Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1989, Side 19

Læknablaðið - 15.05.1989, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 161 efri loftvegaflóra úr almennri ræktun en úr sýnum sáð á BCYE-alfa æti ræktaðist L. pneumophila sermiflokkur 1. Niðurstaða smásjárskoðunar á vefjasýni sýndi hægbráða lungnabólgu í millivef lungna (subacute interstitial pneumonitis). Blóð var sent í mótefnamælingar gegn legionella. Reyndust mótefni gegn L. pneumophila semiiflokki I vera 1/32. Hann hafði verið settur á erýþrómýsín tveimur dögum eftir berkjuspeglunina og þegar svar við ræktun barst var bætt við rifampisíni. Þegar hér var komið sögu var hann hins vegar langt leiddur og lést hann þremur dögum síðar eða 20 dögum eftir innlögn (tafla I). Krufning sýndi m.a. lungnabólgu í báðum lungum og bandvefsaukningu í millivef lungna (interstitial librosis). Sjúkrasaga 7. I febrúar 1988 var 76 ára karl lagður á sjúkrahús til aðgerðar á æðagúl á kviðarmeginslagæð. Hann hafði kransæðasjúkdóm og hafði fengið kransæðastífiu tveimur árum áður. Lungnamynd benti til bandvefsaukningar í millivef og hann hafði reykt í 50 ár. Fyrir aðgerð fékk hann blóðnasir og mældist þá hár blóðþrýstingur sem var meðhöndlaður. Fimm dögum eftir innlögn var aðgerð framkvæmd. Fór hann síðan á gjörgæslu og fékk þar stuðningsmeðferð með súrefni. Hjartabilun varð að kvöldi aðgerðardags. Daginn eftir fór að bera á ógleði, uppköstum og niðurgangi. Þremur dögum eftir aðgerð versnaði öndunarstarfsemi (tafla 1). A lungnamynd sáust þéttingar um neðanvert vinstra lunga og aukin æðateikning í lungum. Tekið var hrákasýni og hann settur á kefuroxím. Ur þessu sýni ræktaðist mikið af H. influenza, nokkuð af Staph. coag. neg. og lítið af Enterohacter aerogenes. Ekki var beðið um ræktun á legíonella. Næstu daga voru stærstu vandamálin hjartabilun, lækkandi blóðrauði og nýmabilun. Atta dögum eftir aðgerð hafði hann vaxandi andþyngsli og teppu. Hvít blóðkom vom verulega hækkuð. Lungnamyndir sýndu nú þéttingar efst í báðum lungum. Var tekið barkaástungusýni og beðið um legíonellaræktun. Gramslitun á því sýndi engar bakteríur en lítið af hvítum blóðkomum. Var honum gefið gentamísín, píperasillín og erýþrómýsín en hætt við kefuroxím. Degi síðar fór hann í öndunarvél vegna versnandi öndunarástands. Tveimur dögum síðar höfðu Enterohacter, S. aureus og Enterokokkar vaxið úr barkaástungusýninu en vöxtur var lítill. Var þá trímeþóprím og súlfameþoxazól bætt við sýklalyfjameðferðina. L. pneumophila sermiflokkur 1 óx úr barkaástungusýninu eftir fimm daga. Sama dag og beðið var um legíónellaræktun, var einnig beðið um mótefnamælingu gegn legionellum. Aftur var sent sermi 10 dögum síðar. Mótefnatítri gegn L. pneumopliila sermiflokk 1 hækkaði úr <1/2 í 1/8. Fimmtán dögum eftir aðgerð eftir fékk hann heilablóðfall og lést hann sex dögum síðar. Krufning sýndi m.a. lungnabólgu í báðum lungum, lungnabjúg og stækkaða lifur. Sjúkrasaga 8. I júní 1988 var 37 ára kona lögð á sjúkrahús vegna lungnabólgu. Hún hafði haft rauða úlfa (lupus erythematosus) í 16 ár og fengið sterameðferð talsverðan hluta þess tíma. Þremur dögum fyrir innlögn fékk hún hita og hósta. Hún hafði vaxandi mæði og takverk í brjóstkassa vinstra megin. I sólarhring fyrir innlögn kom ljós uppgangur með hóstanum. Fékk hún þá amoxisillín. Við innlögn reyndist hún hafa lungnabólgu samkvæmt skoðun og lungnamynd. Var henni gefið ampicillin og erythromycin. Úr hrákasýni sem tekið var við innlögn óx Candida alhicans, Neisseria sp. og Str. viridans. Ekki var beðið um legíónellaræktun. Daginn eftir var hætt við erýþrómýsín vegna ógleði, uppkasta og niðurgangs og henni gefið pensilín í stað amoxisillíns. Næstu daga skánaði henni lítið. Fjórum dögum eftir innlögn vaknaði grunur um legionellosis (tafla I). Var þá tekið hrákasýni og sýndi Grams litun lítið af Gram jákvæðum kokkum og hvítum blóðkomum. Ræktaðist mikið af H. parainfluenza og nokkuð af Branhamella. Viku síðar óx L. pneumopltila úr sýninu. Barkaástunga var gerð degi síðar og óx einnig legíónella úr því. Erýþrómýsínmeðferð var hafin á ný og haldið áfram í 12 daga. Breyttist líðan fljótlega til hins betra. Tekin voru þrjú sýni í mótefnamælingar gegn legíónellum en ekki sást marktæk hækkun á þeim fjórum vikum eftir upphaf veikinda. Hún var útskrifuð við góða heilsu 17 dögum eftir innlögn. UMRÆÐA Talið er að ákveðnum sjúklingahópum sé hættara við að fá legionellosis en öðrum (4, 11). Fólk með lungnasjúkdóma, krabbamein, á ónæmisbælandi lyfjum og fólk sem hefur verið gefin svæfing um barkapípu vegna skurðaðgerðar, hefur verið talið t mestri hættu. Reykingar og hár aldur hafa einnig verið taldir áhættuþættir. Allir þeir sjúklingar sem hér var sagt frá höfðu einhvem áðumefndra sjúkdóma eða áhættuþátta. Fimm höfðu langvinna

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.