Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Page 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Page 43
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA V 08 Erfðabreytileiki í calpain 10 geninu tengist sykursýki af tegund 2 á íslandi Valur Emilsson', Skarphéðinn Halldórsson', Guðmar Þorleifsson', Rafn Benediktsson2, Gunnar Sigurðsson2, Augustine Kong’, Kári Stefánsson', Jeffrey R. Gulcher', Vilmundur Guðnason2, Inga Reynisdóttir' 'fslensk erfðagreining, 2Hjartavernd Netfang: rafn@efnaskipti.is Inngangur: Um það bil 4% fullorðinna hafa sykursýki af tegund 2 sem einkennist af þoli gegn verkun insúlíns og bilun í beta-frumum brissins sem leiðir til langvinnrar hækkunar blóðsykurs. Sjúkdóm- urinn tengist offitu, háþrýstingi og óhagstæðri samsetningu blóð- fitu. Nýlega var sýnt fram á að efðabreytileiki (UCSNP43, G/A) í útröð calpain 10 (CAPNIO) gensins, tengist tilhneigingu Banda- ríkjamanna af mexíkönskum uppruna að fá fullorðinssykursýki. CAPNIO genið er staðsett í NIDDMl setinu á litningi 2q og tjáir cystein próteasa sem finnst í öllum líkamsvefjum. Ahættuarfgerðin (G/G) tengist lægri tjáningu á CAPNIO mRNA í þverrákóttum vöðvum og virðist fylgja hækkuðum blóðsykri. Efniviður og aðferðin Við rannsökuðum hvemig breytileiki í CAPN10 tengist háum fastandi blóðsykri (FB>7mM) í íslendingum. í hópunum sem rannsóknin náði til voru 285 sykursýkisjúklingar (FB>7 mM; aldur (ár) =71±11; LÞS=27±4) og handahófskennt úrtak af 267 óskyldum einstaklingum. Tíðni fimm erfðabreytileika í útröðum CAPNIO, að meðtöldum orsakabreytileikanum UCSNP43, var könn- uð með arfgerðargreiningu (fluorescence polarization eða rafdrætti). Niðurstöður: Hjá viðmiðunarhópnum var tíðni algengari samsæt- anna á bilinu 64 og 90% sem er sambærilegt við þá tíðni sem finnst í Bandaríkjamönnum af mexíkönskum uppruna. Venslin við breyti- leikann UCSNP43 eru tölfræðilega marktæk (tvíhliða p-gildi= 0,027), en venslin við 32 bp breytileika (UCSNP19) og A/G breyti- leika (UCSNP62) eru á mörkum þess að vera marktæk (p=0,056 og p=0,055). Par að auki höfum við reiknað út að áhættuarfgerðin í UCSNP43 auki líkurnar á fullorðinssykursýki í hinu almenna þýði (population-attributable risk) sem gæti skýrt 26% tilfella í rann- sóknarhópnum. Líkur á sjúkdómnum hjá þeim sem eru með aðra áhættusamsætuna (G/A) aukast um 11%, en líkur hinna sem eru arfhreinir um áhættusamsætuna (G/G) aukast um 61%. Alyktanir: Rannsókn okkar rennir því enn frekari stoðum undir niðurstöður annarra sem hafa sýnt að erfðabreytileiki í CAPN10 geninu geti haft áhrif á tilhneiginguna til þess að fá fullorðins- sykursýki. V 09 Gáttatif, heilaáföll og blóðþynning Árni Kristinsson, Fjölnir Elvarsson, Guömundur Þorgeirsson, Jóhannes H. Jónsson Hjartalækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: arnikr@landspitali.is Inngangur: í tveimur nýjum rannsóknum var borinn saman árangur af hraðastillingu og taktstillingu hjá sjúklingum með gáttatif (atrial fibrillation, AF). Þar kom fram að áríðandi er að beita blóðþynn- ingu með lyfinu warfaríni hjá fólki með bæði viðvarandi (viðv.) og tilfallandi (tilf.) gáttatif til að koma í veg fyrir heilaáföll (CVI). Því er ástæða til að kanna hvort þessari meðferð er beitt hjá íslenskum sjúklingum. Efniviður og aðferðir: í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar voru fundnir þeir einstaklingar sem höfðu gáttatif í hjartariti. Sjúkraskrár þeirra voru kannaðar til að leita að heilaáföllum og öðrum sjúk- dómum, öll hjartarit voru lesin og takturinn talinn tilfallandi ef eitt- hvert þeirra leiddi í ljós sínustakt. Dánarvottorð voru yfirfarin hjá þeim sem höfðu látist. Athugað var hvort lifendur voru í eftirliti hjá segavarnardeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík. Niðurstöður: Samtals voru 225 manns með gáttatif og af þeim voru 138 látnir. Um 60% dóu af hjarta- og æðasjúkdómum og heilaáföll- um, þar af þriðjungur af heilaáföllum. Flestir höfðu ýmsa alvarlega sjúkdóma. Af lifendum hafði fjórðungur fengið heilaáföll. Fjórð- ungur var talinn hafa tilfallandi gáttatif og var enginn munur á tíðni áfalla eða sjúkdóma hjá þeim og hinum sem höfðu viðvarandi gátta- tif. Einungis 37% voru á warfarínblóðþynningarmeðferð. Alyktanir: Sjúklingar með gáttatif hafa oft ýmsa alvarlega sjúk- dóma, þeir hafa verri lífshorfur og þeim er hættara við heilaáföllum. Blóðþynning með warfaríni dregur úr þessari hættu en er einungis beitt hjá rúmlega þriðjungi sjúklinga í þessari rannsókn. V 10 Erfðamengisleit hjá sjúklingum með háþrýsting Árni Kristinsson', Kristleifur Kristjánsson2, A. Manolescu2, Þórður Harðarson', H. Knudsen2, Sigurður Ingason2, Augustine Kong2, Jeffrey R. Gulcher2, Kári Stefánsson2 'Hjartalækningadeild Landspítala Hringbraut, 2íslensk erfðagreining Netfang: arnikr@landspitali.is Innngangur: Hækkaður blóðþrýstingur er jafn algengur meðal ís- lendinga og annarra vestrænna þjóða og finnst hjá allt að helmingi einstaklinga í elstu aldurshópum. Háþrýstingur er einn aðaláhættu- þáttur hjarta- og æðasjúkdóma eins og heilablæðinga, kransæða- sjúkdóms og hjartabilunar, auk nýrnabilunar. Orsakir háþrýstings eru óþekktar, en erfðir hafa þar nokkuð að segja. Lyf af hinurn ýmsu lyfjaflokkum sem hafa áhrif á mismunandi líffærakerfi hafa það sameiginlegt að lækka blóðþrýsting. Æskilegt væri að vita hvaða lyf henti best hveijum einstaklingi og er hugsanlegt að þekk- ing á arfgerð hans gæti leyst þá gátu. Efniviöur «g aðferðir: Við fundum 490 sjúklinga í 120 fjölskyldum meðal skjólstæðinga göngudeildar Landspítala fyrir háþrýsting og háar blóðfitur. Þá voru 323 náin skyldmenni með eðlilegan blóð- þrýsting tekin til athugunar. Fjölskyldurnar voru valdar úr hópi 5.342 sjúklinga með háþrýsting með skyldleikarannsókn í ættfræði- grunni Islenskrar erfðagreiningar (IE). Erfðaefnið var einangrað úr blóðsýnum og arfgerðargreint með 930 fjölforma erfðamörkum (microsattelite markers). Niðurstöður: Tengirannsóknin leiddi í ljós hæsta skyldleikastig (lod score, l.s.) á litningi 18q og var það 3,84; p=0,00001. Á fjórum stöð- um öðrum var skyldleikastig að minnsta kosti 1,0. Ályktanir: Marktækt skyldleikastig fannst í litningi 18q. Frekari rannsóknir beinast að því að staðsetja erfðagallann. V 11 Nýtt áhættumat fyrir kransæðasjúkdómi meðal karla og kvenna byggt á hóprannsókn Hjartaverndar Vilmundur Guðnason’, Gunnar Sigurðsson’2, Nikulás Sigfússon', Uggi Agnarsson'-2, Guðmundur Þorgeirsson’'2, Helgi Sigvaldason' 'Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 2Landspítali háskólasjúkrahús Netfang: v.gudnason@hjartavernd.is Inngangur: Evrópsku hjartasamtökin hafa gefið út áhættumatskort með tilliti til kransæðasjúkdóma sem hafa verið mikið notuð á Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 43

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.