Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 31
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA p=0,001). Meðal karla fannst mun minni fylgni milli osteoprotegerins og beinþéttni (r=-0,19; p<0,007) og minni fylgni við beinumsetningar- vísa. Þó fannst fylgni milli osteoprotegerins og kynhormónbindi- glóbúlíns (r=0,38; p<0,001), alkalísks fosfatasa (r=0,37; p<0,001) og kalkkirtlahormóns (r=0,17; p<0,001). Alyktanir: Osteoprotegerin í blóði hækkar með aldri og sýnir sterka fylgni við þá beinumsetningarvísa sem tengjast beinniðurbroti. Þó aldursbundin hækkun osteoprotegerins sé eins hjá konum og körl- um eru tengsl osteoprotegerins við beinþéttni og beinumsetningar- vísa frábrugðin og virkni osteoprotegerins því ef til vill mismunandi milli kynjanna. Ekki var sýnt að hærri blóðgildi á osteoprotegerini tengist betri beinþéttni en verið getur að osteoprotegerin hækki sem viðbrögð við aukinni beinþynningu. E 25 Samband ónæmissvars og bráðs hjartadreps Emil Árni Vilbergsson', Óskar Ragnarsson3, Kristján Erlendsson2, Guðmundur Þorgeirsson3, Björn Rúnar Lúðvíksson2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, ’lyflæknasvið 1 Landspítala Hringbraut Netfang: eavilb@hotmail.com Inngangur: Brátt hjartadrep er lífshættulegt ástand sem krefst skjótrar og réttrar meðferðar. Meðferð felst í því að opna lokaðar kransæðar með segaleysandi lyfjameðferð eða blásningu (percuta- neous transluminal coronary angioblasty, PTCA). Nýlegar rann- sóknir hafa bent til að vefjaskaða hjartadreps megi að hluta til rekja til ræsingar á bólgusvari ónæmiskerfisins. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort finna mætti merki um ræsingu ónæmissvars við brátt hjartadrep. Efniviður og aðferðir: Öllum einstaklingum með brátl hjartadrep er komu á bráðamóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss frá og með janúar 2002 var boðin þátttaka. Einstaklingunum var skipt í fjóra hópa eftir því hvaða meðferðarúrræði voru veitt: A) engin meðferð, B) lýtísk meðferð er leiðir til opnunar æðar, C) lýtísk meðferð er opnar ekki og D) æð er opnuð með blásningu. Blóðsýni voru feng- in á fjórum tímapunktum á fyrsta sólahring eftir komu. Ræsing komplementkerfisins var metin með mælingum á CH50, C4, C3, virkni styttri ferilsins, C3d, þætti B og CR-1 á rauðum blóðkornum. Einnig var ræsing hvítra blóðkorna metin með mótefnalitun og frumutalningu í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengust 10 einstaklingar til þátttöku í rannsókninni. Hjá fjórum af 10 tókst að enduropna kransæð. Athygli vekur að meðal þeirra einstaklinga sem kransæð opnaðist hjá voru merki um T-frumuræsingu (CD4+CD25+ jukust 25-523%). Hins vegar voru engin merki um komplementræsingu í heilblóði. Ályktanir: Prátt fyrir niðurstöður dýratilrauna og meinafræðilegra rannsókna eftir dauða (post-mortem) um ræsingu komplement- kerfisins við brátt hjartadrep, sjáum við engin örugg merki um slíka ræsingu. Hins vegar benda bráðabirgðaniðurstöður okkar til að T- frumuræsing fylgi blóðflæði til blóðþurrðarsvæða hjartans. E 26 Hvaða þættir trufla mælingu á heildarvirkni komplement- kerfisins í geli? Steinunn Þórðardóttir, Kristín H. Traustadóttir, Ásbjörn Sigfússon, Kristján Erlendsson Rannóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Landspítala Hringbraut Netfang: steitho@hi.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna orsakir mis- ræmis milli tveggja prófa sem er ætlað að mæla heildarvirkni klassíska ferils komplementkerfisins. Bæði prófin meta hæfni komplements til að sprengja rauð kindablóðkorn, í öðru tilvikinu eru blóðkornin steypt í gel og sjúklingasermið óþynnt, í hinu tilvikinu eru blóðkomin í lausn og sjúklingasermið þynnt 1/100. Misræmið kom oftast fram í því að sýni sem framkölluðu lítið sem ekkert rauðkornarof í gelinu voru með eðlilegt rauðkornarof í lausn. í nokkrum tilfellum sást öfugt misræmi, það er eðlilegt rauðkornarof í geli en skert í lausn. Efniviður og aðferðir: Algengi misræmisins var metið með því að mæla 300 óvalin sjúklingasýni í báðum prófum. Einnig var 89 sýn- um með mikið misræmi safnað saman yfir tveggja ára tímabil og 28 þeirra notuð til frekari leitar að truflandi þáttum. Þættir sem leitað var eftir voru mótefnafléttur, mótefni gegn rauðum kindablóðkorn- um (mælt með rauðkornarofi), gigtarmótefni, mannósa bindilektín (mælt með ELISA), IgA og IgG anti-Clq mótefni (mælt með ELISA) og CRP (mælt með ónæmismælingu). Niðurstöðun Niðurstöðurnar leiddu í ljós misræmi milli prófa í 10% hinna 300 óvöldu sjúklingasýna, þar af voru 6,3% lág í gelprófinu en eðlileg í Iausn. Meirihluti þessara sýna (68%) voru með hitaþolinn, hamlandi þátt. Þegar nánari athugun var gerð á eðli þessa hamlandi þáttar kom í ljós að mörg sýnanna voru með mótefni gegn rauðum kindablóðkomum og einnig kom fram aukið magn IgA anti-Clq mótefna. Umræða: Misræmið virðist lilkomið vegna hækkunar á IgA anti- Clq mótefnum og mótefnum gegn rauðum kindablóðkornum. Aðrir þættir gætu einnig komið hér við sögu þar sem þessir tveir framangreindu skýrðu ekki misræmið að fullu. Mælingin sem gerð er í geli virðist vera viðkvæmari fyrir áhrifum truflandi þátta, líklega vegna þess að í henni er notast við óþynnt sermi. Það má því segja að ef ætlunin er að meta heildarvirkni klassíska ferils komplement- kerfisins sé áreiðanlegra að gera mælinguna í lausn og með sermi sem þynnt er 1/100. Þó gæti gelprófið komið að gagni til að greina hækkun á IgA anti-Clq mótefnum, reynist hún klínískt áhugaverð. E 27 Stjórnunaráhrif TGFjj á T-frumur ákvarðast af boðleið og lengd ræsingar Sigríður Reynisdóttir1, Hekla Sigmundsdóttir2, Jóhann Elí Guðjónsson2, Helgi Valdimarsson, Björn Rúnar Lúðvíksson2 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræöi Netfang: bjornlud@landspitali.is Inngangur: TGF-þl getur haft margvísleg áhrif á T-frumustarfsemi. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka sérstaklega áhrif TGF-þl á aðalræsingarleiðir T-frumna. Áhrif TGF-þl voru því metin annars vegar á starfsemi T-frumna eftir virkjun gegnum T- frumuviðtakann (anti-CD3: bein ræsing) og hins vegar eftir ræsingu með súperantigenum (óbein ræsing). Þar sem rekja má meingerð sóra til T-frumna þá voru þessi áhrif jafnframt metin hjá slíkum einstaklingum. Læknablaðid/Fylgirit 44 2002/88 31

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.