Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 38
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS (SLENSKRA LYFLÆKNA um og reyndist hækkun slagbilsþrýstings um 1 mmHg á ári auka hættu á kransæðasjúkdómi um 5,4% (95% öryggisbil 0,5-10,6%). Breyting lagbilsþrýstings var ekki marktækur áhættuþáttur sjúkdóms, hvorki hjá konurn né körlum. Breyting slagbilsþrýstings reyndist ekki marktækur áhættuþáttur kransæðasjúkdóms hjá konum. Alyktanir: Mælt gildi blóðþrýstings virðist spá betur fýrir um áhættustig einstaklinga en mælingar á breytingum hans þegar um svo valinn hóp er að ræða. E 44 Bráð netjubólga/heimakoma á ganglimum. Framskyggn sjúklingasamanburðarrannsókn á áhættuþáttum og tengslum við sveppasýkingar á fótum Sigríður Björnsdóttir', Anna Þórisdóttir2, Magnús Gottfreðsson2, Gunnar B. Gunnarsson2, S. Hugrún Ríkarðsdóttir2, Már Kristjánsson2, Ingibjörg Hilmarsdóttir3 'Lyflækningadeild, 2smitsjúkdómadeild og ’sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: sigga_bjorns@hotmail.com Inngangur: Netjubólga og heimakoma (N/H) eru alvarlegar sýking- ar í húð og húðbeð, sjúkrahúsvist er oft nauðsynleg og endursýking- ar algengar. Gerð var framskyggn rannsókn á áhættuþáttum sýking- anna, með sérstakri áherslu á sveppasýkingar á fótum. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar sem lögðust inn á Landspítala háskólasjúkrahús með bráða netjubólgu og heima- komu og samanburðareinstaklingar (SBE), tveir fyrir hvern sjúk- ling. Pörun var gerð með tillili til aldurs og kyns. Hver einstaklingur svaraði spurningalista um heilsufar og gekkst undir skoðun á gang- limun. Eftirfarandi sýklarannsóknir voru frantkvæmdar á netju- bólgu- og heimakomusýktum fæti sjúklinga og samsvarandi fæti samanburðareinstaklinga: strok frá táfit fyrir bakteríuræktun og skaf frá nöglum, táfitjum og il fyrir svepparannsókn. Við tölfræði- lega útreikninga voru notuð kí-kvaðratspróf með Yates leiðrétt- ingu, t- og Mann-Whitney próf og kappa samræmisstuðull. Niðurstöður: Fjörutíu og sjö sjúklingar, 31 karl og 16 konur, og 88 samanburðareinslaklingar voru rannsakaðir. Meðalaldur var 62,5 og 63,5 ár. Sjúklingar sem lögðust inn með sína fyrstu sýkingu (hóp- ur Sl) reyndust vera ólíkir þeim sem höfðu fyrri sögu um netju- bólgu og heimakomu (hópur S2). Hóparnir voru því skoðaðir í sitt hvoru lagi, hver með sínum samanburðareinstaklingi. Meðalaldur hópa S1 og S2 var 56,6 og 68,7 ár (p=0,05). Hópur S1 hafði hærri þyngdarstuðul en samanburðareinstaklingar (meðaltal 28,8 á móti 25,1, miðgildi 27,6 á móti 24,6; p<0,01), stundaði fremur sund (63% á móti 35%; p<0,05) og hafði oftar táfitjabreytingar (96% á móti 65%; p=0,01). Hópur S2 hafði oftar sveppasýkingar í nöglum en samanburðareinstaklingar (70% á móti 26%; p=0,002). Eini þáttur- inn sem var algengari hjá bæði hópum S1 og S2 en hjá samanburð- areinstaklingum var ræktun S. aureus og beta-hemólýtískra streptó- kokka, gr A, C eða G, frá táfitjum (p<0,001). Ályktanir: Bakteríur sem geta orsakað netjubólgu og heimakomu fundust oftar í táfitjum sjúklinga en samanburðareinstaklinga. Sjúk- lingar með fyrstu netjubólgu- og heimakomusýkingu höfðu oftar tá- fitjabreytingar en samanburðareinstaklingar, en hið sama gilti ekki um sjúklinga sem höfðu fyrri sögu um netjubólgu og heimakomu. Rannsóknin sýnir sterkari tengsl netjubólgu og heimakomu við meinvaldandi bakteríur í táfitjum en við táfitjabreytingar og sveppasýkingar á fótum. E 45 Blóðsýkingar af völdum Candida sp. eftir stofnfrumu- ígræðslu hjá konum með brjóstkrabbamein Magnús Gottfreðsson, Vredenburgh JJ, Xu J, Schell WA, Perfect JR Lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítaia háskólasjúkrahúss, smitsjúkdómadeild Duke University, Norður-Karólínu, Bandaríkjunum Netfang: magnusgo@landspitali.is Inngangun ífarandi sveppasýkingar eru vaxandi vandamál rneðal mikið veikra sjúklinga, svo sem eftir krabbameinslyfjameðferð og beinmergsígræðslu. Stofnfrumuígræðslu hefur verið beitt í tilrauna- skyni hjá konurn með útbreitt brjóstkrabbamein um 15 ára skeið. Notast er við frumur frá konunum sjálfum (autologous bone marrow transplant). Við könnuðum tíðni blóðsýkinga af völdum Candida gersveppa meðal þessara sjúklinga. Einnig var gerð sjúklingasaman- burðarrannsókn til að meta dánartíðni af völdum sýkinganna. Efniviður og aðferðir: Á árunum 1992-1997 fengu 845 konur með brjóstkrabbamein á stigi III-IV háskammtakrabbameinslyfjameð- ferð og síðan stofnfrumuígræðslu. Fyrir hvern sjúkling sem greind- ist með Candida sp. í blóði voru fundnar tvær konur sem voru á sarna aldri, með sjúkdóm á sama stigi og fengu stofnfrumuígræðslu á sama tíma. Sveppastofnar þeirra sjúklinga sem greindust með blóðsýkingar voru tegundagreindir að nýju, næmisprófaðir og skyldleiki þeirra kannaður með PCR. Niðurstöður: Tuttugu og níu konur (3,4%) fengu blóðsýkingar með Candida sp. Algengasta tegundin var Candida tropicalis (50%), en Candida albicans kom þar á eftir (23%). Dánartíðni kvenna með sveppasýkingu í blóði var 35%, 90 dögum eftir beinmergsígræðslu, en 11% hjá konum í samanburðarhópi (p=0,01). Dánartíðni sem rekja má beint til sýkingarinnar var þannig 24%. Dánartíðni var hæst meðal kvenna sem sýktust með C. albicans (p=0,037). Allir sveppastofnarnir voru næmir fyrir amfóterisíni B og 20 af 30 voru næmir fyrir flúkonazóli. Rannsóknir á arfgerð sveppastofnanna leiddi í ljós að meirihluti C. tropicalis stofnanna hafði sömu arfgerð og benda þannig til að um mögulegan faraldur innan sjúkrahússins hafi verið að ræða á þessu árabili. Ályktanir: Blóðsýkingar af völdurn Candida sp. eru mun fátíðari þegar notaðar eru stofnfrumur frá sjúklingunum sjálfum en þegar notaður er beinmergur frá öðrum gjöfum (allogeneic transplant). Tíðnin er lág þrátt fyrir að ekki séu gefin fyrirbyggjandi sveppalyf. Dánartíðni vegna sýkinganna er hæst meðal þeirra kvenna sem sýktar eru með C. albicans. E 46 ífarandi meningókokkasýkingar á íslandi, faraldsfræðilegt yfirlit áranna 1975-2001 Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Hjördís Harðardóttir, Karl G. Kristinsson Lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: magnusgo@landspitali.is Inngungur: ífarandi sýkingar af völdum meningókokka eru stórfellt heilbrigðisvandamál um heirn allan. Vonir eru bundnar við að unnt verði að lækka tíðni slíkra sýkinga með bólusetningum, en lil þess að unnt sé að meta ávinning af slíkum aðgerðum er nauðsynlegt að nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um faraldsfræði sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður blóð-, liðvökva- og mænuvökvaræktana á Islandi fyrir árin 1975-2001 og þeir sjúklingar skráðir sem greindust með sýkingar af völdum Neisseria meningi- 38 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.