Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 185 á mótefnum gegn inflúenzu A/Leningrad (H3N2) og B/Ann Arbor/1/86, greindust þrír með inflúenzu B/Ann Arbor/1/86. Þeir voru greindir í apríl og maí (mynd 1). Einn var búsettur á Tjömesi (mynd 2) en var líklega á Akureyri þegar hann sýktist. Tveir voru búsettir í Reykjavík (mynd 2) en höfðu nýverið í Egyptalandi. Sjúklingamir voru fæddir 1908, 1926 og 1927. UMRÆÐA Sú mynd sem fæst af útbreiðslu inflúenzusýkinga og aldursdreifingu sýktra með greiningum er háð fjölda, búsetu og aldursdreifingu þeirra sjúklinga sem sýni eru send frá. Þótt heildartjöldi greindra sýkinga 1988 sé ekki hár benda niðurstöður þó til þess að inflúenza A(H3N2) hafi valdið hér faraldri þá um vorið. Greiningar sýkinga voru á afmörkuðu tímabili (mynd 1) og náðu til flestra landshluta (mynd 2). Dreifing greindra sýkinga fellur einnig að skráningu inflúenzusýkinga (4). Fyrstu þrjá mánuði ársins voru skráð innan við 100 sýkingar hvem mánuð. 1 apríl jókst fjöldinn í 755, í maí voru skráðar 1944 sýkingar og þeim fækkaði síðan í 220 í júní. Frá júlí til október dvalist loka voru skráðar færri en 50 sýkingar í hverjum mánuði. Nokkrir sjúklingar greindust með inflúenzu af gerðinni A(H1N1). Þeir voru búsettir í Reykjavík eða nágrenni. Sú gerð af inflúensu virðist því ekki hafa náð mikilli útbreiðslu. Intlúenza B greindist einnig á þessum tíma í Reykjavík, Akureyri og Eskifirði. Erfitt er að dæma um útbreiðslu hennar en líklega hefur ekki verið um skæðan faraldur að ræða. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart, því inflúenza A(H3N2), A(H1N1) og inflúenza B (5) fundust í öllum heimshomum á tímabilinu 1. október 1987 til 30. september 1988. Inflúenza A(H3N2) og inflúenza B höfðu svipaða útbreiðslu en inflúenza A(H3N2) orsakaði meiri veikindi. Hljótt var um inflúenzu A(H1N1) á fyrri hluta tímabilsins en hún varð útbreidd í Astralíu og Kína á seinni hluta þess. í Evrópu (5) var inflúenza seint á ferðinni og náði aðeins verulegri útbreiðslu í fáum löndum. Þar sem hún var útbreidd var aðalega um inflúenzu B að ræða. Inflúenzu A(H3N2) og A(H1N1) gætti minna. I Ameríku (5) var ekki mikið um skæða inflúenzu þó var faraldur af völdum A(H3N2) í Bandaríkjunum. Inflúenza B greindist víða um álfuna en náði ekki mikilli útbreiðslu á hverjum stað. Inflúenza A(H1NI) var fátíð. Þakkir: Sérstakar þakkir fá meinatæknamir Asdís Steingrímsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir fyrir rannsóknavinnu og prófessor Margrét Guðnadóttir fyrir góð ráð og ábendingar við greinarskrif. SUMMARY An epidemic caused by influenza A(H3N2) spread in Iceland during April, May and early June 1988. Some cases of influenza A(HIN1) and influenza B occurred at the same time. HEIMILDIR 1. McQuillin J. Gardner PS, and McGuckin R. Rapid diagnosis of influenza by immunofluorescent tecniques. Lancet 1970; 2: 690-5. 2. Grist NR, Ross CA and Bell EJ. Diagnostic methods in clinical virology. 2nd ed. London: Blackwell Scientific Publications 1974. 3. Palmer DF, Coleman MT, Dowdler WR and Schild G. Advanced laboratory techniques for influenza diagnosis, U.S. Department of Health, Education and Welfare, Puplic Health Service, Center for Disease Control, Atlanta, Georgia 1975; 25-62. 4. Farsóttaryfirlit janúar til október 1988. Útg. Landlæknir. 5. World Health Organization. Influenza in the world 1 October 1987-30 September 1988. Wkly Epidem Rec 1988; 63, 333-40.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.