Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Side 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Side 47
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA hafa verið staðlaðir. Magn blóðskiiunar er metið meðal annars með þvagefnisminnkunarhlutfalli (ÞMH (urea reduction ratio, URR)) og miðað við að minnsta kosti 65% minnkun við hverja skilun. Hemóglóbín (hgb) ber að viðhalda yfir 110-120 g/1, albúmín í sermi (S-alb) er æskilegt að hafa yfir 36 g/1, fosfat (S-P) undir 1,8 mmól/1 og kalkkirtlahormón (parathormone) (S-PTH) á bilinu 60-300 pg/ml. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur með- ferðar við lokastigsnýrnabilun hjá blóðskilunarsjúklingum á Islandi með tilliti til þessara þátta. Efniviður og aðferðir: Kannað var þvagefnisminnkunarhlutfall, hemóglóbínmagn í blóði, albúmín í sermi, fosfat, kalkkirtlahormón og C-reaktíft prótín (CRP) í sermi hjá öllum blóðskilunarsjúkling- um sem gengust undir langvinna blóðskilun í lok mars 2002. Niðurstöður: Þrjátíu og þrír sjúklingar voru í langvinnri blóðskilun í mars 2002, 18 karlar og 15 konur. Meðalaldur var 60+17 ár og meðaltími á blóðskilunarmeðferð var 26±29,9 mánuðir. Meðalgildi fyrir þvagefnisminnkunarhlutfall var 69±8,3%, hemóglóbín var 124±13,6 g/1, albúmín í sermi var 34±4,8 g/1, fosfat var 1,94±0,45 mmól/1 og kalkkirtlahormón var 374±347 pg/ml. Hlutfall sjúklinga með þvagefnisminnkunarhlutfall lægra en 65% var 15%, með hemóglóbín lægra en 110 g/115%, með albúmín í sermi lægra en 36 g/1 54%, með fosfat hærra en 1,8 mmól/ 54% og með kalkkirtla- hormón utan æskilegra marka var hlutfallið 48%. S-CRP mældist hækkað hjá 70% sjúklinga. Alyktanir: Magn skilunar og meðferð blóðleysis má telja góð hér á landi. Meðferð hækkaðs fosfats og kalkkirtlahormóns er ábótavant en svipað og sést meðal annarra þjóða. Albúmín í sermi er lágt hér miðað við annars staðar og má ef til vill rekja til verra næringar- ástands sjúklinga hér eða langvinns bólguástands. Hækkun á CRP í stórum hluta sjúklinganna bendir til hins síðarnefnda. PARIET Janssen-Cilag SÝRUHJÚPSTÖFLUR R E Virkt innihaldsefni: Rabeprazolum INN. Ábendingar: Virkt skeifugarnarsár, virkt góðkynja magasár, bakflæðissjúkdómar í maga og vélinda með tærandi og særandi einkennum, bakflæðissjúkdómar í maga og vélinda, lantímameðferð. í Samsetningu með sýklalyfjameðerð til að uppræta H. pylori hjá sjúklingum með sársjúkdóma í maga, vélinda eða skeifugörn. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir/aldraðir: Virkt skeifugarnarsár og virkt góðkynja magasár: 20 mg einu sinni á dag að morgni. Flestir sjúklingar með virkt skeifugarnarsár ná bata innan fjögurra vikna. Sumir sjúklingar geta þó þurft aðra fjögurra vikna meðferð til þess að ná bata. Flestir sjúklingar með virkt góðkynja magasár ná bata innan sex vikna. En eins og áður geta sumir sjúklingar þurft aðra sex vikna meðferð til þess að ná bata. Tærandi eða særandi bakflæðissjúkdómar í maga/vélinda: 20 mg einu sinni á dag í 4-8 vikur. Langtímameðferð við bakflæðissjúkdómum í maga/véiinda: 10 eða 20 mg viðhaldsskammtur einu sinni á dag, háð svörun sjúklings. Uppræting á H. pylori: Sjúklinga með H. pylori sýkingu skal meðhöndla með upprætingarmeðferð. Mælt er með eftirfarandi samsetningu sem gefin er í 7 daga: Pariet 20 mg tvisvar sinnum á dag + klaritrómýcín 500 mg tvisvar sinnum á dag og amoxicillín 1 g tvisvar sinnum á dag. Fyrir ábendingar þar sem meðhöndlun er einu sinni á dag á að taka Pariet töflur á morgnana, fyrir mat til þess að auka meðferðarfylgni. Skert starfsemi nýrna eða lifrar: Ekki þarf að breyta skömmtum handa sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Sjá “Varnaðarorð og varúðarreglud'. Börn: Lyfið ekki ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir rabeprazóli, afleiðum benzímídazóls eða einhverju hjálparefni lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðarorð og varúðarreglur: Minnkun sjúkdómseinkenna við meðferð með rabeprazóli útilokar ekki að illkynja breytingar í maga eða vélinda séu fyrir hendi. Þess vegna á að útiloka illkynja breytingar áður en meðferð er hafin. Fylgjast skal reglulega með sjúklingum í langtímameðferð (sérstaklega þeim sem eru meðhöndlaðir lengur en í eitt ár). Aðvara skal sjúklinga um að tyggja ekki né mylja. Lyfið er ekki ráðlagt börnum, þar sem engin reynsla er af notkun hjá þessum hópi. Engin gögn varðandi minnkað öryggi lyfsins komu fram í rannsókn hjá sjúklingum með vægan eða miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi samanborið við viðmiðunarhóp af sama aldri og kyni en þar sem ekki er að finna gögn um notkun lyfsins við meðferð sjúklinga með alvarlegar truflanir á lifrarstarfsemi, er þeim sem ávísa lyfinu ráðlagt að gæta varúðar þegar meðferð með lyfið er fyrst hafin hjá slíkum sjúklingum. Milliverkanir: Rabeprazól er umbrotið af cýtókróm P450 (CYP450) kerfinu í lifur eins og önnur lyf af flokki prótónupumpuhemla (PPI). Rannsóknir á heilbrigðum einstaklingum hafa sýnt að rabeprazól hefur ekki klínískt marktækar milliverkanir við lyf sem voru rannsökuð og umbrotna fyrir tilstilli CYP450 kerfisins, warfarín, fenýtóín, teófýllín og díazepam. Rabeprazól veldur mikilli og langvarandi hömlun á seytingu magasýru. Milliverkanir við lyf þar sem frásog er háð sýrustigi geta komið fram. Því getur þurft að fylgjast með hverjum sjúklingi þegar slík lyf eru tekin samhliða rabeprazóli til þess að ganga úr skugga um hvort stilla þurfi skammta. Rabeprazól hefur ekki neikvæð áhrif á plasmaþéttni amoxicillíns eða klaritrómýcíns þegar það er gefið samtímis í þeim tilgangi að uppræta H. pylori sýkingu í efri hluta maga og garna. Engar milliverkanir við sýrubindandi lyf á fljótandi formi hafa sést. Það voru engar klínískt marktækar milliverkanir yið fæðu. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið á ekki að nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota lyfið. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Á grundvelli lyfhrifa og samantektar um aukaverkanir er ólíklegt að lyfið valdi truflunum við akstur eða minnki hæfni til að nota vélar. Ef árverkni verður minni vegna syfju er þó ráðlegt að forðast akstur og stjórnun flókins vélbúnaðar. Aukaverkanir: Lyfið þoldist yfirleitt vel í klínískum rannsóknum. Aukaverkanir sem komu fram hafa yfirleitt verið vægar eða fremur vægar og skammvinnar í eðli sínu. Algengustu aukaverkanirnar (tíðni > 5%) í klínískum rannsóknum voru höfuðverkur, niðurgangur og ógleði. Algengar (>1%): Atmennar. Höfuðverkur, þróttleysi ótilgreindir verkir/bakverkir, svimi, inflúensulík einkenni, sýking , svefnleysi. Meltingarvegur. Niðurgangur, ógleði, kviðverkir, uppþemba, kokbólga, uppköst, hægðatregða. Öndunarfæri: Nefslímubólga, hósti. Sjaldgjæfar (0,1-1%): Almennar. Vöðvaþrautir, brjóstverkir, svefnhöfgi, kuldahrollur, ropi, sinadráttur í fótum, liðverkir, hiti. Meltingarvegur. Munnþurrkur, meltingartruflanir. Húð: Útbrot. Öndunarfær'r. Berkjubólga, skútabólga. GeáTaugaóstyrkur. Þvagfæri: Þvagfærasýkingar. Ofskömmtun: Allt að 80 mg skammtar á dag hafa þolast vel. Ekkert sérstakt mótefni er þekkt. Rabeprazól er mjög mikið próteinbundið og er þess vegna ekki auðvelt að himnuskilja. Eins og við aðra ofskömmtun á að veita meðferð við einkennum og almenna stuðningsmeðferð. Lyfhrif: Rabeprazól tilheyrir flokki andseytandi efna, benzímídazólafleiða, sem sýna hvorki andkólínvirka né H2 histamínblokkandi eiginleika, en bæla losun magasýru með sérstakri hömlun á H+/K+-ATPasa ensíminu. Áhrif eru skammtaháð og leiða til hömlunar á bæði grunn- og örvaðri sýrulosun, óháð áreiti. Andseytandi virkni: Eftir inntöku 20 mg skammts af rabeprazól natríum hefst andseytandi verkun innan einnar klst., hámarksáhrif koma fram innan 2-4 klst. Áhrif á gastrín f sermi: í klínískum rannsóknum voru sjúklingar meðhöndiaðir einu sinni á dag með 10 mg eða 20 mg af rabeprazól natríum í allt að 43 mánuði. Gastrínþéttni í sermi jókst á fyrstu 2 til 8 vikunum sem endurspeglar hamlandi áhrif á sýrulosun og hélst stöðug meðan á meðferð stóð. Önnur áhrif: Ekki hafa sést almenn áhrif rabeprazól natríum á miðtaugakerfi, hjarta- og æðakerfi og öndunarfæri hingað til. Rabeprazól natríum, gefið í inntöku í 20 mg skömmtum í 2 vikur, hafði engin áhrif á starfsemi skjaldkirtils, kolvetnisefnaskipti eða blóðþéttni skjaldkirtilshormóns, kortisóls, estrógens, testósteróns, prólaktíns, kólesýstókíníns, sekretíns, glúkagons, FSH, LH, reníns, aldósteróns og vaxtarhormóns. Lyfjahvörf: Frásog: Lyfið er á formi sýruhjúptaflna. Þetta lyfjaform er nauðsynlegt þar sem rabeprazól er óstöðugt í sýru. Frásog rabeprazóls hefst þess vegna ekki fyrr en taflan fer úr maga. Frásog er hratt, hámarksþéttni rabeprazóls kemur fram um 3,5 klst. eftir 20 mg skammt. Dreifing: Rabeprazól er um 97% bundið plasmapróteinum í mönnum. Umbrot og útskilnaður: Hjá mönnum eru tíóeter (M1) og karboxýlsýra (M6) aðalumbrotsefni í plasma auk súlfóns (M2), desmetýltíóeters (M4) og merkaptúrsýruafleiðu (M5) sem eru lítilvæg umbrotsefni sem greinast í minna mæli. Pakkningar/verð:. 01.03.02 10 mg: 28 stk. - 3207 kr, 56 stk. - 5751 kr. 20 mg: 14 stk. - 2910 kr., 28 stk - 5196 kr., 56 stk. - 9223 kr. Hámarksmagns sem ávísa má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti. Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 4V

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.