Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Síða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Síða 21
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA heilablóðþurrðar/skammvinnrar blóðþurrðar í heila en aðeins 27 (22%) af þeim höfðu verið á warfarínblóðþynningu. Hvað varðar aðra áhættuþætti heilablóðþurrðar þá höfðu 80 (50%) jafnframt há- þrýsting, 24 (15%) sykursýki, 59 (36%) fyrri sögu uni heilablóð- þurrð/skammvinna blóðþurrð í heila og 78 (49%) höfðu reykt. Marktæk þrengsli í hálsslagæð (carotis) fundust hjá 25 af 68 (37%) þar sem upplýsingar um slíkt lágu fyrir. Alls 70 (44%) úr hópnum höfðu verið á aspirínmeðferð fyrir heilablóðþurrð/skammvinna blóðþurrð í heila. Tuttugu og átta (18%) létust í spítalalegunni. Alyktanir: Gáttatif er algengt hjá sjúklingum með heilablóðþurrð/ skammvinna blóðþurrð í heila en margir þeirra hafa jafnframt aðra áhættuþætti fyrir heilablóðþurrð/skammvinnri blóðþurrð í heila. Notkun warfaríns sem fyrirbyggjandi meðferð við heilablóðþurrð/ skammvinnri blóðþurrð í heila hjá sjúklingum með gáttatif var verulega ábótavant á rannsóknartímabilinu og aðeins tæpur helm- ingur var á aspiríni. E 03 Lósartan forðar fleirum frá veikindum og dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma en atenólól. LIFE rannsóknin Dahlöf B, Devereaux RB, et al, Árni Kristinsson' fyrir hönd íslenska LIFE rannsóknarhópsins 'Hjartadeild Landspítala Hringbraut Netfang: arnikr@landspitali.is Inngangur: Blóðþrýstingslækkun með betablokkum og þvagræsi- lyfjum hefur hingað til verið talin tryggilegast rannsakaða meðferð- arúrræðið til að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og dauðs- föll hjá háþrýstingssjúklingum. Þykknun vinstri slegils er sterkur áhættuþáttur fyrir þannig uppákomum. Þessi rannsókn kannaði hvort blokkun angíótensíns II dragi meira úr þykknun vinstri slegils en því sem þakka mætti blóðþrýstingslækkuninni og í kjölfarið dragi enn frekar úr hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var tvíblind, slembivalið í tvo samsíða hópa, fjölsetra. Þátttakendur voru 9.193 á aldrinum 55-80 ára með háþrýsting af ókunnri orsök (blóðþrýstingur í setstöðu var 160-200/95-115 mmHg) og þykknun vinstri slegils samkvæmt hjarta- rafriti. Þeir fengu annað hvort lósartan eða atenólól einu sinni á dag í að minnsta kosti fjögur ár eða þar til 1.040 sjúklingar höfðu orðið fyrir áfalli (dóu, fengu hjarta- eða heilaáfall). Notað var áhættulíkan Cox til að bera saman meðferðarhópana. Niðurstöður: Blóðþrýstingur féll um 30,2/16,6 (staðalfrávik (SD) 18,5/10,1) mmHg við lósartangjöf (Los) og uni 29,1/16,8 (19,2/10,1) við atenólólgjöf (At). Samanlögð áföll (primary composite end- point) voru 508 eftir lósartangjöf og 588 eftir atenólólgjöf (áhætta (RR) 0,87; 95% öryggismörk (CI) 0,77-0,98; p=0,021). Tvö hundruð °g fjórir sjúklingar seni fengið höfðu lósartan dóu af völdum hjarta- °g æðasjúkdóma og 234 sem fengið höfðu atenólól (áhætta 0,89, öryggismörk 0,73-1,07; p=0,206), 232 sjúklingar sem fengið höfðu lósartan og 309 sem fengið höfðu atenólól fengu heilaáfall (áhætta 0,75, öryggismörk 0,63-0,89; p=0,001) og kransæðastífla greindist hjá 198 sjúklingum sem fengið höfðu Iósartan og 188 sjúklingum sem fengið höfðu atenólól (áhætta 1,07, öryggismörk 0,88-1,31; P=0,491). Færri urðu sykursjúkir ef þeir tóku lósartan. Alyktanir: Lósartan er öflugra en alenólól til að draga úr veikindum °g dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma þótt blóðþrýstings- fall sé jafnmikið og það þolist betur. Lósartan virðist hafa bætandi ahrif umfram blóðþrýstingslækkunina. E 04 Áhrif blóðfitulækkandi lyfja, gefinna í byrjun bráðs kransæðakasts Árni Kristinsson', L. Kristin Newby2, Stefanía Snorradóttir', et al. 'Landspítali Hringbraut, 2Duke Clinical Research Institute, Durham Netfang: arnikr@landspitali.is Inngangur: Bætandi áhrif blóðfitulækkandi lyfja (statína) fyrir sjúk- linga með kransæðasjúkdóm eru vel þekkt af mörgum rannsóknum. I þeim hófst meðferðin ekki í byrjun og meðferðarhóparnir fóru ekki að skiljast að fyrr en eftir marga mánuði. Því var ákveðið við skipulagningu Symphony rannsóknanna að fylgjast með statín- notkun þátttakenda til að reyna að meta, hvort meðferð frá byrjun einkenna bæti lífshorfur enn frekar og fyrr. Efniviöur og aðferðir: Symphony og Second Symphony rannsókn- irnar voru tvfblindar, fjölsetra (í 931 sjúkrahúsi) athuganir í 37 lönd- um þar sem sjúklingar fengu með slembivali lyfið síbrafíban eða acetýlsalicýlsýru til að draga úr afleiðingum bráðs kransæðakasts (acute coronary syndrome, ACS). Af 13.580 sjúklingum fengu 3.952 statín snemma (meðaltal 2,0 dögum (1,0-3,1) frá upphafi einkenna) og höfðu ekki fengið statín áður, en 8.413 sjúklingar lifðu lengur en fimm daga og fengu aldrei statín. Könnuð voru dauðsföll (D), krans- æðastíflur (MI), versnandi einkenni kransæðasjúkdóms (severe recurrent ischemia, SRI) ein sér og saman eftir 90 daga og eilt ár. Niðurstöður: Tölur voru leiðréttar vegna mismunandi áhættu í hópunum (Cox proportional-hazard model) og líkum á að fá stalín (þættir með stepwise logistic regression propensity model). Enginn munur reyndist vera á áhættulíkum (hazard ratio, HR) með því að nota þessar reikningsaðferðir til leiðréttingar. Eftir 90 daga voru niðurstöður eftirfarandi: dauðsföll 1,08 (0,75-1,56), dauðsföll + kransæðastíflur 1,08 (0,91-1,29) og dauðsföll + kransæðastíflur + versnandi einkenni kransæðasjúkdóms 1,15 (0,99-1,34). Eftir eitt ár voru niðurstöður eftirfarandi: dauðsföll 0,99 (0,73-1,33) og dauðs- föll + kransæðastíflur 1,07 (0,92-1,22). Blóðfitur voru mældar í einni miðlægri rannsóknarstofu hjá 2.711 sjúklingum. Lág gildi bentu til meiri áhættu og há gildi til minni áhættu hjá statínhópnum. Ályktanir: Rannsóknin leiddi ekki í ljós bættar lífshorfur með því að gefa statínlyf í upphafi bráðs kransæðakasts en blóðfilumælingar bentu til að hagstæð áhrif statína væru tengd kólesterólgildum. Spurningunni um áhrif statíngjafar hjá þessum sjúklingahópi verður að svara með klínískri, slembivalinni rannsókn. E 05 Stjórnun á Akt/PKB virkni í æðaþeli Gunnþórunn Sigurðardóttir', Haraldur Halldórsson2, Guðmundur Þorgeirsson2-3 'Læknadeild Háskóla íslands, 'Rannsóknastofa í lyfjafræði, 'lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: gudmth@landspitali.is Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna stjórnun á virkni serin/ threonin kínasans Akt/PKB í æðaþeli, sérstaklega hvaða boðleiðir virkjast við hindrun hans. Akt gegnir stjórnunarhlutverki við miðl- un innanfrumuboðferla er varða lifun frumna, vöxt og stýrðan frumudauða auk þess að hafa áhrif á insúlínvirkni og virkni nítur- oxíðsyntasa. Við höfum nýlega sýnt fram á að trombín, histamín og lýsofosfatkólín hindra Akt-fosfórun í æðaþeli og jafnframt að prótínkínasi C (PKC) miðlaði hindrun hinna tveggja fyrrnefndu en Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.