Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 44
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA síðustu árum, meðal annars á íslandi. Þetta áhættumat byggir á niðurstöðum Framingham rannsóknarinnar á sögu um hjartaöng (angina) og tekur einungis mið af fáum áhættuþáttum. Þetta hefur því verið gagnrýnt og mælt með að sem flestar þjóðir byggi á sínu eigin áhættumati, sé þess kostur. Við höfum því hannað forrit sem byggir á hóprannsókn Fljartaverndar. Efniviður og aðferðir: Gagnvirkt tölvuforrit hefur verið þróað sem reiknar áhættu einstaklings á því að lenda í þremur atburðum (endapunktum) á næstu 10 árum. Atburðirnir eru: 1) kransæða- stífla, kransæðaaðgerð eða blásning, 2) dauði af völdum hjarta- /æðasjúkdóms og 3) dauði án tillits til orsakar. Ahættan er sýnd sem prósentur bæði fyrir meðaláhættu jafnaldra af sama kyni og við- komandi einstakling, reiknað út frá áhættuþáttum hans (meðaltöl eru notuð þegar upplýsingar vantar). Til grundvallar liggja niðurstöður úr hóprannsókn Fljartavernd- ar sem hefur staðið frá 1967. Talnagildi áhættuþátta eru frá 10.366 körlum og 11.172 konum. Fjöldi atburða er fyrir karla/konur: 1.031/364 fyrir kransæðastíflur og kransæðaaðgerðir, 638/277 fyrir kransæðadauða og 1.190/730 fyrir dauða án tillits til orsakar. Eftirfarandi áhættuþættir (sem auka eða minnka áhættu) eru notaðir, auk aldurs og kyns: kransæðastífla í ætt (foreldrar/systkini), saga og greining kransæðasjúkdóms, reykingar, ástundun íþrótta/ heilsuræktar, sykursýki, kólesteról, þríglýseríðar, blóðþrýstingur í slagbili, taka blóðþrýstingslækkandi lyfja, hæð, þyngd, sökk í blóði og lengd skólagöngu. Gmræða: Megintilgangur þessa forrits er að það verði hentugt við mat lækna á áhættu um kransæðasjúkdóm í framtíðinni. Það byggir á hörðum endapunktum, svo sem kransæðastíflu, kransæðaað- gerðum og kransæðadauðsföllum. Unnið er að frekari upplýsinga- söfnun um niðurstöður kransæðaþræðinga úr hópnum til að ná einnig til þeirra sem hafa vægari kransæðasjúkdóm. Þegar því marki verður náð verður þessi gagnagrunnur mun víðtækari en sá sem nú er byggt á víða í Evrópu. V 12 Tóbaksreykingar og samhliða hækkun á IgM/lgA gigtarþætti í upphafi sjúkdóms spáir fyrir um verri horfur í nýbyrjaðri iktsýki Arnór Víkingsson'2, Þóra Víkingsdóttir', Valdís Manfreðsdóttir', Árni J. Geirsson2, Sigrún Sigurðardóttir', Þorbjörn Jónsson', Helgi Valdimarsson' 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 'gigtlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: arnor@landspitali.is Inngangur: Iktsýki einkennist af langvinnum fjölliðabólgum sem í mörgum tilvikum leiða til liðskemmda, örorku og draga jafnvel úr lífslíkum. Vaxandi áhersla er lögð á að greina sem fyrst þá sjúklinga sem hafa verri sjúkdómshorfur svo að hægt sé að meðhöndla þá kröftuglega. Góða mælikvarða til að spá fyrir um sjúkdómshorfur hefur hins vegar vantað, ekki síst vegna þess að flestar rannsóknirn- ar hafa verið afturskyggnar eða þversniðsrannsóknir gerðar á sjúk- lingum með langtgenginn sjúkdóm. Tilgangur þessarar framskyggnu rannsóknar var að greina þætti við upphaf meðferðar sem hefðu forspárgildi fyrir illvígari sjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Nýgreindir sjúklingar með samhverfar fjöl- liðabólgur komu í skoðun á göngudeild Landspítala Hringbraut þar sem atriði úr sjúkrasögu, heilsufarssögu og skoðun voru skráð og framkvæmt var nákvæmt liðamat. Gigtarþáttur var mældur nteð kekkjunarprófi og ísótýpu sértækri ELISA og röntgenmyndir af höndum og fótum voru teknar til að meta liðskemmdir. Rann- sóknin er framskyggn og komu þátttakendur til mats við greiningu sjúkdóms og síðan sex, 12 og 24 mánuðum eftir upphaf meðferðar. Niðurstöður: Af 177 sjúklingum uppfylltu 99 skilmerki bandarísku gigtlæknasamtakanna fyrir iktsýki. Nú liggja fyrir upplýsingar um ástand sjúklinga við greiningu iktsýkinnar og svörun fyrstu sex mánuði lyfjameðferðar. Við fyrstu komu höfðu liðeinkenni að með- altali staðið í þrjá mánuði og 85% sjúklinga höfðu hvorki fengið bremsulyfja- né sterameðferð. Núverandi reykingamenn svöruðu marktækt verr lyfjameðferð fyrstu sex mánuði rannsóknarinnar, samkvæmt 38 liða liðbólgu- og liðeymslaskori og samkvæmt „visual analogue scale“ fyrir verki og heildarlíðan. Einstaklingar sem höfðu samhliða hækkun á IgM og IgA gigtarþætti við fyrstu komu höfðu marktækt virkari liðagigt við sex mánaða eftirlit samkvæmt lið- bólguskori, en ekki fannst sambærilegur marktækur munur á sjúk- dómsvirkni fyrir jákvætt gigtarþáttar- (rheumatoid, RF) kekkjunar- próf eða þegar einungis ein ísótýpa gigtarþáttar (IgM eða IgA) var jákvæð við fyrstu komu. Marktæk fylgni var á milli magns tóbaks- reykinga og þess að hafa jákvæðan IgA gigtarþátt. Ályktanir: 1. Tóbaksreykingar auka virkni iktsýki og draga úr áhrif- um bremsulyfjameðferðar. 2. Samhliða hækkun á IgM og IgA gigt- arþáttum hefur betra forspárgildi fyrir illvígri iktsýki en hefðbundin kekkjunarpróf. 3. Tóbaksreykingar virðast auka myndun gigtar- þáttar, einkum IgA gigtarþáttar, í sjúklingum með iktsýki. V 13 Rofecoxib í fyrirbyggjandi meðferð á dreyrasýki A leiddi til verulegrar minnkunar á gjöf storkuþáttarþykknis. Sjúkratilfelli Guðrún Bragadóttir, Páll Torfi Önundarson Blæðaramiðstöð, blóðmeinafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: pallt@Iandspitaii.is Inngangur: Blæðarar með svæsna dreyrasýki A á Islandi gefa sjálf- um sér fyrirbyggjandi storkuþáttarþykkni VIII (SÞÞ) auk storku- þáttarþykknis eftir þörfum þegar þeir telja að blæði í lið eða annars staðar. Sjúkratilfclli: Með stofnun blæðaramiðstöðvar Landspítala há- skólasjúkrahúss árið 2001 hefur eftirlit með dreyrasjúkum aukist. í Ijós kom veruleg aukning notkunar storkuþáttarþykknis hjá 33 ára svæsnum blæðara. A árunum 1990-1997 notaði hann að jafnaði minna en 2.200 einingar/kg (E/kg), nálægt ráðlögðum fyrirbyggj- andi skammti. Árið 1998 jókst notkunin í 2.600 E/kg og 1999 í 3.600 E/kg vegna aukinna einkenna og blæðinga. Árið 2000 var honum ráðlagt að auka fyrirbyggjandi skammt í 3.600 E/kg á ári og 1.000 E við blæðingum í liði. Notkunin jókst samt árið 2000 í 6.500 E/kg. í ljós kom að hann gerði illa greinarmun á blæðingum, liðverkjum og stirðleika í liðum. Hann notaði ekki fyrirbyggjandi storkuþáttar- þykkni eins og mælt var fyrir. Hann notaði einnig hærri skammt (2.000-3.000 E) en ráðlagt var við liðblæðingum, sem hann taldi verða síalgengari. Storkuþáttur VIII mældist 8% og 74% fyrir og eftir gjöf fyrirbyggjandi skammts. Honum var ráðlagt að halda áfram sama ráðlögðu magni storkuþáttarþykknis en að taka rofecoxib (Vioxx®) 25 mg daglega við liðeinkennum. Innan þriggja mánuða var notkun storkuþáttarþykknis mælanlega minni og innan níu og 11 mánuða var unnt að minnka fyrirbyggjandi skammt í 1.500 og síðan 1.000 E. Rofecoxib var haldið áfram þar sem ein- kenni voru nú lítil frá liðum og nær engar blæðingar. Heildarmagn 44 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.