Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Page 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Page 26
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA RCM = rabeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og metró- nídazól 400 mg x 3. OCA = ómeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og amoxi- cillín 1 gr x 2. OCA = ómeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og metró- nídazól 400 mg x 3. Rannsóknin var fjölþjóðleg og alls voru teknir inn 345 sjúklingar með tvíblindu slembivali. Skilyrði fyrir þátttöku voru að sjúklingarnir hefðu ætisár eða sögu um þann sjúkdóm. Þeir þurftu einnig að hafa jákvætt úreablásturspróf. Uppræting var skilgreind þannig að blásturspróf væri neikvætt fjórum og 12 vikum eftir meðferð. Þátta- greining (factorial analysis) var notuð til að meta mismun nieðferða. Uppræting á H. pylori (%) samkvæmt meöferö. 100- 80- 60- 40 20 0 84 79 86 RCA OCA RCM OCM Niðurstöður: Uppræting hjá sjúklingum sem fengu rabeprazól sam- kvæmt meðferðaráætlun (per protocol) var 87% og 85% hjá þeim sem fengu ómeprazól. Uppræting samkvæmt meðferð er sýnd í mynd. Besti árangur náðist í RCA meðferðarhópi, eða 94%. Alyktanin Rannsóknin sýnir að rabeprazól með klaritrómýsíni og amoxicillíni gefur mjög góðan árangur í upprætingu Helicobacter pylori. Ekki er ljóst hvers vegna rabeprazól með klaritrómýsíni og metrónidazóli gefur svo lakan árangur en mögulegt er að milliverkanir lyfjanna hafi þar áhrif. Ómeprazól með báðum sýklalyfjunum gefur einnig góðan árangur sem er svipaður og fundist hefur í öðrum rann- sóknum. E 15 Einkennalaus þarmabólga, greind með hvítfrumuskanni, hjá aðstandendum sjúklinga með Crohns sjúkdóm Þurý Ósk Axelsdóttir1, Inga Skaftadóttir', Eysteinn Pétursson1, Guðmundur Jón Elísson2, Ingvar Bjarnason3, Bjarni Þjóðleifsson1, Ásbjörn Sigfússon1 'Landspítali Hringbraut, !Röntgen Domus Medica, 'GKT læknaskólinn London Netfang: bjarnit@landspitali.is Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa sýnt að -50% skyldmenna sjúk- linga með Crohns sjúkdóm höfðu hækkun á kalprótektíni í hægð- uni, sem benti til þarmabólgu. Dreifing þarmabólgu meðal ættingja samrýmdist ríkjandi erfðum. Staðsetning bólgunnar í þörmum var hins vegar óviss. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi og stað- setningu þarmabólgu með hvítfrumuskanni hjá skyldmennum sjúk- linga með Crohns sjúkdóm. Efniviður og aðferðin Þrjátíu ættingjar úr fyrri rannsókn, 12 með kalprótektín yfir 37mg/L og 18 með kalprótektín undir lOmg/L, eðli- leg gildi sem samanburðarhópur. Þátttakendur fóru í hvítfrumuskann, þar sem hvítfrumur úr blóði þeirra voru einangraðar, geislamerktar og gefnar aftur. Hálfri og tveimur klukkustundum eftir gjöf voru teknar ísótópamyndir af kvið. Lesið var úr myndunum án upplýsinga um kalprótektínmælingar. Myndunum voru gefnar einkunnir, 0-1: fullkomlega eðlileg, 1: ómarktækar breytingar, 2: augljós merki um bólgu. Þátttakendur skiluðu nýju saursýni til kalprótektínmælingar. Niðurstöðun Níu af 12 ættingjum með hækkað kalprótektín- og átta af 18 ættingjum með eðlilegt kalprótektíngildi tóku þátt eða alls 17 ætt- ingjar. Fimmtán skiluðu saursýni til kalprótektínmælingar nú. Fimm einstaklingar voru með hækkun á kalprótektíni í saur nú og voru fjórir með öruggar bólgubreytingar á hvítfrumuskanni. Allir fimm voru með hækkun á kalprótektíni fyrir þremur árum. Tíu einstaklingar voru með eðlileg kalprótektíngildi, sjö þeirra voru einnig með eðlilegt hvítfrumuskann. Staðsetning bólgunnar var mest í mjógirni. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að einkennalaus þarmabólga er al- geng hjá aðstandendum sjúklinga með Crohns sjúkdóm. E 16 Áhrif pentavac og MMR bólusetningar á þarma hjá ungbörnum Bjarni Þjóðleifsson’, Katrín Davíðsdóttir2, Úlfur Agnarsson3, Arndís Theodórs1, Aðalbjörg Gunnarsdóttir1, Elva MölleF, Guðmundur Sigþórsson4, Matthías Kjeld1, Ingvar Bjarnason4 'Landspítali Hringbraut, :Miðstöð heilsuverndar barna Barónsstíg, Tieilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbæ, 4GKT læknaskólinn London Netfang: bjarnit@landspitali.is Inngangur: Á seinustu árum hafa komið fram tilgátur um að MMR bólusetning geti leitt til þarmabólgu með leka á þörmum. Skaðleg efni geti þannig komist út í blóðið sem trufli þroska heilans á við- kvæmu stigi og það geti síðar komið fram sem einhverfa. Meginþáttur tilgátunnar er sá að þarmabólga komi fram fljót- lega eftir bólusetningu með MMR. Þetta er hægt að rannsaka þar sem nú eru til næm og sértæk próf til að meta þarmabólgu hjá börn- um. Eitt slíkt próf er mæling á kalprótektíni í hægðum sem gefur nákvæma vísbendingu urn bólgu í þörmum. Pentavac (Pasteur Mérieux) bólusetning (gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænuveiki ásamt Hemophilus influenzae gerð B) er gefin við þriggja, fimm og 12 mánaða aldur og MMR (Priorix, SmithKline Beecham) bólusetning við 18 mánaða aldur. Við könnuðum merki um þarmabólgu með kalprótektínaðferðinni fyrir og eftir pentavac bólusetningu og fyrir og eftir MMR bólusetningu í hópi barna. Tll- gangurinn var að meta hvort þessar bólusetningar tengdust eða orsökuðu þarmabólgu. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og níu börn sem komu til bólu- setningar á Miðstöð heilsuverndar barna á Barónsstíg eða á Heilsu- gæslustöð Suðumesja Reykjanesbæ tóku þátt í rannsókninni. Börn- in voru rannsökuð með því að fá hægðasýni og var mælt í því kal- prótektín (Calprest, Calprotech Ltd., London, UK) fyrir pentavac (við 12 mánaða aldur) og fyrir MMR (við 18 mánaða aldur) bólu- Tafla 1. Gildi og staötölur fyrir kalprótektín í hægöum mg/ml. Tveimur Fjórum Fyrir MMR Tveimur Fjórum Tólf vikum vikum og 18 vikum vikum vikum vikum Fyrir eftir eftir eftir eftir eftir eftir pentavac pentavac pentavac pentavac MMR MMR MMR Fjöldi 109 100 88 79 61 56 20 Meöaltal 51,0 52,2 48,8 51,3 51,2 64,0 58,5 Miðgildi 40,6 40,2 38,1 34,2 41,0 46,5 35,7 95% efri öryggismörk 133,9 147,4 133,3 158,5 148,7 152,5 188,6 26 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.