Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 10
152 LÆKNABLAÐIÐ Nánari greining á vírídans streptókokkum var gerð í þremur tilvikum, þar af var um Streptococcus sanguis að ræða í tvö skipti og Streptococcus mitior í hinu þriðja. í þeim tveimur sjúklingum þar sem Streptococcus bovis var valdur að sýkingunni, greindust ekki sjúkdómar í ristli. Fimm sýkingar voru af völdum Staphylococcus epidermidis, þar af var gerviloka til staðar í þremur sjúklinganna. Sá sjúklingur sem hafði hjartaþelsbólgu af völdum Candida albicans, hafði hvítblæði og var meðhöndlaður með frumudrepandi lyfjum. Af þeim sjúklingum sem höfðu gerviloku er þeir veiktust af hjartaþelsbólgunni, höfðu allir 8 síðkomna sýkingu (> 60 dagar liðnir frá gervilokuísetningu) og því voru eins og vænta mátti þær sýklategundir sem ræktuðust frá þessum sjúklingum, svipaðar þeim sem ræktuðust frá hópnum í heild. Blóðræktanir reyndust neikvæðar frá fimm sjúklingum, eða í 7,1 % tilvika og þar af voru tveir á sýklalyfjum við komu á sjúkrahús. Greining fjögurra þessara sjúklinga byggðist á hjartaómskoðun ásamt klínískum ummerkjum sjúkdómsins og í tveimur tilvikum staðfestist Table IV. Clinicat outcome of infective endocarditis in lceland 1976-1985. Clinical course Number Per- centage Cured on medical therapy .... 39 54,9 Valve replacement 9*) 12,7 Died 24») 33,8 Diagnosed at autopsy 14 19,7 *) One of those who had a valve operation, died. Table V. Ciassification of fatal cases of infective endocarditis according to infective agents. Infective agents Number of cases Dead (°7o) S. aureus .... 17 6(35,3) S. viridans ... . 14 1 (7,1) Nonhemolytic streptococci .... .... 8 2(25,0) S. faecalis .... 2 0(0,0) S. bovis .... 2 0(0,0) Streptococcus, other .. . . 4 0(0,0) S. epidermidis . . .. 5 3 (60,0) E. coli ... . 3 2(66,6) Actinobacillus actinomycetemcomitans . . .. 1 0(0,0) Corynebacterium . . .. 1 0 (0,0) Pseudomonas . . . . 1 0(0,0) Candida albicans .... 1 1 (100) Blood cultures negative ... . 5 2 (40,0) Blood cultures not done ... . 7 7 (100) greiningin síðar við aðgerð. Eitt þessara fimm tilfella greindist fyrst við krufningu. Blóðræktanir voru ekki gerðar hjá 7 sjúklingum. Þeir dóu allir og í öllum þeim tilvikum uppgötvaðist sjúkdómurinn fyrst við krufningu. Sé áratugnum sem rannsóknin náði til skipt upp í tvö fimm ára tímabil og niðurstöður blóðræktana bornar saman (Tafla III), kemur í ljós að tímabilin tvö eru svipuð, nema hvað mun færri tilfelli af vírídans streptókokkum koma fyrir seinni 5 árin. Afdif. Lyfjameðferð ein sér dugði til lækningar í 38 sjúklingum (54,9%), en 9 sjúklingar (12,7%) þurftu aðgerð að auki þar sem sett var inn gerviloka (Tafla IV). Alls dóu 24 (33,8%) og þar af voru 14 sem fyrst greindust við krufningu. Af þessum 14 voru 10 eldri en sjötugir, 6 höfðu einhvers konar krabbamein og algengustu innlagnarástæður voru almennt lélegt ástand með slappleika, sleni og ónotum í kvið. Tveir þessara sjúklinga voru innlagðir vegna helftarlömunar, sem að líkindum hefur mátt rekja til blóðreks frá lokuhrúðri (vegetation). Af þeim 10 sjúklingum sem létust og höfðu greinst með hjartaþelsbólgu fyrir andlátið, höfðu 5 fengið viðeigandi sýklalyfjameðferð í þrjá daga eða lengur áður en þeir dóu. Ef árangur meðferðar er skoðaður með hliðsjón af tegundum sýkla (Tafla V), kemur í ljós að afdrif eru mjög mismunandi. Þannig er dánartíðni há við sýkingar af völdum E. coli og S. epidermidis, lægri þar sem S. aureus á í hlut, en áberandi lægst við sýkingar af völdum vírídans streptókokka. Af þeim 24 sem dóu (mynd 2), voru 14 konur, en 10 karlar og þar af voru 20 sjúklingar (83%) 60 ára eða eldri. EFNISSKIL Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis á hjartaþelsbólgu, en í flestum tilvikum hafa uppgjör á sjúklingahópum verið bundin við ákveðin sjúkrahús fremur en lönd eða þjóðir og þvi hafa ekki verið til áreiðanlegar tölur varðandi nýgengi sjúkdómsins. Á síðasta áratug hafa þó birst rannsóknir sem taka til ákveðinna landshluta eða fylkja (1-3), en þessi rannsókn sem hér er kynnt er að öllum líkindum sú fyrsta sem nær til heillar þjóðar. Nýgengi sjúkdómsins hér á landi reyndist vera 2,96 tilfelli/100 þúsund íbúa/ár, sem er sambærilegt við tölur Griffin og félaga frá Bandaríkjunum (1) og áætlaðar tölur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.