Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 32
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA Efniviður og aðferðir: Eitilfrumur voru einangraðar úr heilblóði frá heilbrigðum og einstaklingum með sóra. Frumur voru annað hvort ræstar með anti-CD3 eða streptókokkasúperantigeni C (SPEC) í stórum og litlum skömmtum með eða án TGF-(31(10 ng/mL). Niðurstöður: Ræsing með anti-CD3: Bæliáhrif TGF-(31 á T-frumu- fjölgun voru mest áberandi eftir háskammtaræsingu. Áhrifanna gætti jafnt meðal CD4+ og CD8+ T-frumna eftir skammtímaræs- ingu (48 klukkustundir). Hins vegar gætti slíkra bæliáhrifa einungis meðal CD8+ T-frumna eftir langtímaræsingu (96 klukkustundir). T- frumur einstaklinga með sóra virtust ekki vera jafn næmar fyrir bæliáhrifum TGF-fll (bælistuðull: 69,6% á móti 78,7%). Þó svo að T-frumur sórasjúklinga framleiddu meira magn af interferon-y gætti áhrifa TGF-(31 jafnt til bælingar á slíkri framleiðslu hjá báðum hópum. Ræsing með SPEC: Við óbeina skammtíma- og lágskammta- ræsingu eitilfrumna eykur TGF-(31 virkni og fjölgun bæði CD4+ og CD8+ T-frumna. Ályktanin Ljóst er að tímalengd og boðleið ræsingar stýrir áhrifum TGF-(1I á afdrif T-frumna. Hugsanlegt er að misvægi á slíkum boð- leiðum hafi hlutverki að gegna í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma eins og sóra vegna viðvarandi ræsingar sjúkdómsvaldandi CD8+ T-frumna. E 28 Tíðni Alzheimerssjúkdóms á hjúkrunarheimilum utan Reykjavíkur Ársæll Jónsson Öldrunarlækningasvið Landspílala Landakoti Nclfang: arsaellj@landspitali.is Inngangur: Áhugavert er að kanna tíðni heilabilunar á hjúkrunar- heimilum landsbyggðarinnar með sérstöku tilliti til Alzheimers- sjúkdómsins til samanburðar á milli ólíkra staða landsbyggðarinnar innbyrðis og þéttbýlisins hins vegar. Efniviður og aðferðir: Öldrunarlæknir fór sérstaka ferð um lands- byggðina á tímabilinu maí/júní 1999. Dagana fyrir heimsókn var haft samband við yfirlækni eða staðgöngumann hans símleiðis og fengnar ráðleggingar um ábyrgan umönnunaraðila og farið með honum yfir sjúkraskýrslur vistmanna. Taldir voru þeir vistmenn sem áttu við heilabilun að stríða og sjúkdómsþróun benti til Alzheimerssjúkdóms. Niðurstöður: Fullnægjandi upplýsingar fengust á 40 hjúkrunarheim- ilum með 1.145 virkum vistrýmum. í þessum rýmum töldust 493 sjúklingar með Alzheimerssjúkdóm (AD) eða í um 43% rýmanna. Eftir landshlutum töldust stofnanirnar sjö á Suðurlandi (211 rými, 45% sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm), þrjú á Reykjanesi (80 rými, 55% sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm), sjö á Vesturlandi (290 rými, 43% sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm), sjö á Vestfjörðum (61 rými, 46% sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm), 12 á Norðurlandi (402 rými, 41% sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm) og fjórar á Aust- urlandi (101 rými, 38% sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm). Ályktanir: Rannsókn þessi leiðir í ljós að tæpur helmingur vistrýma á landsbyggðinni er nýttur við umönnun sjúklinga með Alzheimers- sjúkdóm. Breytileiki á milli landshluta (38-55%) endurspeglar lík- lega mismunandi þjónustuvægi á hjúkrunarheimilum landsbyggð- arinnar. Þessar niðurstöður sýna mun lægri tölur en finnast í Reykjavík, í Noregi og í Bandaríkjunum en þar hefur þróun undan- farandi ára sýnt vaxandi hlutdeild heilabilunarsjúkdóma meðal aldraðra sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum. E 29 Fíknsjúkdómar, viðhorf og starfsvenjur lækna. íslensk könnun Valgerður Á. Rúnarsdóttir, Þórarinn Tyrfingsson Meðferöarstofnanir SÁÁ Netfang: valgerdurr@saa.is Inngangur: Viðhorf lækna til áfengissýki og annarra fíknsjúkdóma, menntun þeirra og færni til að greina vandann og grípa inn í hann, hefur sætt gagnrýni í erlendum könnunum og skrifum. Til að kanna hug og starfsvenjur íslenskra heimilislækna var þeim send könnun með 20 spurningum á haustdögum 2001. Efniviður og aðferðir: Tvö hundruð læknum, sem voru skráðir í Félag heimilislækna, var send nafnlaus könnunin í pósti. Spurt var meðal annars um mat þeirra á kennslu í áfengis- og vímuefnasjúk- dómum í læknadeild, hvemig skimunum fyrir áfengi, vímuefnum og reykingum væri háttað á stofu þeirra, viðhorf þeirra til áfengis- og vímuefnameðferðar, um fíkla í sjúklingahópi þeirra, spraulufíkla, fólk í bata og fleira. Faraldsfræðilegar spurningar um kyn, aldur, sérmenntun og starfsumsvif. Niðurstöðun Eitt hundrað tuttugu og fimm svör bárust, 123 voru not- uð. Niðurstöður sýndu meðal annars að 76% svarenda fannst kennsla í áfengis- og vímuefnasjúkdómum í læknadeild „engin eða of lítil“. I reglubundnu eftirliti á stofunni spyrja aðeins 22% „oftast eða alltaf“ um áfengisneyslu, en 69% spyrja „oftast eða alltaf“ um reyk- ingar. Níutíu og þrjú prósent telja að áfengis- og vímuefnameðferð sé gagnleg („já eða yfirleitt“) og 22% telja að árangur meðferðar sé betri eða sambærilegur við meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Átta prósent töldu áfengissýki ekki vera sjúkdóm, 9% vímuefna- fíkn ekki sjúkdóm og 12% töldu nikótínfíkn ekki vera sjúkdóm. Ályktanir: Draga má þá ályktun að viðhorf íslenskra heimilislækna til áfengis- og vímuefnameðferðar sé gott. Skimun fyrir áfengis- neyslu og vímuefnanotkun er ekki algeng en hins vegar er mjög al- menn skimun fyrir reykingum. Svörin benda til að íslenskum lækn- um finnist vanta upp á kennslu í áfengis- og vímuefnasjúkdómum. E 30 Náttúruefni - aukaverkanir og milliverkanir við lyfseðilsskyld lyf Ólöf Þórhallsdóttir', Kristín Ingólfsdóttir', Magnús Jóhannsson" 'Lyfjafræðideild Háskóla íslands, Mæknadeild Háskóla íslands Netfang: olof@omega.is Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna fjölda auka- verkana og milliverkana sem rekja má til neyslu náttúrulyfja, nátt- úruvara og fæðubótarefna hér á landi. Einnig að kanna viðhorf lækna á Islandi til þessara efna. Efniviður og aðferðin Spurningalisti var sendur til allra lækna á land- inu, alls 1.083. Spurt var hvort viðkomandi læknir hafi orðið/hugsan- lega orðið var við auka- eða milliverkanir sem rekja mætti til neyslu náttúrulyfja, náttúruvara eða fæðubótarefna hér á landi. Einnig var spurt um viðhorf til efnanna. Leit var gerð í tölvukerfum Landspítala eftir skráningarnúmerum sem þóttu líkleg til að sýna innlagnir vegna neyslu náttúruefna. Jafnframt var fylgst daglega með bráðamóttök- um sjúkrahússins í einn mánuð, fyrirspurnir vegna náttúruefna til Eitrunarmiðstöðvar voru skoðaðar og að lokum athugað hvort tilkynningar hefðu borisl Lyfjastofnun eða landlæknisembættinu. Niðurstöður: Spurningalistanum svöruðu 410 læknar. Þar af höfðu 134 orðið varir/hugsanlega orðið varir við fyrrgreindar aukaverkan- 32 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.