Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 41

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 181 að það sé mat hjúkrunarfólks og lækna að hún bæti líðan sjúklingsins. Nýleg grein frá bandarísku sjúkrahúsi sýndi, að urn það bil 70% sjúklinga sem deyja hafa rituð fyrirmæli gegn endurlífgun. Af þeim er um það bil helmingur með fyrirmæli um fulla meðferð allt að endurlífgun en helmingur með fyrirmæli um líknandi meðferð eingöngu (8). A hjúkrunarstofnunum má beita sömu grunnhugmyndum og útfærslu en þar þarf auk þess að taka afstöðu til vistunar á bráðasjúkrahúsi. Ef vistun á bráðasjúkrahúsi er ekki lengur í þágu sjúklingsins og að hans ósk þarf að taka afstöðu til meðferðar innan hjúkrunarstofnunarinnar svo sem sýklalyfja- og næringarmeðferðar. Þróun þessara mála hefur eðlilega orðið með nokkuð öðrum hætti á Islandi en í Bandaríkjunum og við höfum aðlagað okkur að tækninni á okkar hátt. Er nú tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál opinskátt og semja okkar eigin leiðbeiningar gegn lífslengjandi meðferð? Viðræður við sjúkling og fjölskyldu hans um takmarkanir á læknismeðferð eru erfiðar og krefjast nærgætni. Við megurn hins vegar ekki loka augunum fyrir þörf slíkrar umræðu ef við viljum veita bestu og mannlegustu meðferð sem völ er á hverju sinni. Stefnumótandi leiðbeiningar varðandi takmörkun á meðferð geta auðveldað umræðuna með því að skilgreina mismunandi meðferðarmarkmið og ef ákveðið er að takmarka meðferð, tryggt meðferð sem er hvorki um of né van. Pálmi V. Jónsson HEIMILDIR 1. Institutional Protocols for Decisions About Life- sustaining Treatments. Special Report. Congress of the United States. Office of Technology Assessment 1988. 2. Cameron DJ, Memick MH. Do-not resuscitate orders. JAMA 1986; 256: 2677. 3. Pearlman RA, Uhlman RF. Perception of quality of life in elderly patients with cardiovascular disease. Cardiovasc Care 1986; 2: 142-58. 4. Starr TJ, Pearlman RA, Uhlman RF. Quality of life and resuscitation decisions in elderly patients. J Gen Intem Med 1986; I: 373-9. 5. President's Commission for the study of Ethical Problems in Medicine and Biomedical and Behavioral Research: Deciding to Forego Life- Sustaining Treatment: A Report in the Ethical, Medical, and Legal Issues in Treatment Decisions. Govemment Printing Office 1983. 6. Kouwenhowen WB, Jude JR, Knickerbocker GG. Closed-chest cardiac massage. JAMA 1960; 173: 1064-7. 7. Bedell SE, Delbanco TL, Cook EF et al. Survival after cardiopulmonary resuscitation in the hospital. N Engl J Med 1983; 309: 569-79. 8. Johnson PV, McNamee M, Campion EW. The »Do Not Resuscitation« Order. A Profile of Its Changing Use. Arc Intem Med 1988; 148: 2373-5.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.