Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Qupperneq 34
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA E 33 Sjúkdómsvirknimat eitt hundrað sjúklinga með herslismein á fjórtán ára tímabili Árni Jón Geirsson', Frank A. Wollheim2, Anita Akesson2 'Landspítali háskólasjúkrahús, ’Háskólasjúkrahúsiö Lundi Netfang: arnijon@landspitali.is Tilgangur: Að meta líffæraskemmdir og áhrif þeirra á horfur sjúk- linga með herslismein (scleroderma). Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað sjúklingum með herslismein var fylgt eftir og þeir skoðaðir á kerfisbundinn hátt á 14 ára tímabili í Lundi, Svíþjóð. Meðalfylgitími var 7,7 ár. Sjúklingar voru skoðaðir í byrjun og síðan árlega að meðaltali 5,6 sinnum hver sjúklingur. Niðurstöður: Aldur við greiningu, hátt skinnskor, herslishúð á búk, lágt vital capacity, skertur þenjanleiki lungna, lágur Cr-EDTA clearance og hjartarafritsbreytingar í upphafi rannsóknar spá fyrir um slæmar horfur. Við virknimat og skorun á fimm líffærakerfum kemur fram hæg versnun á starfsemi líffæra eftir inntöku sjúklinga í rannsóknina. Kynjahlutfall var tvær konur fyrir hvern karl, meðal- aldur við upphaf einkenna var 42,3 ár (3-82), meðalaldur við inn- töku í rannsóknina var 47,2 ár (17-82). Þrjátíu sjúklingar létust meðan á rannsókninni stóð, meðalaldur 61,3 ár (33-85). Dánaror- sakir mátti rekja beint til sjúkdómsins í 10 tilvikum. Staðlað dánar- tíðnihlutfall var 3,5 fyrir karla og 3,7 fyrir konur. Alyktanir: Líffæraskemmdir og skert starfsemi líffæra koma fram fyrstu fimm árin eftir tilkomu sjúkdómsins, eftir það er starfsemi mikilvægra líffæra stöðug. Utbreiddar húðbreytingar, hjartarafrits- (EKG) breytingar, skert lungna- og nýrnastarfsemi spá fyrir urn skertar lífslíkur. E34 Liðsýkingar á íslandi 1990-2000 Svajunas Statkeviciu, Arnór Víkingsson, Árni J. Geirsson Lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: svajunas@strik.is Tilgangur: Framkvæmd var afturskyggn rannsókn á liðsýkingum yfir II ára tímabil. Með rannsókninni er leitasl við að kanna ný- gengi, smitleiðir, áhættuþætti, meingerð og afdrif liðsýkinga á þessu tímabili. Efniviður og aðfcrðir: Að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar og Per- sónuverndar var leitað að jákvæðum liðvökvaræktunum á sýkla- deildum Landspítala Hringbraut og Fossvogi og á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri á tímabilinu Ol.01.1990-31.12.2000. Jafnframt var leitað í sjúkraskrárkerfi ofangreinda sjúkrahúsa að greiningunni liðsýking CD-9, 711 og CD-10 M0,09. Leitað var kerfisbundið í sjúkraskrám að ákveðnum breytum. Niðurstöður: Samtals greindust 174 tilfelli liðsýkinga á þessu 11 ára tímabili. Nýgengið er 5,8 á 100.000 á ári. Fæst tilfelli greinast 1994 eða sex, en flest 26 árið 2000. Kynjahlutfallið er tveir karlar fyrir hverja konu. Meðalaldur við greiningu er 43 ára (0,5-93 ára). Hnéliður sýkt- ist oftast, eða í 72 tilfellum (41,4%), þar á eftir mjaðmarliður í 37 til- fellum (21,3%). Liðsýking greindist eftir liðástungu í 27 tilfellum (15,5%), eftir liðspeglun í 13 tilfellum (7,5%). Gerviliður var sýktur í 10 tilfellum (5,7%), að meðaltali í þrjú ár (0,1-8 ár) eftir ísetningu liðarins. Áverki á lið reyndist meðvirk ástæða liðsýkingar í 29 (16,6%) tilvikum. Ónæmisbælandi lyfjanteðferð eða langvinnir sjúk- dómar reyndust meðvirk ástæða hjá 20 (11,5%) sjúklingum. Staphylococcus aureus ræktaðist úr liðvökva í 60 tilfellum (34,5%) og var algengasti meinvaldurinn, 37 sjúklingar (21,3%) greindust með jákvæða blóðræktun. Sjúkdómurinn olli dauða í þremur tilfellum. Alyktanir: Veruleg aukning liðsýkinga verður á ofangreindu tíma- bili samanborið við fyrri rannsóknir á liðsýkingum á Islandi. í 23% tilvika má rekja liðsýkingu til læknisverks. E 35 Nefslímhúðarbólusetning dregur úr liðbólguvirkni í dýralíkani að liðagigt Jóna Freysdóttir', Ingibjörg Ólafsdóttir', Ragnar Pálsson', Ingibjörg Harðardóttir', Arnór Víkingsson * 'Lyfjaþróun hf, 2gigtlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: arnor@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi slímhúða gegnir mikilvægu hlutverki í ónæmissvörunum. Meginreglan er sú að ónæmiskerfi slímhúða miðli dempandi og oft þolmyndandi áhrifum á ónæmissvör. Því hef- ur athygli manna í vaxandi mæli beinst að því að finna leiðir til að virkja slímhúðarónæmiskerfið til að bæla óæskileg ónæmisviðbrögð í líkamanum, til dæmis í sjálfsofnæmissjúkdómum. Hér verður lýst dýralíkani að liðagigt og tilraunum til að bæla liðbólguna með ónæmisvaka sértækri nefslímhúðarbólusetningu. Efniviður og aðferðir: Kvenkyns Lewisrottur voru notaðar sem til- raunadýr. Framkölluð var ónæmisvaka sértæk liðbólga (antigen in- duced arthritis) í vinstra hné rottnanna með því að bólusetja rott- urnar með BSA (bovine serurn albumin) undir húð og síðar sprauta mBSA (methylated BSA) í vinstra hnéð. Saltvatni var sprautað í hægri hnélið til viðmiðunar fyrir bólgusvörun. Til að meta hugsan- leg áhrif slímhúðarbólusetningar á BSA miðlaða liðbólgu fengu rotturnar BSA-vatnslausn í nef, ýmist fyrir eða eftir að liðbólga var framkölluð, og stærð liðbólgunnar borin saman við annan hóp rottna sem fengu einungis saltvatnslausn í nef. Ónæmisvaka sértæk ónæmissvör voru mæld með in vitro frumufjölgunarprófi og mæl- ingum á interferon-y í floti. Niðurstöður: Tekist hefur að setja upp liðagigtarlíkan í rottum og er breytileiki í liðbólgusvörun milli tilraunadýra lítill. Nefslímhúðarbólusetning dró marktækt úr liðbólgu í rottunum og in vitro mælingar sýndu að nefslímhúðarbólusetning dró úr ónæm- isvakasértækri frumufjölgun og interferon-y myndun í miltisfrumum. Ályktanir: Nefslímhúðarbólusetning getur dregið úr bólgusvörun í vefjum sem eru fjarri upphaflegum bólusetningarstað. Hugsanlegt er að nota megi þessa aðferðarfræði til meðferðar sjálfsofnæmis- sjúkdóma í framtíðinni. Unnið er að því að auka enn frekar þol- myndandi áhrif nefslímhúðarbólusetningarinnar. E 36 Greining skerts sykurþols og sykursýki á íslandi. Fastandi blóðsykur eða sykurþolspróf? Gísli Björn Bergmann'2, Vilmundur Guðnason' 2, Rafn Benediktsson'-2'3 'Læknadeild Háskóla íslands, :Hjartavemd, Myflækningadeild Landspítala Fossvogi Netfang: gislibe@hotmail.com Inngangur: Lagt hefur verið til að greining sykursýki af gerð 2 (SS2) byggist eingöngu á mælingu fastandi blóðsykurs (FBS). Þetta getur stangast á við greiningu einstaklinga samkvæmt 75g sykurþolsprófi og misst af greiningu hjá sjúklingum sem hafa skert sykurþol (SSÞ), en einstaklingar með slíka skerðingu eru í mikilli hættu á fá sykursýki af gerð 2 og æðasjúkdómafylgikvilla. Þetta hefur ekki verið rannsakað á Islandi þar sem 50g sykurþolspróf hefur verið viðtekin venja. Við gerðum því 75g sykurþolspróf í íslensku þýði. 34 Læknaulaðið/Fylgirit 44 2002/88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.