Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 40

Læknablaðið - 15.05.1989, Síða 40
180 LÆKNABLAÐIÐ verið fræddur um sjúkdóm sinn og horfur hafnar meðferð eða þegar nær engar líkur eru á jákvæðum árangri meðferðar. Til eru þeir sem alfarið hafna þessum forsendum. Aðrir eru tortryggnir þar sem leiðbeiningamar geta hugsanlega leitt til misnotkunar. Leiðbeiningar sem eru illa útfærðar eða eru notaðar ranglega geta virst réttlæta vanhugsaðar ákvarðanir, dreift ábyrgð á slíkum ákvörðunum eða reynst ósveigjanlegar. Leiðbeiningar sem eru vandlega samdar og útfærðar nákvæmlega geta hins vegar samtímis tryggt hagsmuni sjúklingsins og skýrt skyldur heilbrigðisstéttanna. Helstu kostir slíkra leiðbeininga eru: 1) minni óvissa (og kvfði) starfsfólks um hvað er leyfilegt og réttlætanlegt, 2) færri skyndiákvarðanir og/eða einhliða ákvarðanir lækna, 3) aukin aðild sjúklings og fjölskyldu hans í ákvörðunartökunni, 4) minnkaður vafi og ágreiningur um útfærslu fyrirmæla um takmarkaða meðferð, 5) aukin samúð hjúkrunarfólks með sjúklingnum þar sem lögð er áhersla á jákvæð meðferðarmarkmið, önnur en að lengja líf dauðvona sjúklings, 6) auðveldara gæðamat á heilbrigðisþjónustu. Stefnumótandi leiðbeiningar gegn endurlífgun urðu til í Bandaríkjunum og er saga þeirra um margt lærdómsrík. Endurlífgun var fyrst kynnt í lok fimmta áratugarins og breiddist út á þeint sjötta (6). Þessi meðferð hefur þann sérstaka og augljósa eiginleika að henni þarf að beita samstundis ef von á að vera um árangur. Það er því enginn tími til að íhuga gildi endurlífgunar fyrir hvem einstakan sjúkling þegar hjartað hefur hætt að slá. Þessi staðreynd leiddi til þeirrar útbreiddu skoðunar í Bandaríkjunum að endurlífgun skyldi reynd við hjarta- og öndunarstoppi í öllum tilvikum enda þótt fljótlega væri viðurkennt að endurlífgun ætti ekki alltaf rétt á sér. Endurlífgun hefur með tímanum sannað gildi sitt í meðferð bráðra hjartsláttartrufiana frá sleglum meðal hjartasjúklinga, sérstaklega á hjartagjörgæsludeildum og þegar vitni eru að því að sjúklingur fer í hjartastopp og endurlífgunartilraunir eru hafnar samstundis. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að árangur er nær enginn meðal sjúklinga með útbreitt krabbamein, yfirþyrmandi sýkingu eða ef sjúklingurinn finnst látinn á almennri deild svo að dæmi séu tekin (7). Fyrstu fyrirmæli gegn endurlífgun komu fram áratug eftir að endurlífgun var fyrst kynnt en það tók önnur tíu ár fyrir sum sjúkrahús í Bandaríkjunum að taka upp slík fyrirmæli af sjálfsdáðum. Þremur áratugum síðar er rekstrarleyfi til sjúkrahúsa þar bundið því að formlegar leiðbeiningar um notkun fyrirmæla gegn endurlífgun séu til staðar (1). Skýrsla nefndar forseta Bandaríkjanna varðandi siðfræðileg vandamál í læknisfræði, líf- og sálfræðirannsóknum var stefnumarkandi rit í þessum efnum (5). Samkvæmt því eru lágmarksskilyrði fyrir fyrirmælum gegn endurlífgun þessi: 1) að sjúkdómshorfur og hugsanlegur árangur endurlífgunar hafi verið rædd við sjúklinginn eða fjölskyldu hans ef sjúklingurinn er of veikur til þess að taka þátt í ákvörðuninni, 2) þegar ákvörðun gegn endurlífgun hefur verið tekin verður að skrifa fyrirmæli þess efnis í fyrirmælabók læknis, 3) jafnframt verður að skrifa dagál þar sem greint er frá ákvörðuninni, þeim rökum sem að henni lágu og að hvað miklu leyti sjúklingurinn og/eða fjölskylda hans átti hlut að ntáli. Einföldustu fyrirmæli gegn meðferð við lok lífs kveða eingöngu á um endurlífgun en þar sem endurlífun er aðeins ein tegund lífslengjandi meðferðar hallast margir að viðameira kerfi sem varðar heildar meðferðaráætlunina og skilgreinir mismunandi stig meðferðar. Fyrimtælum má breyta frá einu stigi til annars eftir óskum sjúklingsins og gangi sjúkdómsins. Þetta kerfi tekur tillit til þess að sumum sjúklingum sem ekki væri hjálpað með endurlífgun ef hjarta þeirra stoppaði væri hugsanlega hjálpað með margvíslegri tæknilegri meðferð. /. Full meðferð. Ef fyrirmæli um takmarkaða nteðferð eru ekki skrifuð er litið svo á að sjúklingurinn hljóti fulla meðferð þar með talið tilraun til endurlífgunar ef svo ber við. II. Full meðferð allt að endurlífgun. Sjúklingur sem hefur fyrirmæli um fulla meðferð að endurlífgun getur flust á gjörgæsludeild og verið meðhöndlaður í öndunarvél. Ef hjarta hans hættir að slá er hins vegar ekki gerð tilraun til endurlífgunar. III. Líknandi meðferð eingöngu. Ef þessi fyrirmæli eru rituð er virkri meðferð hætt, annarri en þeirri sem varðar vellíðan sjúklingsins, svo sem gjöf verkjalyfja og hjúkrun. I slíkunt tilvikum er t.d. vökvameðferð ekki skilyrði nema því aðeins

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.