Málfríður - 15.10.2007, Side 11

Málfríður - 15.10.2007, Side 11
MÁLFRÍÐUR 11 kostur á að ræða málin sín á milli, spyrja spurninga og koma með athugasemdir. Nokkuð var einnig fjallað um samvinnu nemenda í tímum og menn skiptust á skoðunum og upplýsingum. Okkar kona, Hulda Karen Daníelsdóttir var með öfluga málstofu um fjölmenningu sem hún kallaði Content, Method and Language: A Collage. Með virkri þátttöku áheyrenda sýndi Hulda Karen fram á hvernig tvinna mætti saman fjölmenningu, samvinnunám og tungumálakennslu. Hún lagði einnig sérstaka áherslu á mikilvægi þess að kenn­ arar legðu sig fram við að skapa nemendum öruggt og námshvetjandi umhverfi. Mikilvægur þáttur á ráðstefnum og málþingum er að kynnast fólki frá ýmsum þjóðum og bæði kvöldin gafst tækifæri til þess. Fyrra kvöldið var boð í skól­ anum með söng og dansatriðum hóps þjóðdansara sem reyndu að fá mislipra gesti til að stíga léttan dans við kátínu þeirra sem á horfðu. Seinna kvöldið lauk ráðstefnunni með hátíðarkvöldverði á vinsæl­ um veitingastað. Svo skemmtilega vill til að næsta ráðstefna verður á Íslandi árið 2010, þegar 25 ár eru liðin frá stofn­ un STÍL en formlegur stofndagur var 17. október 1985 og í desember sama ár kom út fyrsta tölublað Málfríðar. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Hvað virkar”? – (What works best for me and my students?). Nákvæm tímasetning er ekki enn komin. Stjórn STÍL skorar á félagsmenn að leita í eigin ranni. Hver er að gera eitthvað sem virkar og vill deila því með öðrum í vinnustofum? Vitið þið um einhvern sem þið viljið benda á? Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, því tíminn líður svo fjarska hratt. Í tengslum við ráðstefnuna var haldinn stjórnar­ og svæðisfundur NBR. Rannveig Reggested sem verið hefur formaður undanfarin ár, gegnir þeirri stöðu til áramóta þegar Raija Airio frá Finnlandi tekur við. Aðrir í stjórn eru Diana Rumpite LALT ritari, Sigurborg Jónsdóttir STÍL og meðstjórnendur koma frá SUKOL Finnlandi, LMS Svíþjóð og LMS Noregi. Á svæðisfundinum voru einnig fulltrúar frá Dannmörku, Litháen og Eistlandi. Hægt er að lesa fundargerðir frá stjórnar­ og svæð­ isfundi NBR í Riga á heimasíðu STÍL sem komin er í vistun hjá KÍ. Nýja slóðin er: www.ki.is/stil. Á heimasíðunni eru ýmsir gagnlegir tenglar. Þórhildur Oddsdóttir úr félagi dönskukennara er tekin við umsjón síðunnar (www.tho@mk.is). Við þökkum Írisi Mjöll Ólafsdóttur fyrrum umsjónarmanni góð störf. Síðan hefur legið í léttum dvala en er nú öll að koma til. Hulda Daníelsdóttir heldur erindi í Riga.

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.