Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 44

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 44
184 LÆKNABLAÐIÐ lnflúenza A. í apríl, maí og júní greindist infiúenza A hjá alls 49 sjúklingum. Með veiruleit í nefkokssýnum greindust 13 með inflúenzu A. Einn var búsettur á Höfn í Hornafirði þegar hann sýktist, en aðrir á Reykjavíkursvæðinu (mynd 2). Tveir voru fullorðnir, hinir böm fædd 1982 eða síðar. Með blóðvatnsprófunum greindist inflúenza A í 37 sjúklingum (mynd 1), þar af var einn einnig greindur með veiruleit. AILeningradl360/86 (H3N2). Alls mældist í Hl-prófum marktækur munur milli sýna á mótefnum gegn inflúenzu A/Leningrad/360/86 (H3N2), í sýnum frá 30 sjúklingum, í apríl, maí og byrjun júní 1988 (mynd 1). Búseta þeirra sem greindust var dreifð um nær allt land (niynd 2). Faraldurinn náði til allra aldurshópa, sá elsti var fæddur 1892 en sá yngsti 1987. Auk þess höfðu 3, sem hækkuðu marktækt gegn inflúenzu A í CF- prófi, há mótefni gegn A/Leningrad (H3N2) (myndir 1 og 2). Há mótefni gegn inflúenzu A/Leningrad (H3N2), en ekki marktækur munur milli sýna, mældust einnig hjá sjúklingum frá Blönduósi, Bolungarvík, Garðabæ, Grindavík, Keflavík, Laugarási, Olafsfirði, Olafsvík og Selfossi. Tveir þeirra, sem voru með infiúenzu A/Leningrad (H3N2), greindust einnig með inflúenzu B/Ann Arbor/1/86 á sama tíma Fjöldi sýnapara ■ A (H3N2) • A (H3N2) og B/Ann Arbor Tímabil 1988 Mynd 1. Inflúenza greind meö Hl- og CF-blóðvatns- prófum á níu vikna tímabili frá 3. apríl til 4. júní 1988. Heildarfjöldi hverrar súlu sýnir fjölda sýnapara. Miðað er við tökudag bráðasýnis. (mynd 1). Annar var búsettur á Akureyri hinn á Eskifirði. Þeir voru fæddir 1911 og 1947. Þá greindust aðrir tveir jafnframt með A/Taiwan/1/86 (HINl) (mynd 1). Annar þeirra var búsettur í Kópavogi hinn á Seltjamamesi. Þeir voru fæddir 1926 og 1982. AITaiwan/1186 (HlNl). Auk þeirra tveggja, sem mældust með marktækan mun á mótefnum gegn A/Leningrad (H3N2) og A/Taiwan (HlNl), greindust þrír sjúklingar með inflúenzu A/Taiwan (HlNl). Þeir greindust í apríl og maí 1988 (mynd 1). Þeir voru fæddir árin 1974, 1982 og 1983. Allir voru búsettir í Reykjavík eða nágrenni (mynd 2). Há mótefni gegn infiúenzu A/Taiwan (HlNl) mældust einnig í sýni frá sjúklingi búsettum á Olafsvík. Þá hækkuðu mótefni gegn inflúenzu A í CF- prófi hjá einum sem ekki var mældur í HI- prófi. Inflúenza B. I apríl, maí og júní 1988 greindist inflúenza B hjá alls 14 sjúklingum. Með veiruleit í nefkokssýnum greindust 9 með ínflúenzu B í maí og júní 1988. Einn var skráður með búsetu í Kanada. Einn var búsettur í Keflavík, en hinir voru af Reykjavíkursvæðinu (mynd 2). Allt voru þetta böm, eitt fætt 1979 en hin eftir 1984. Með blóðvatnsprófum greindust 5 sjúklingar með inflúenzu B (tafla 1). B/Ann Arbor/1/86. Auk þeirra tveggja, sem mældust með marktækan mun milli sýna Mynd 2. islandskort er sýnir dreifingu greindra inflú- enzusýkinga frá 3. apríl til 4. júní 1988 eftir búsetu sjúklinga. A (H3N2), A (H1N1) og B er inflúenza greind með blóðvatnsprófum. A inflúenza og B inflúenza eru greindar meö veiruleit og n er fjöldi greindra sýkinga á hverjum stað.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.