodiazepines in Australia. Med J Aust 1977; 2: 666-8. 5. Rosser WW, Simms JG, Patten DW. Forster J. Improving benzodiazepine prescribing in family practice through review and education. Can Med Assoc J 1981; 124: 147-53. 6. Nordiska lákemedelsnámnden. Nordisk lákemedelstatistik 1981-1983. Uppsala 1986: Del 1: 187-99. 7. Bjömsson G, Olafsson O. Um lyfjaávísanavenjur stofulækna í þéttbýli og dreifbýli á Islandi og samanburður við önnur lönd. Landlæknisembættið 1985. 8. Sigurðsson JA, Oddson A, Magnússon G, Jónsson H, Blöndal Þ. Avísanir á lyf. Könnun á lyfjaávísunum lækna utan sjúkrahúsa á Suðumesjum og í Hafnarfirði. Læknablaðið 1989;75: 63-6. 9. Oddson A, Jónsson H, Magnússon G, Sigurðsson JA. Avísanir á sýklalyf. Könnun á ávísanavenjum heimilislækna á sýklalyf á Suðumesjum og í Hafnarfirði. Læknablaðið 1989; 75: 91-5. 10. Tellnes G, Bjömdal A, Fugelli P. Psychotropic dmg users and non-users in general practice. Scand J Prim Health Care 1986; 4: 131-5. 11. Pétursson Pi. Samskiptaskráning í Bolungarvík. Obirtar niðurstöður. 12. Þórarinsson S. Egilsstaðarannsóknin. Obirtar niðurstöður. 13. Anderson JE. Prescribing of tranquillizers to women and men. Can Med Assoc J 1981; 125: 1229-32. 14. Tellnes G, Bjömdal A, Fugelli P. Psychotropic dmg prescribing in general practice. Scand J Prim Health Care 1986; 4: 137-41. 15. Bass MJ, Baskerville JC. Prescribing of minor tranquillizers for emotional problems in a family practice. Can Med Assoc J 1981; 125: 1225-6. 16. Grímsson A, Olafsson O. Drug prescription in Iceland. Br J Prevent Soc Med 1977; 31: 65-6. 17. Ólafsson Ó, Sigfússon S, Grímsson A. J Epidemiol Community Health 1980; 34, 305-8.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.