Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 58

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 58
MATARLIF Tortoni-kaffi Þessi eftirréttur er ekki síður glæsi- legur en rjómaostakakan. Hann þarf einnig að búa til deginum áður en á að njóta hans, jafnvel tveimur dögum áður. Þessi uppskrift miðast við 6 manns og í hana þarf eftirfarandi: %^ 1 stór eggjahvíta (við herbergis- hita) örlítið af cream of tartar 4 msk. sykur 1 bolli af kœldum rjóma 1 msk. af instant espresso-kaffi- dufti 2 msk. Kahlúa 3 msk. af fínsöxuðum möndlum 50 g af suðusúkkulaði, söxuðu ca. 24 kaffibaunir 6 þunnar rœmur af sítrónuberki Þeytið eggjahvítuna ásamt örlitlu af salti þar til hún verður froðu- kennd. Bætið þá útí cream of tartar og þeytið. Bætið útí 1 msk. af sykri, litlu í einu, og stífþeytið. Kælið skál og þeytið þar rjómann ásamt kaffiduftinu þar til hann þykknar örlítið. Bætið þá útí 3 msk. af sykri og Kahlúa og þeytið áfram, þó ekki þannig að rjóminn verði stífur. Hrærið um þriðjungi rjómablönd- unnar útí eggjahræruna og bætið síð- an varlega við afganginum af rjóman- um ásamt 2Vi msk. af möndlunum. Heliið þessu nú í heppileg flát, t.d. fallega bolla. Stráið yfir því sem eftir er af möndlunum og frystið. Þetta þarf að vera í frysti í minnst 2 klst., en allt upp í 2 daga. Ef þið viljið hafa enn meira við þessu, er eftirfarandi mjög falleg skreyting. Bræðið súkkulaðið í vatns- baði eða mjög þykkbotna potti við vægan hita. Setjið stórt sigti öfugt á disk. Stingið tannstöngli í hverja kaffibaun, dýfið þeim varlega í súkkulaðið og látið síðan hinn enda tannstöngulsins gegnum eitthvert gat- ið á sigtinu og leyfið súkkulaðinu að harðna. Frystið kaffibaunirnar í a.m.k. 15 mínútur og skreytið síðan hvern bolla með 3-4 baunum ásamt sítrónuberki. 58 ÞJÓÐLÍF Espresso Tortoni með súkkulaði húðuðum kaffibaunum.

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.