Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Síða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Síða 35
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Við reyndum að bera kennsl á þá sem eru í mestri hættu á fylgikvillum vegna skertra sykurefnaskipta, með mati á þáttum kviðfituheilkennis. Efniviöur og aðferðir: Fimmtíu og sex einstaklingum, sem tekið höfðu þátt í skimun Hjartaverndar fyrir sykursýki af gerð 2 og haft fastandi blóðsykur >6,1 mmól/1 og <11,1 mmól/1, var boðið í 75g sykur- þolspróf. Aldur, blóðþrýstingur, hæð, þyngd, blóðsykur, HbAlc, heildarkólesteról, háþéttnifituprótín (high density lipoprotein, HDL) og þríglýseríðar voru mældir. Þátttakendur voru 37 karlar og 19 konur, með meðalaldur 54,9 ár (á bilinu 23-81 ár). Við úrvinnslu var litið á þá sem höfðu sykursýki og þá sem höfðu skert sykurþol samkvæmt sykurþolsprófi, sem einn hóp. Niðurstöður: Meðalþyngdarstuðull (BMI) var 30±0,8 kg/m2. Með- albiðtími að annarri komu var 62 dagar. Fylgni milli fastandi blóð- sykurs 1 og 2 sýndi r=0,80 og p<0,01. Sex af 16 einstaklingum sem höfðu sykursýki af gerð 2 við fyrstu komu (FBS >7,0 mmól/1) höfðu eðlilegan fastandi blóðsykur 2 (<6,0 mmól/1) en allir 16 höfðu annað hvort skert sykurþol eða sykursýki af gerð 2 samkvæmt sykurþols- prófi (2tBS >7,8 mmól/1). Af hinum 40 sem höfðu háan fastandi blóðsykur í fastandi blóðsykri 1 (6,1-6,9 mrnól/1), höfðu 12 skert sykurþol eða sykursýki af gerð 2 á sykurþolsprófi. Samanborið við eðlilegt sykurþol (ESÞ) höfðu einstaklingar með skert sykurþol eða sykursýki af gerð 2 á sykurþolsprófi lægri háþéttnifituprótíngildi (1,12±0,06 á móti 1,37±0,07; p<0,04), hærri þríglýseríða 2,18±0,34 á móti 1,55±0,15; p<0,05), hærri FBSl (6,5±0,1 á móti 6,4±0,1; p<0,04), hærri FBS2 (6,3±0,2 á móti 5,8±0,1; p<0,01) og hærra HbAlc (6,2±0,2 á móti 5,8±0,1; p<0,02). Enginn tölfræðilega marktækur munur var milli hópanna með tilliti til kyns, aldurs, meðalþyngdarstuðuls, blóðþrýstings, heildarkólesteróls eða kólesteról- háþéttnifituprótín-hlutfalls. Engin ein breytistærð mæld við fyrstu komu gat spáð fyrir um útkomu sykurþolsprófs. Tölfræðigreining (discriminant analysis), þar sem allar ofangreindar breytistærðir voru notaðar, benti til þess að aðeins háþéttnifituprótín, fastandi blóðsykur 1 og 2 og HbAlc hefðu spágildi um endanlega greiningu. F-gildi fyrir þessar breyti- stærðir voru notuð til að reikna vegið samtal sem síðan var notað til að spá fyrir um endanlega greiningu. Næmi og sértæki reikni- formúlunnar voru 92% og 75% og hún bar kennsl á 11 af þeim 12 sem greindir voru með skert sykurþol eða sykursýki af gerð 2 á sykurþolsprófi en voru í upphafi með fastandi blóðsykur 6,1-6,9. Ályktanir: Ein mæling á fastandi blóðsykri >7,0 mmól/1 nægir á Islandi til að bera á kennsl á þá einstaklinga sem eru í mestri hættu á fylgikvillum sykursýki. Ef ekki er gert sykurþolspróf á þeim sem hafa fastandi blóðsykur 6,1-6,9 í upphafi, eru 30% einstaklinga ranglega sagðir heilbrigðir, en þeir raunverulega hafa skert sykur- þol eða sykursýki af gerð 2 samkvæmt sykurþolsprófi. Þetta er sam- bærilegt við önnur Evrópulönd. Tíðni þessara mistaka má minnka með því að taka mið af þáttum kviðfituheilkennisins. E 37 Aukning í notkun lyfja við sykursýki af tegund 2 á íslandi Valdís Beck', Eggert Sigfússon2, Rafn Benediktsson3, Ástráður B. Hreiðarsson3 'Lyfjafræðideild Háskóla íslands, 2Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, ’Landspítali háskólasjúkrahús, innkirtla- og efnaskiptadeild Netfang: astradur@landspitali.is Inngangur: Mikil aukning á sér stað í algengi sykursýki af tegund 2 víða um heim. Ýmislegt bendir til þess að ísland fari ekki varhluta af þessari þróun. Engar nýlegar upplýsingar liggja þó fyrir um al- gengi sykursýki af tegund 2 á íslandi eða um aukningu á undanförn- um árum. Tilgangur rannsúknar: Markmiðið var að kanna breytingar, sem hafa orðið í notkun lyfja við sykursýki af tegund 2 á íslandi á síðustu árum og út frá niðurstöðunum að reyna að fá hugmynd um algengi sjúkdómsins á landinu. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru sölutölur sykursýkilyfja undanfarinna ára og bornar saman við samsvarandi tölur frá hinum Norðurlöndunum. Jafnframt voru kannaðar sjúkraskrár 200 sjúk- linga, sem mættu til eftirlits árið 2001 vegna sykursýki af tegund 2 á göngudeild sykursjúkra Landspítala Hringbraut og göngudeild efnaskipta Landspítala Fossvogi, með tilliti til lyfjavals og skammta. Niðurstöður: Notkun sykursýkilyfja til inntöku jókst úr 4,21 skil- greindum dagsskammti (DDD) á 1.000 íbúa á dag árið 1990 í 12,16 árið 2001 og hefur notkunin þannig nánast þrefaldast á þessum árum dæmt út frá sölutölum. Við könnun á sjúkraskrám reyndust 80% sjúklinganna vera á meðferð með sykursýkilyfjum, en 20% á mataræði eingöngu. Fjöru- tíu prósent voru á meðferð með tveimur töflutegundum, oftast met- formini og súlfónýlúrea. Hjá 7% sjúklinganna hafði insúlíni verið bætt við töflumeðferð. Fjöldi lyfja jókst með fjölda ára frá grein- ingu. Að teknu tilliti til þess að ávísaðir dagsskammtar (PDD) sykur- sýkilyfja voru lítið eitt lægri en skilgreindir dagsskammtar (PDD/ DDD=0,8) og að viss fjöldi var á meðferð með fleiri en einu lyfi má reikna út að um það bil 1,1% íslendinga hafi verið á meðferð með töflum við sykursýki um aldamótin. Ætla má að sykursýki af tegund 2 sé þó algengari, þar sem hér eru ekki teknir með þeir sem eru á meðferð með mataræði eingöngu ekki er heldur reiknað með þeim hópi sykursjúkra sem eru ógreindir. Ályktanir: Notkun lyfja við sykursýki af tegund 2 hefur nánast þre- faldast á íslandi á síðastliðnum áratug, nokkuð sem gæti endur- speglað vaxandi algengi sjúkdómsins hér. Aðrar skýringar gætu þó verið bætt greining og meiri áhersla á lyfjameðferð. E 38 Sykursýki af tegund 2. Áhættuþættir æðasjúkdóma við greiningu með skimun á fastandi blóðsykri Friðný Heimisdóttir'-2, Vilmundur Guðnason2, Inga Reynisdóttir1, Gunnar Sigurðsson'23, Rafn Benediktsson'-2J 'Læknadeild Háskóla fslands, 2Hjartavernd, 'lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, ‘íslensk erfðagreining Netfang: rafbor@li.is Inngangur: Sykursýki af tegund 2 (SS2) hijáir um 3% íslendinga og að minnsta kosti 30% þeirra sem greinast á hefðbundinn hátt hafa fylgikvilla við greiningu. Þessir fylgikvillar eru fyrst og fremst hjarta- og æðasjúkdómar. Lagt hefur verið til að nota fastandi blóð- sykur eingöngu við greiningu en ýmsir telja að sykurþolspróf sé nauðsynlegt til að finna þá sem eru í mestri æðahættu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða gagnsemi skimunar á fastandi blóðsykri á Islandi með tilliti til þess að finna einstaklinga í mikilli hættu á æðasjúkdómum. Efniviður og aðferðir: I Fullorðinssykursýkirannsókn Hjartavernd- ar (NIDDM) 1998-2000 tóku þátt 3.924 einstaklingar en niðurstöð- urnar byggja á 3.096 sem ekki höfðu þekkta sykursýki. Kynntar eru niðurstöður fyrir karla og konur 35-49 og 50-64 ára. Litið var á hlut- Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.