Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 41
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA aldri sjúklinga kemur í ljós að yngsti (innan 15 ára) og elsti (yfir 65 ára) aldurshópurinn hefur svipað hlutfall af hjúpgerðum 6,14 og 19, en algengasta hjúpgerðin, 7, er mun algengari meðal 16-64 ára. Hið nýja 7-gilda bóluefni (Prevnar) veitir mismikla vörn eftir aldurshóp- um, að hámarki 83,3% hjá börnum (innan 15 ára), 62,9% hjá þeim sem eru yfir 65 ára en aðeins 44,4% hjá sjúklingum 16-64 ára. Hið 23-gilda fjölsykrubóluefni sem verið hefur í notkun um árabil inni- heldur hjúpgerðir 98,6% allra stofna sem greindust í þessari rann- sókn. Ekki var marktækur munur á hjúpgerð pneumókokka sem ræktuðust frá mænuvökva eða blóði. Dánartíðni sjúklinga með hjúpgerð 11 (þrír af sjö) var marktækt hærri en dánartíðni sjúklinga með aðrar hjúpgerðir (p=0,045). Alyktanir: Dreifing hjúpgerða er aldursbundin. Hjá yngsta og elsta aldurshópnum valda hlutfallslega færri hjúpgerðir stærri hluta sýk- inganna. Algengasta hjúpgerðin í ífarandi sýkingum hér á landi er hjúpgerð 7, en hana er ekki að finna í hinu nýja 7-gilda bóluefni. V 04 Árangur lyfjameðferðar við Graves sjúkdómi á íslandi Ari J. Jóhannesson Lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: arijoh@landspitali.is Inngangur: Graves sjúkdómur er langalgengasta orsök skjaldvaka- ofseytingar (thyrotoxicosis) á íslandi. Algengt er að sjúklingar með Graves sjúkdóm séu meðhöndlaðir með skjaldkirtilshamlandi lyfj- um í eitt til tvö ár í þeirri von að sjálfkrafa bati verði á meðferðar- tímabilinu, en ekki er talið að lyfjameðferðin sem slík skipti þar sköpum. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru líkur á viðvarandi bata eftir lyfjameðferð mjög mismiklar eða 30-80%. Vitneskja um hverjar batalíkur eru eftir lyfjameðferð getur haft mikil áhrif á með- ferðarval í upphafi (lyfjameðferð eða geislavirkt joð). Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru skýrslur sjúklinga með Graves sjúkdóm, sem höfundur meðhöndlaði með skjaldkirtils- hamlandi lyfjum árin 1987-1998. Ákvörðun um lyfjameðferð frekar en meðferð með geislavirku joði var ekki samkvæmt slembun, held- ur réðst af ýmsum þáttum, er fyrirfram voru taldir auka líkur á lang- tímabata (væg sjúkdómsmynd, lítið stækkaður kirtill) og/eða vali sjúklings. Niðurstöður: Fimmtíu og níu sjúklingar (50 konur og níu karlar) voru meðhöndlaðir í að meðaltali 19 (4-56) mánuði. Meðalaldur var 39 (17-66) ár. Fjörutíu og einn sjúklingur (69%) fékk einkenni of- seytingar að nýju eftir lyfjameðferð, að meðaltali 14 (0-84) mánuð- um eftir lok meðferðar. Flestir þeirra fengu í framhaldinu meðferð með geislavirku joði, einn sjúklingur hefur farið á lyfjameðferð að nýju en tveimur einstaklingum með vægan sjúkdóm er fylgt eftir án meðferðar. Átján sjúklingar (31%) eru án merkja um endurkomu skjaldvakaofseytingar í 41 mánuð (15-72) eftir lok meðferðar. Meðal sjúklinga undir 40 ára aldri eru einungis sex af 33 (18%) án merkja um endurkomu, en 12 af 26 (46%) meðal sjúklinga yfir 40 ára. Ályktanir: Líkur á langtímabata eftir hefðbundna lyfjameðferð við Graves sjúkdómi á íslandi eru einungis 31%. Hjá einstaklingum 40 ára og yngri eru langtímabatalíkur enn minni. Rétt er að hafa þetta í huga við meðferðarval hjá sjúklingum með Graves sjúkdóm. V 05 íslensk börn með sykursýki. Nýgengi í þrjátíu ár 1970-1999 Árni V. Þórsson' \ Leifur Franzson2, Elísabet Konráösdóttir', Þórir Helgason3 'Barnadeild Landspítala Fossvogi, göngudeild sykursjúkra barna og unglinga, 2rannsóknastofa Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'göngudeild sykursjúkra Landspítalanum, iæknadeild Háskóla íslands Netfang: amiv@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir undanfarandi ára hafa sýnt að nýgengi insúlínháðrar sykursýki hjá börnum og unglingum er mjög breyti- legt eftir löndum eða heimshlutum. Á Norðurlöndum er nýgengi sykursýki mjög hátt, í Finnlandi 50, Svíþjóð 35, Noregi 23 og í Dan- mörku nálægt 22 tilfelli sem greinast árlega miðað við 100.000 íbúa á aldrinum 0-14 ára. Mikil aukning hefur orðið í nýgengi sykursýki í Evrópu á undan- förnum árum, eða sem nemur að meðaltali 3,6% á ári á síðasta ára- tugi. Fyrri íslensk rannsókn leiddi í ljós að á tímabilinu 1970-1989 var nýgengi sykursýki á Islandi lágt samanborið við hin Norður- löndin eða 9,8 á 100.000 að meðaltali (Helgason T, Danielsen R, Thorsson AV. Diabetologia 1992; 35: 880-3). Nýgengi sykursýki barna á Islandi hefur í rúmlega 20 ár verið skráð með framskyggnum hætti og áreiðanleiki (ascertainment rate) er talinn 100%. Við tölfræðilega útreikninga var notuð Pois- son-aðhvarfsgreining. Birtar eru niðurstöður frá 30 ára tímabili, 1970-1999. Niðurstöður: Alls greindust á tímabilinu 209 börn og unglingar inn- an 15 ára aldurs, 117 drengir og 92 stúlkur. Kynjamunur er ekki marktækur. Meðalaukning nýgengis er 2,6% á ári og reynist töl- fræðilega marktæk, p=0,001. Aukning nýgengis miðað við aldur við greiningu er marktæk og að meðaltali er tvöföldun fyrir hver fimm ár fram yfir kynþroskaaldur, en lækkar síðan, p=0,001. Ekki var marktækur munur á drengjum og stúlkum. Aukning nýgengis hjá yngstu börnunum (0-4 ára) er ekki mark- tæk og hvergi nærri eins sláandi og hjá nágrannaþjóðum, svo sem Svíum og Finnum en þar virðist aukning nýgengis á síðasta áratugi fyrst og fremst vera hjá yngstu börnunum, 0-4 ára. Ekki fannst árstíðarbundin sveifla í nýgengi eins og hjá flestum nágrannaþjóðum, þar sem víðast hvar kemur fram veruleg lækkun yfir sumarmánuðina. Sú aukning sem kemur fram í ágústmánuði nær ekki tölfræðilegri marktækni. Ályktanir: Nýgengi sykursýki hjá íslenskum börnum hefur farið marktækt vaxandi síðastliðin 30 ár. Nýgengi sykursýki á íslandi er ekki árstíðabundin eins og í flestum öðrum löndum Evrópu. Þrátt fyrir aukningu er nýgengi sykursýki á íslandi enn lang lægst borið saman við hin Norðurlöndin. íslendingar og Norðmenn hafa löng- um verið taldir náskyldar þjóðir. Nýleg rannsókn á íslendingum leiddi í ljós að enginn marktækur munur fannst á erfðaþáttum ís- lenskra og norskra barna með sykursýki, né heldur á erfðaþáttum heilbrigðra viðmiðunarhópa. Skýringu á hinum mikla muni nýgeng- is sykursýki hjá Islendingum og Norðmönnum verður því væntan- lega að leita annars staðar. V 06 Meðhöndlun sykursjúkra á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Bryndís Guölaugsdóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Ásgeir Böðvarsson Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík Netfang: asgeir@heilhus.is Inngangun Á íslandi er aðgengi sykursjúkra að göngudeildarþjón- Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 41

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.