Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Page 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Page 23
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Efniviður og aðferðir: Kannaður var styrkur áls í blóði allra sjúk- linga sem voru á langvinnri blóðskilunarmeðferð í lok mars 2002 á nýrnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss þar sem álþéttni er mæld með sex mánaða millibili, síðasta mæling var í desember 2001. Sér- staklega voru athugaðir þeir sjúklingar þar sem álstyrkur hafði ver- ið mældur við upphaf skilunarmeðferðar. Niðurstöður: Þrjátíu og þrír sjúklingar voru í langvinnri blóðskilun í mars 2002, 18 karlar og 15 konur. Meðalaldur var 60±17 ár og meðaltími á blóðskilunarmeðferð var 26±29,9 mánuðir. Meðal- styrkur áls í blóði í desember 2001 var 2,2±1,0 p.mól/1 og hlutfall sjúklinga með styrk áls yfir 1,11 jxmól/1 var 87% og yfir 2,22 p.mól/1 58%. Hjá þeim 14 sjúklingum sem höfðu mælingar á styrk áls við byrjun skilunarmeðferðar var meðalgildið 0,79±0,76 p.mól/1 í upp- hafi, 2,00±0,86 p.mól/1 við aðra mælingu og 2,50±0,58 p.mól/1 við þá þriðju. Alyktanir: Styrkur áls í blóði íslenskra blóðskilunarsjúklinga er langt yfir viðmiðunarmörkum í mörgum tilvikum. I sumum tilvik- um jafnvel yfir þeim mörkum sem tengd eru við langvinna áleitrun (3,7-7,4 p.mól/1). Brýn þörf er á sérstökum hreinsibúnaði. E 09 Nýraígræðsla í íslenska sjúklinga 1970-2000 Páll Ásmundsson Árni Leifsson2, Runólfur Pálsson12 'Nýrnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 'læknadeild Háskóla íslands Netfang: pallas@landspitali.is Inngangur: Fyrsta nýrað var grætt í íslenskan sjúkling árið 1970. All- ar nýragræðslur hafa verið gerðar erlendis en meðferð til langframa farið fram hér á landi. Tilgangur rannsóknar þessarar var að meta árangur nýraígræðslu í íslenska sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra íslenskra sjúklinga sem fengu ígrætt nýra á tímabilinu 1970-2000. Upplýsingar voru fengnar úr Islensku nýrnasjúkdómaskránni, úr gagnabanka Scandiatransplant og úr sjúkraskrám. Könnuð var tíðni nýraígræðslu og lifun sjúklinga og nýrnagræðlinga. Lifun var metin með Kaplan-Meier aðferð og samanburður hópa með Mantel-Cox prófi. Dauði sjúklings með starfandi nýragræðling var metinn sem græðlingstap. Niðurstöður: Alls voru 117 nýru grædd í 108 sjúklinga. Sjö sjúkling- ar fengu tvisvar ígrætt nýra og tveir sjúklingar þrisvar. Meðal sjúk- linga með lokastigsnýrnabilun fengu 43% ígrætt nýra. Meðalaldur við ígræðslu var 36,2 (1,4-61,4) ár og 57,4% ígræddra voru karlar. Lifandi gjafar (LG) gáfu 63 nýru en 54 nýru fengust úr nágjöfum (NG). Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins voru græðlingar úr ná- gjöfum algengari en nýrum úr lifandi gjöfum fjölgaði er á leið og voru 70,5% síðasta áratuginn. Eins árs lifun sjúklinga með græð- linga úr lifandi gjöfum var 100% og fimm ára lifun 98,1%. Lifun þeirra er fengu græðling úr nágjöfum var 74,9% eftir eitt ár og 67,6% eftir fimm ár. Dánartíðni lækkaði mjög á rannsóknartíman- um og var 25 dauðsföll á hver 1.000 lífár á lokaáratugnum. Eins árs lifun græðlinga úr lifandi gjöfum var 96,8% og fimm ára lifun 91,6%, en eins og fimm ára lifun græðlinga úr nágjöfum var 61,8% og 48,2% (p<0,0001). Tími í skilun fyrir ígræðslu og höfnun eftir ígræðslu höfðu marktæk áhrif á lifun græðlinga. Samantekt: Lifun íslenskra sjúklinga með ígrædd nýru og græð- lingslifun þeirra er sambærileg við það sem sést meðal annarra nor- rænna þjóða. Lifun græðlinga úr lifandi gjöfum er prýðileg en lifun græðlinga úr nágjöfum er fremur léleg. Hið háa hlutfall græðlinga úr lifandi gjöfum á líklega stóran þátt í ágætum heildarárangri. E 10 Blæðingaeinkenni íslenskra ungmenna Brynja R. Guðmundsdóttir’, Jens A. Guðmundsson2, Páll Torfi Önundarson' 'Blóðmeinafræðideild og 2kvennadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: brynjarg@landspitali.is Tilgangur og aðferðir: Algengi blæðingaeinkenna og vægra blæð- ingasjúkdóma (til dæmis von Willebrands sjúkdóms og blóðflagna- kvilla (thrombocytopathy)) er lítt rannsakað. Við rannsökuðum nemendur 10. bekkjar á Stór-Reykjavíkursvæðinu veturinn 1999- 2000 og kynnum hér algengi einkenna. Af 1.510 einstaklingum svöruðu 809 (54%) stöðluðum spurningum (56% stúlkur, 44% pilt- ar). Skil frá skólum voru breytileg en tíðni einkenna tengdist ekki svörun. Niðurstöður: 1. Almenn blæðingaeinkenni: marblettahneigð 10% (70 stúlkur, 14 piltar), tíðar blóðnasir 8% (36 stúlkur, 31 piltur), blæðir lengi úr sárum 3% (17 stúlkur, sex piltar), „almennt aukin blæðingahneigð" 2% (10 stúlkur, fimm piltar). Hjá einni stúlku hef- ur blætt inn í lið án áverka. 2. Tíðablæðingar: af 451 stúlku höfðu 16 ekki tíðablæðingar (3,5%), reglulegar blæðingar höfðu 360 (87%). Fimmtíu (12%) töldu blæðingar miklar, þar af 23 (5%) frá upphafi. Blæðingar stóðu skemur en sex daga hjá 188 af 382 sem svöruðu (49%), í sex daga hjá 128 (34%), í sjö daga eða lengur hjá 66 (17%). Mesta blæðing á fyrsta og öðrum degi hjá 175 af 202 sem svöruðu (87%), á þriðja degi hjá 21 (10%), á fjórða degi hjá fjórum (2%) og á fimmta degi hjá tveimur (1%). Blætt hafði í gegnum bindi hjá 310 (74%), hjá 267 hafði blætt í húsgögn (64%) og 111 (24%) áttu erfitt með að vera meðal fólks meðan á blæðingum stóð. Saga um blóð- leysi hjá 41 (10%). Pilluna notaði 31 (7%); sem getnaðarvörn 24/31 (5,4%). 3. Óeðlileg blæðing við aðgerð: við hálskirtlatöku 6/252 (2%), við tanndrátt 17/343 (5%) (13 stúlkur, fjórir piltar), við aðra skurðaðgerð 1/169 (0,6%). Þekktur blæðingasjúkdómur í fjölskyldu hjá átta (1%). Ályktanir: Marblettahneigð og blæðing eftir tanndrátt virtist al- gengari hjá stúlkum en enginn munur var á algengi blóðnasa- hneigðar. Sautján prósent stúlkna segja tíðir standa í sjö daga eða lengur en 5% telja tíðablæðingar miklar frá upphafi. E 11 Blæðingaeinkenni íslenskra táninga. Viðmiðunargildi sérhæfðra blæðingaprófa hjá unglingum Páll Torfi Önundarson, Brynja R. Guömundsdóttir Blóðmeinafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: pallt@landspitali.is Tilgangur og efniviður: Birtar eru niðurstöður samanburðarhóps 120 unglinga án einkenna sem bent gætu til almennrar blæðinga- hneigðar. Piltar eru 33 og stúlkur 87. í blóðflokki ABAB eru 59 og í blóðflokki O er 61. Aðferðir og niðurstöður: Tölfræðileg dreifing (95%) er sýnd og við- miðunargildi samkvæmt „non-parametric ranking“ í sviga. p-gildi voru reiknuð samkvæmt t-prófi og Mann-Whitney prófi. Blæðitími (BT) pilta var 2,3-12,1 mínúta (innan við 10 mínútur, n=30) og blæðitími stúlkna var 1,9-15,5 mínútur (innan við 15 mínútur, n=70; p=0,01). Blóðflokkamunur var ekki á blæðitíma. PFA-100® Closure time collagen/epinephrine (CTepi) var 72-196 sekúndur Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.