Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1989, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.05.1989, Qupperneq 20
162 LÆKNABLAÐIÐ lungnasjúkdóma og einn hafði krabbamein í lunga. Einn var með bandvefssjúkdóm og var á sterameðferð. Einn hafði ekki undirliggjandi sjúkdóma en hann var reykingamaður eins og fimm aðrir úr hópnum. Fjórir höfðu farið í skurðaðgerð í svæfingu (intubation) á sýkingartímanum. Sex voru yfir fimmtugt (meðalaldur hópsins 63 ár og miðgildi aldurs 70,5 ár). Sums staðar erlendis hafa legíónellur valdið allt að þriðjungi lungnabólgutilvika sem fólk fær á sjúkrahúsum (11). Ovíst er hversu oft spítalalungnabólga á Islandi stafar af völdum legíónella en rannsókn á lungnabólgu á Landspítala (5) benti til að í 20% (4/20) tilvika hafi verið um þessar bakteríur að ræða. Af þeim sjúklingum sem hér var sagt frá sýktust fimm af átta á sjúkrahúsi (sj. 2, 3, 4, 5 og 7) eftir að hafa legið þar í 5-36 daga. Sýkingartími bakteríunnar er talinn 2-10 dagar (4). Ekki er hægt að segja til með vissu hvemig bakteríumar hafa komist í lungu þessa fólks. Smit legíónella milli manna er ekki þekkt. Oftast hefur faraldur verið tengdur legíónellamenguðum úða frá neysluvatni, loftræstingu, loftkælikerfum, sturtuhausum, öndunarvélum eða rakatækjum (1,2, 16-19). A síðustu árum hefur einnig verið skrifað um möguleika á ásvelgingu (aspiration) (20) bakteríunnar úr koki eða með vatni sem drukkið er. Þekkt er að L. pneunwphila sermiflokkur 1 er í neysluvatni þeirra sjúkrahúsa sem þessir sjúklingar lágu á (9, 10) en ekki hefur verið rannsakað hvort um er að ræða sömu stofna af legionellum í vatninu og þá sem sýktu sjúklingana. í sumum sjúkratilfellana, sem hér var lýst, liðu nokkrir dagar frá greiningu lungnabólgunnar þar til leit að legíónellum hófst. Líklegt er að lækna hafi ekki grunað þessa bakteríu fyrr en eftir árangurslausa meðhöndlun með hefðbundnum sýklalyfjum. Sú spuming vaknar, hvort töf á greiningu legionellosis skýri háa dánartíðni (4/5 spítalasýkinganna). Þetta er hærra en í stóru uppgjöri á spítalalungnabólgum af völdum legíónella (11) í Bandaríkjunum, en þar dóu um 40%. Þó ber að hafa í huga að óheppilegt er að draga víðtækar ályktanir af jafnfáum tilfellum og sagt hefur verið frá í þessari grein. Einnig skiptir máli við samanburð hversu veikir sjúklingamir voru áður en þeir fengu legionellosis. Til að forðast töf á greiningu legionellosis, væri æskilegt að taka nýtt sýni frá lungum, ef lungnabólga batnar ekki eftir eins til tveggja sólarhringa meðferð með sýklalyfjum. Eins ætti að taka nýtt sýni ef fólki með lungnabólgu versnar aftur, þar sem líklegt er að legíónella geti komið í kjölfar annarra baktería og veirusýkinga í lungum. I sumum þeim sjúkratilfellum sem hér var sagt frá var sýklalyfjameðferð í upphafi sýkingarinnar umdeilanleg eða röng. Þetta skýrist að hluta af því að veruleg hætta er á að sýklalyfjameðferð verði ómarkviss þegar orsök sýkingarinnar er óþekkt. Við Grams litun á hráka- og barkaástungusýnum, sem L. pneumophila ræktaðist frá, sást lítið af bakteríum. Þetta er í samræmi við það sem áður hefur verið lýst (21, 22). Talið er að lítið af legionellum berist upp með hráka. Þekkt er að legíónellur lifa meðal annars í átfrumum og því erfitt að koma auga á þær í umfryminu. Einnig getur skipt máli að allir sjúklingamir, sem hér var sagt frá, höfðu fengið sýklalyf fyrir sýnatöku. I þessum sýnum sást lítið af hvítum blóðkomum en annars staðar hefur ýmist verið lýst að mikið sé um þau eða lítið (21, 22). Hjá öllum sjúklingunum var tekið blóð a.m.k. einu sinni til mótefnamælinga gegn legíónella. Æskilegt er talið að taka fyrsta sýnið sem næst upphafi veikinda. Annað sýni þarf að taka 10-14 dögum eftir byrjun sjúkdóms. Fleiri blóðsýni skal taka síðar ef ástæða þykir til, s.s. ef legionellaræktun hefur verið jákvæð án hækkunar í mótefnum, ef mótefnin mælast ákveðið hækkandi/lækkandi án þess að ræktun sé jákvæð eða ef legionellosis þykir mjög líkleg án þess að tekist hafi að rækta bakteríumar. Hjá fimm sjúklingum (sj. 1, 2, 4, 7 og 8) voru tekin a.m.k. tvö sýni í mótefnamælingu með um 10 daga millibili. Marktæk mótefnahækkun (í >1/32 og/eða fjórföld hækkun í títer) gegn L. pneumophila sermiflokk I fannst hjá þremur þeirra (sj. 1, 2, og 7). Hjá sj. 3 fundust mótefni gegn L. pneumophila sermiflokk 1 sem benda til

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.