Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 45
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA storkuþáttarþykknis 2001 var 4.000 E/kg og stefnir í 2.000 E/kg 2002. Ályktanir: Notkun rofecoxib í dreyrasýki A hefur ekki verið lýst fyrr. Rofecoxib leiddi til minnkunar á einkennum án aukningar blæðinga og til verulegrar minnkunar á notkun storkuþáttarþykknis. V 14 Gæði skráningar lyfjaávísunar og -notkunar á sjúkrahúsum Rakel F. Kolbeins', Anna Birna Almarsdóttir2, Ástráður B. Hreiðarsson3 'Delta hf, 2íslensk erfðagreining, ’Landspítali Hringbraut Netfang: rakel@delta.is Tilgangur rannsóknar: Gæðum skráningar lyfjaávísana og lyfja- nolkunar á sjúkrahúsum er ábótavant samkvæmt erlendum rann- sóknum. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna gæði lyfja- gagna á sjúkrahúsum á Islandi. Efniviður og aðferðir: Kerfisbundið slembiúrtak af 200 sjúkra- skrám var tekið af fjórum deildum (lyflækninga-, bæklunarskurð-, krabbameins- og kvenlækningadeild) Landspítala Hringbraut. Valdir voru síðustu 50 sjúklingarnir sem höfðu útskrifast af viðkom- andi deild frá 1.1-1.7. 2000. Lyfjaupplýsingar skráðar við komu og í læknabréfi voru bornar saman við lyfjaupplýsingar í sjúkraskrá (sjúkraskrárrýni). Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinganna var 56,7 ár (15-91 árs), 70 karlar og 130 konur. Alls voru skráð 249 samheitalyf og voru að meðaltali 10,0 lyf skráð á hvern sjúkling. Tíðni ósamræmis í lækna- bréfi einu sér var 39%. Marktækur munur var á skráningu í lækna- bréfi milli deildanna (p=0,002) og var ósamræmi mest hvað þetta varðar á bæklunarskurðdeild (60%). Lyflækningadeild hafði lægstu tíðni ósamræmis (18%). Tíðni ósamræmis ílyfjaupplýsingum skráð- um við komu ásamt í læknabréfi var 64%. Marktækur munur á þessu var milli deildanna (p=0,022) og var ósamræmið mest á kven- lækningadeild (80%). Ályktanir: Það hefur komið glöggt í Ijós að skráningu lyfjaupplýs- inga í sjúkraskrár mætti bæta og athuga þarf skráningu slíkra upp- lýsinga í læknabréf. Það er vænlegur kostur að skrá fyrirmæli og lyfjanotkun jafnóðum á rafrænt form og þar með yrðu allar upplýs- ingar mun aðgengilegri og nákvæmari. V 15 Áhrif Pseudomonas aeruginosa á öndunarfæraþekju in vitro Eygló Ó. Þórðardóttir', Pradeep K. Singh2, Ólafur Baldursson3 'Læknadeild Háskóla íslands, 2University of Iowa Hospitals and Clinics, Iowa City, Iowa, 3Landspítali háskólasjúkrahús Netfang: eygloosk@yahoo.com Inngangur: Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis, CF) er banvænn, arfgengur sjúkdómur sem stafar af galla í klóríðjónagöngum. Lang- vinnar lungnasýkingar af völdum Pseudomonas aeraginosa (PA) eru alvarlegasta heilsufarsvandamál þessara sjúklinga. Sýklalyfja- meðferð upprætir ekki sýkingarnar að fullu. Það er talið stafa af því að P. aeruginosa, sem yfirleitt eru stakir svifsýklar, myndar samfélag sem kalla má sýklaskænu (biofilm) í lungum sjúklinga með slím- seigjusjúkdóm. Skænan er föst við lungnaþekjuna og myndar slím úr fjölsykrungum sem ver sýklana gegn lyfjum og ónæmiskerfi hýs- ilsins. Fyrsta skrefið í myndun sýklaskænu er viðloðun sýkla við yfirborð. P. aeruginosa loðir illa við heilbrigða öndunarfæraþekju en ef þéttitengsl (zonula occludens) milli frumna hafa orðið fyrir skemmdum komast sýklar að viðtökum sem eru á basolateral hlið- um frumna. Bakterían Vibrio cholerae myndar eiturefni, zonula occludens toxin (Zot), sem hefur áhrif á þéttitengsl. Samstarfsmenn okkar uppgötvuðu nýlega að í erfðamengi P. aeruginosa finnst gen fyrir skyldu eiturefni og finnst í V. cholerae (Zot-líkt prótín) og að P. aeruginosa sýklaskæna tjáir tífalt meira af þessu efni en P. aeruginosa svifbakteríur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort P. aeruginosa sýklaskæna væri skaðlegri öndunarfæra- þekju en P. aeruginosa svifbakteríur og hvort slíkur munur stafaði af Zot-lrku prótíni. Efniviður og aðferðir: Við notuðum P. aeruginosa af stofni PA01 lil að útbúa skænu og svifbakteríur. Við bárum saman áhrif skænu annars vegar og svifsýkla hins vegar á rafviðnám öndunarfæraþekju in vitro. Næst notuðum við stökkbreytt afbrigði af PAOl sem inni- heldur plasmíð sem yfirtjáir Zot-líka prótínið og gerðum sams kon- ar samanburð. Niðurstöður: Rafviðnám öndunarfæraþekju sem var meðhöndluð með PAOl sýklaskænu minnkaði marktækt hraðar en viðnám önd- unarfæraþekju sem var meðhöndluð með svifsýklum. Rafviðnám öndunarfæraþekju sem var meðhöndluð með stökkbreyttu afbrigði P. aeruginosa (yfirtjáir Zot-líka prótínið) féll hraðar en viðnám önd- unarfæraþekju sem var meðhöndluð með óbreyttum PA01 svifsýkl- um. Munurinn var ekki marktækur. Umræða: Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að P. aeruginosa sýklaskæna sé skaðlegri en P. aeruginosa svifsýklar fyrir öndunar- færaþekju. Niðurstöður okkar gefa einnig vísbendingu um að Zot- líka prótínið beri ábyrgð á þessum skaða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta þessar niðurstöður og meta hugsanlegt hlutverk Zot- líks prótíns í langvinnum lungnasýkingum af völdum P. aeruginosa. V 16 Öryggi rabeprazóls og ómeprazóls í viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði. Áhrif fimm ára meðferðar á gastrín í sermi Hallgrímur Guðjónsson’, Einar Oddsson', Bjarni Þjóðleifsson', Herdís Ástráðsdóttir', Hafdís Aradóttir', Neil Miller2, John Salter2 'Rannsóknastofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraul, 'Lisai Ltd, London Netfang: bjarnit@landspitali.is Inngangur: Hækkun á gastríni í serrni er eðlileg lífeðlisfræðileg af- leiðing af meðferð með sýrulækkandi lyfjurn og er í réttu hlutfalli við virkni lyfjanna. Ómeprazól er brotið niður af CYP2C19 ensíminu og er virkni breytileg milli einstaklinga og getur því gefið mismunandi sýruhemlun. Rabeprazól brotnar niður óháð CYP2C19 og virkni milli einstaklinga er lítið breytileg. Hækkun á gastríni í sermi veldur carcinoid æxlum hjá rottum en það hefur ekki fundist hjá mönnum. Tilgangur: Að kanna áhrif fimm ára meðferðar með ómeprazóli 20 mg eða rabeprazóli 10 eða 20 mg á gastrín í sermi hjá mönnum. Efniviður og aðfcrðir: Skilyrði lyrir þátttöku var vélindabakflæði með bólgu, sem hafði gróið á prótonpumpuhemjum, hvor tveggja staðfest með speglun. Tvö hundruð fjörutíu og þremur sjúklingum var síðan gefið ómeprazól 20 mg eða rabeprazól 10 eða 20 mg, sem var ákveðið með tvíblindu slembivali. Eitt hundrað tuttugu og þrír luku fimm ára meðferð. Gastrín í sermi var mælt eftir 13, 26 og 52 vikur og síðan árlega eftir það. Staðtölulegur samanburður var gerður með ANOVA líkani af logariþma breyttu svæði undir gastrínblóðþéttnikúrfu (AUC). Niðurstöður: Meðaltal á þéttni gastríns í sermi er sýnt í mynd. Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 45

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.