Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 36

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 36
176 LÆKNABLAÐIÐ ávísunum á róandi lyf og 276 ávísunum á svefnlyf (hlutfall 1,5:1). Af róandi lyfjum var langmest ávísað af diazepam eða um 76% (mynd 5). Þar af var íslenska framleiðslan með virka efninu diazepam notuð í 82% tilvika. í flokki svefnlyfja var triazolam (sérlyfið Halcion) algengast eða í 64% tilvika. UMRÆÐA Rannsókn þessi er faraldsfræðilegs eðlis, þar eð aðferðin sem notuð er við innheimtu gagna tryggir að svo til hver einasta ávísun á fbúa svæðisins kemst til skila. Hugsanlegt er að einhverjir lyfseðlar sem leystir hafa verið út í lyfjabúðum utan rannsóknarsvæðisins hafi ekki verið sendir til sjúkrasamlags til innheimtu. Þetta á sérstaklega við ef greiðsla sjúklings er jafnhá eða hærri en heildarverð lyfsins. Hér er líklega um mjög lítið magn að ræða, sem ekki er talið hafa áhrif á heildamiðurstöðuna. Rannsóknin nær yfir 15 daga tímabil í aprílmánuði. Ekki hefur verið sýnt fram á árstíðabundnar sveiflur í ávísunum á róandi lyf og svefnlyf (10) og teljum við því unnt að draga ályktanir um ávísað magn á ári út frá þessari rannsókn. í innlendum (11, 12) og erlendum (13, 14) könnunum hefur verið sýnt fram á að konur nota meira af lyfjum í þessum flokkum en karlar. Kynjahlutfallið er þar svipað og í þessari rannsókn. Ymsar skýringar hafa DDD per 1,000 inhabitants per day Hafnarljoröur Egilsstaöir Fig. 6. DDD/1000 inhabitants/day of tranquillizers and sedatives/hypnotics in four districts and all lceland. The figures for Egilsstadir and all lceland are calculated from total drug sale records during the year 1986, but in the other areas the figures are based on studies of prescriptions outside hospitals 1-15th of april 1986. verið nefndar á þessum kynjamun svo sem að konur sæki meira til lækna en karlar eða að geðrænir kvillar, sérstaklega taugaveiklun (neurosis), séu algengari hjá konum og því sé tíðni ávísana á þessi lyf í réttu hlutfalli við tíðni þessara sjúkdóma hjá hvoru kyni (13). Erlendar rannsóknir sýna að konur nota almennt helmingi meira af þessum lyfjum en karlar (4). Fleiri þættir hafa þó eflaust áhrif. Nefna má könnun í Kanada (15) þar sem kom fram að konur og karlar með sömu geðrænu kvartanimar fá ekki samskonar meðferð og eru þá konur oftar meðhöndlaðar með lyfjum. í þessari rannsókn er reiknað út DDD/1000 íbúa í ákveðnum aldurshópum. Þessi aðferð eykur gildi samanburðar ávísaðs magns lyfja og aldurs sjúklinganna. Aður hefur verið stuðst við tíðni lyfjaávísana en þar eð fjöldi lyfseðla er einnig háður reglum um leyfilegt hámark sem ávísa má hverju sinni er sú aðferð síðri. Einnig getur mismunandi aldursdreifing íbúanna skipt verulegu máli við samanburð milli svæða eða landa. Einkum ef samanburðarlyf eru mismikið notuð í vissum aldurshópunum. Niðurstöður okkar sýna að notkun róandi lyfja og svefnlyfja er langmest í eldri aldurshópunum. Þetta hefur einnig verið staðfest í erlendum könnunum sem miða við tíðni ávísana í vissum aldurshópum (4, 14). Þegar þessar niðurstöður eru bomar saman við aðrar rannsóknir ber að hafa í huga að hér er eingöngu um ávísanir á lyf utan sjúkrahúsa að ræða. Lyfjanotkun var rannsökuð í Bolungarvík (10), á nákvæmlega sama tímabili og þessi athugun og nteð sömu aðferðum (sjá mynd 6). Niðurstöði frá Egilsstöðum (12) og fyrir allt Island (3) árið 1986 eru einnig áhugaverðar í þessu samhengi (mynd 6). Rétt er þó að taka fram að tölumar frá Egilsstöðum og landinu í heild eru ekki alveg sambærilegar við hinar tölumar á mynd 6 vegna þess að á Egilsstöðum er notkun lyfja á sjúkrahúsi Egilsstaða talin með og í landstölunum öll notkun á sjúkrastofnunum. Landstölumar eru heildsölutölur en hinar em lyfjamagn ávísað á íbúa svæðisins og hvorugar því raunverulegar neyslutölur. Hvorki þessi rannsókn né tölur frá Bolungarvík og Egilsstöðum skýra hina miklu notkun svefnlyfja sem fram kemur í könnun Ingólfs Petersen fyrir allt landið (3). Notkun svefnlyfja utan stofnana er aðeins tæpur þriðjungur landsmeðaltals á fyrmefndum stöðum. Þetta ætti að verða hvatning til að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.