Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Side 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Side 42
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ustu háð búsetu. Til ársins 1999 var meðferð sykursjúkra í Þingeyjar- sýslum stjórnað af heilsugæslulæknum annars vegar og að hluta frá göngudeildum í Reykjavík, en þar reyndist mæting og meðferðar- heldni sumra einstaklinga ekki viðunandi - að sögn vegna fjarlægðar. Því var ákveðið að bjóða upp á ígildi göngudeildarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (H.Þ.) frá ársbyrjun 1999. Rannsókn þessi var gerð til að meta árangur þessarar nýju þjónustu. Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar voru þeir sjúklingar sem sóttu meðferð á göngudeild sykursjúkra á árinu 1999 til og með 2001. Komur sjúklinga á þessu tímabili jukust frá 73 árið 1999 í 127 árið 2001. í öllum tilfellum hittu sjúklingar bæði hjúkrunarfræðing og lækni. Heimsóknir til augnlækna voru ekki taldar með. Árangur meðferðar var metinn með tilliti til ýmissa mælinga (tafla I). Niðurstöður: Meðferðartími var frá þremur mánuðum upp í þrjú ár. Alls sóttu 54 einstaklingar göngudeildina á þessum tíma og voru 44 í reglulegu eftirliti, þar af 40 hæfir til rannsóknarinnar. Af þeim reyndust sex með sykursýki af tegund 1 og 34 með sykursýki af tegund 2. Helstu rannsóknarniðurstöður birtast í töflu hér að neðan. Of snemmt er að fullyrða um tíðni fylgikvilla. Tafia I. Árangur meöferöar metinn meö tilliti til ýmissa maslinga, meöaltal mælinga (n=40>. Fyrsta koma Síöasta koma p-gildi Blóðþrýstingur efri mörk, mmHg 152 147 0,25 Blóðþrýstingur neöri mörk, mm Hg 85 82 0,05 Líkamsþyngdarstuðull (BMI) kg/m2 28,3 27,9 0,43 Langtímablóðsykur (HbAlc) mmól/l 8,5 6,7 0,01* Fastandi blóösykur mmól/l 9,1 7,1 0,01* Kólesteról, heild, mmól/l 5,91 5,45 0,05* Kólesteról, HDL** mmól/l 1,09 1,37 <0,01* * Marktækur munur ** Háþéttnifituprótín (high density lipoprotein, HDL) Ályktanir: Meðhöndlun sykursjúkra hefur greinilega batnað við opnun göngudeildar á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Rannsóknin leiðir í Ijós ágætan árangur í stjórnun blóðsykurs og blóðfitu. Betur má gera í meðhöndlun blóðþrýstings og stjórnun þyngdar. Sú spurning vaknar, hvort ekki sé rétt að opna göngudeildir fyrir sykursjúka víðar á landinu - sérstaklega á þeim stöðum sem fjærst eru Landspítala háskólasjúkrahúsi. V 07 Algengi taugaskemmda hjá einstaklingum með fullorðinssykursýki á íslandi Friðný Heimisdóttir' 2, Vilmundur Guðnason2, Gunnar Sigurðsson1'23, Rafn Benediktsson1'2 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2Hjartavernd, Myflækningadeild Landspítala Fossvogi Netfang: rafbor@li.is Inngangur: Sykursýki af tegund 2 (SS2) er alvarlegur sjúkdómur með flókna sjúkdómsmynd og margir þjást af fylgikvillum. Erlend- ar rannsóknir benda til þess að 40-50% allra sykursjúkra hafi tauga- skemmdir sem geta komið fram í mið- og úttauga- en einnig í ósjálf- ráða taugakerfinu. Algengi taugaskemmda hjá sjúklingum með fullorðinssykursýki hefur ekki verið könnuð hérlendis áður. Efniviður og aðferðin í fullorðinssykursýkirannsókn (NIDDM) Hjartaverndar og íslenskrar erfðagreiningar 1998-2000 tóku þátt 3.924 einstaklingar. Að þessu sinni var 112 einstaklingum úr NIDDM-rannsókninni boðið að taka þátt. Sá hópur samanstóð af sykursjúkum (SS2), fæddum 1925-1965, með greindan sjúkdóm í að minnsta kosti átta ár, sem bjuggu á eða nærri höfuðborgarsvæðinu og áttu maka (SB) sem tóku einnig þátt í NIDDM-rannsókninni. Á þennan hátt gátum við fengið samanburðarhóp (SB) sem lifði við svipuð skilyrði og var á álíka aldri. Fjörutíu og einn sjúklingur með sykursýki af tegund 2 og 37 makar tóku þátt og var kynjadreifingin jöfn. Notast var við blóðprufuniðurstöður úr rannsókn Hjartavernd- ar en þátttakendur komu til viðtals og skoðunar með tillits til tauga- skemmda. Mann Whitney U próf, Spearman fylgni og kí-kvaðrats- próf voru notuð til úrvinnslu og var marktækni sett við <0,05. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda (± staðalfráavik (SD)) var 70,3±6,7 ár hjá einstaklingum með sykursýki af tegund 2 og 69,7±7,4 ár hjá samanburðarhópi (p<0,7). Sjúklingar með sykursýki af tegund 2 höfðu greinda sykursýki að meðaltali í 17,1±8,3 ár. Þrír í samanburðarhópi voru með greinda sykursýki og voru þeir ekki teknir með við útreikninga. Við fótaskoðun kom eftirfarandi í ljós (tafla I): 34,2%±14,5 CI sjúklinga með sykursýki af tegund 2 höfðu teikn um taugaskaða samkvæmt NDS (Neuropathy Disability Score) í samanburði við 11,8%±10,8 CI hjá samanburðarhópi (p<0,02). Meðalgildi NDS hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 var 2,93±0,49 (SEM) á móti 1,5±0,29 hjá samanburðarhópi (p=ns). Afsjúklingum með sykursýki af tegund 2 höfðu 17,1% NDS >3 en enginn í samanburðarhópi. Marktæk fylgni var á milli titrings- skyns og NDS hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 (p<0,001; R=0,7) en ekki í samanburðarhópi. Fylgni var á milli aldurs og NDS hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 (p<0,01; R=0,4) en ekki marktæk milli sjúkdómslengdar og NDS. Af sjúklingum með sykur- sýki af tegund 2 sögðust 48,8%±15,3 CI hafa einkenni um tauga- skaða samkvæmt NSS (Neuropathy Symptom Score) en 35,3% ±16,1 CI hjá samanburðarhópi (p=ns). Af sjúklingum með sykur- sýki af tegund 2 sögðust 24,4%±13,1 CI hafa mikil einkenni (7-9) samkvæmt NSS en 5,9%±7,9 CI hjá samanburðarhópi (p<0,03). Engin fylgni mældist milli titringsskyns og NSS. Ekki var marktæk- ur munur á algengi taugaskemmda í ósjálfráða taugakerfinu sam- kvæmt svörum frá þátttakendum fyrir utan hægðatregðu. Tafla I. Niöurstööur fótaskoöunar. Hlutfall±95%CI Hlutfall±95%CI (SS2) (SB) p-gildi Þurr húö 51,2±15,3 17,7±12,8 <0,003 Sigg (óeölilegir staöir) 14,6±10,8 0 <0,02 Motor (vöövarýrnun) 12,2±10,0 2,9±5,7 <0,1 Viöbrögö (ökklaviöbrögð) 2,4±4,7 0 <0,3 Monofilament 19,5±12,1 2,9±5,7 <0,03 (þrýstingsskyn)(10mg) Titringsskyn (tónkvísl) 34,1±14,5 11,8±10,8 <0,02 •Titringsskyn (VPT) mVolt *16,3±3,2 (N=9) *9,2±2,9 (N=7) *<0,1 Hitaskyn 7,3±8,0 2,9±5,7 <0,4 Neurotip (pin prick) 12,2±10,0 0 <0,04 Snertiskvn 9,8±9,1 0 <0,06 Kí-kvaöratspróf til aö meta marktækni. Sjúklingar meö sykursýki af tegund 2: N=41. Samanburöarhópur: N=34. *Meöaltal±standard error of mean, Mann-Whitney-U próf var notaö fyrir VPT. Ályktanir: Um þriðjungur sykursjúkra var með teikn um tauga- skaða eða um þrefalt fleiri en í samanburðarhópnum og einungis sykursjúkir höfðu NDS >3. Einkenni um taugaskaða virðast vera algeng þrátt fyrir að teikn um slíkt séu óalgeng hérlendis. 42 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.