Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1989, Page 16

Læknablaðið - 15.05.1989, Page 16
158 LÆKNABLAÐIÐ lækni. Síðla árs 1987 var farið að sá öllum berkjuskolum á sama æti. Sýnunum var sáð á buffered charcoal yeast extract alfa-ketoglutarate (BCYE-alfa) æti (13) . Ætisskálamar voru settar í hitaskáp við 36°C og hafðar þar í raka. Þær voru skoðaðar daglega í að minnsta kosti viku. Bakteríugróðri sem líktist legíónellum var sáð á BCYE-alfa æti og blóðæti. Væri einungis bakteríuvöxtur á BCYE-alfa æti einum til tveimur dögum síðar, var gert glitmótefnapróf (direct immunofiuorescence) á gróðrinum. með mótefnum gegn legionellum. Þegar ástæða þótti til var gróður Grams litaður og gerð lífefnafræðileg próf til frekari greiningar. Til mótefnamælinga var notuð örkekkjun (14) á 4-10 legíónellategundum. Þær tegundir sem notaðar voru sem mótefnavakar voru: L. pneumophila sermiflokkar 1-6, L. hozemanii, L. dumoffii, L. gormanii og L. micdadei. Mótefnapróf var talið vera jákvætt ef mótefni hækkuðu fjórfalt eða meira milli sýna og ef mótefnatítri náði að minnsta kosti 1/32. Fjórföld lækkun mótefna taldist jákvætt próf væri sjúkdómurinn í rénum. Væri einungis um eitt sýni að ræða taldist það jákvætt ef mótefni náðu >1/64. Með örkekkjun er ekki alltaf unnt að greina með öryggi þá legíónellutegund sem sýkingunni veldur vegna krossvirkni mótefnanna (15). SJÚKRASÖGUR Sjúkrasaga 1. 1 janúar 1985 var 38 ára reykingamaður lagður á sjúkrahús vegna lungnabólgu. Hann hafði veikst erlendis fjórum dögum fyrir innlögn. Fyrstu einkenni voru þurr hósti, Ijós slímkenndur uppgangur, hálssærindi, hiti, beinverkir og takverkur vinstra megin í brjóstkassa. Heimilislæknir taldi að um lungnabólgu væri að ræða og setti hann á amoxisillín og erýþrómýsin. Sjúklingi leið verr daginn eftir og var því lagður inn. Við skoðun á sjúkrahúsinu var staðfest lungnabólga í vinstra lunga. Hrákasýni var Grams litað en gaf ekki grun um ákveðinn sýkingarvald. Talið var að hann hefði pneumokokka lungnabólgu og var settur á pensilín en hætt við erýþrómýsín. Daginn eftir innlögn fór að bera á ofskynjunum og ranghugmyndum. Mænuvökvi var eðlilegur. Var fyrst álitið að um titurvillu og áfengisfráhvarf væri að ræða en síðar bárust upplýsingar frá samferðamanni um að áfengisneysla hans hah verið snöggtum minni en talið var. Almenn ræktun úr hráka sýndi eðlilega efri loftvegaflóru. Lungnamynd sýndi auknar þéttingar í vinstra lunga og grun um þéttingar í hliði hægra lunga. Var þá gerð barkaástunga og beðið um ræktun legíónella úr sýninu. Einnig var þá beðið um ræktun þeirra úr upphaflega hrákasýninu. Vegna gruns um legionellosis var sýklalyfjameðferð breytt í erýþrómýsín sem haldið var áfram í 18 daga. Fór sjúklingi þá fljótlega að batna. A fjórum dögum óx L. pneumophila sermiflokkur 1 úr hrákasýninu en ekki úr barkaástungusýninu. Einnig varð greinileg hækkun á mótefnum gegn L. pneumophila sermiflokk 1. Mótefnatítri hækkaði úr 1/2 í 1/128 á viku (tafla D- Síðar í legunni fékk hann blóðtappa í fótlegg og blóðrek til lungna og var settur á blóðþynningu. Var hann útskrifaður við góða heilsu sex vikum eftir innlögn. Sjúkrasaga 2. I september 1985 var 72 ára kona, með langvinna lungnateppu og 50 ára reykingasögu, lögð inn á sjúkrahús vegna loftbrjósts hægra megin. Hún hafði haft kvef og graftarkenndan uppgang í nokkra daga þegar hún fékk skyndilega mikla andnauð. A sjúkrahúsinu var strax settur inn brjóstholskeri í svæflngu og hún síðan vistuð á gjörgæsludeild. Atta dögum síðar þótti ljóst að gatið á lunganu myndi ekki lokast og var gerð brjóstholsaðgerð. Viku eftir síðari aðgerðina fór að bera á hósta með þykkum uppgangi, slappleika og hálssærindum. Var henni gefið kefradín. Mæði óx næstu tvo dagana og hiti hækkaði. Tvö hrákasýni voru send í almenna ræktun á þessu tímabili og óx eðlileg efri lofvegaflóra úr öðru en úr hinu óx nokkuð af Klehsieila pneumoniae. Var kefotaxím þá bætt við sýklalyfjameðferðina. A lungnamyndum sáust íferðir í báðum lungum. Síðar varð samfall í neðri lappa vinstra lungans. A 16. degi eftir aðgerð minnkaði súrefnismettun blóðs verulega og þurfti að setja konuna í öndunarvél. Lungnamynd sýndi nú einnig þéttingu efst í vinstra lunga. Tekið var barkaástungusýni og sýndi Grams litun hvorki hvít blóðkom né bakteríur. Vegna gruns um legionellosis var meðferð hafin með erýþrómýsíni. Sá grunur var staðfestur með ræktun nokkrum dögum síðar. Gerð var berkjuspeglun á 22. degi eftir aðgerð vegna gruns um slímtappa í vinstra lunga. Gert var berkjuskol sem L. pneumophila ræktaðist úr þrátt fyrir 6 daga meðhöndlun með erýþrómýsíni. Erýþrómýsínmeðferð var haldið áfram í 20 daga. Tekin voru 8 blóðsýni í mótefnamælingu gegn legíónellum og varð greinileg hækkun á mótefnum gegn L. pneumophila sermiflokk 1. Fór mótefnatítri frá 1/4 upp í 1/64 á 10 dögum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.