Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Síða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Síða 25
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FELAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA (innan við 196 sekúndur, n=110) og CT collagen/ADP (CTadp) var 43-159 sekúndur (innan við 150 sekúndur) án kynjamunar. Blóð- flokkamunur kom fram, það er bæði CTepi og CTadp voru lægri í blóðflokkum ABAB en í blóðflokki O (p=0,003 og p=0,005). FVIIl var 63-157% (yfir 76%), enginn kynjamunur fannst. Munur var hins vegar eftir blóðflokkum: ABAB höfðu 75-165% (yfir 88%) og O höfðu 60-142 (yfir 72%); p<0,001. vWF: Ag var ekki normaldreift en viðmið voru sett yfir 47%, (range 37-251), enginn kynjamunur fannst. ABAB höfðu yfir 54% og O yfir 43%; p<0,001. vWF:RCo var 35-153% (yfir 51%), enginn kynjamunur. ABAB höfðu 47- 161 % (yfir 62%) og O 28-146% (yfir 49%); p=0,007. vWF:CB var ekki normaldreifð (range 44-278%) en viðmiðunarmörk voru yfir 50%, enginn kynjamunur. ABAB höfðu yfir 59% og O yfir 47%; p=0,02. Línuleg fylgni var milli vWF:Ag og annars vegar CTadp (R2=-0,10; p=0,001) og hins vegar CTepi (R2=-0,19; p<0,0001). Alyktanir: Blæðitími var lengri hjá hjá stúlkum en piltum. CTepi og CTadp voru lengri hjá einstaklingum í blóðflokki O og fylgni var við vWF. ABO blóðflokkamunur staðfestist í FVIII og vWF mælingum en klínísk þýðing er óljós. E 12 Greining magns tíðablæðinga. Lengd, myndskor eða vigtun? Forrannsókn Brynja R. Guðmundsdóttir1, E. Fanney Hjaltalín', Jens A. Guðmundsson2, Arnar Hauksson2, Páll Torfi Önundarson1 'Blóðmeinafræðideild, :kvensjúkdómadeild Landspltala háskólasjúkrahúss Netfang: pallt@landspitali.is Tilgangur og efniviður: Par sem klínísk greining asatíða er óáreið- anleg til notkunar í klínískum rannsóknum gerðum við forrannsókn til undirbúnings rannsókna á blæðingasjúkdómum (von Wille- brands arfbera dreyrasýki og blóðflagnakvilla (thrombocyto- pathy)). Markmiðið var að athuga hvort áreiðanleg aðgreining hópa með mismunandi tíðablæðingamagn væri möguleg út frá einkennum eða myndskor í samanburði við vigtun. I leiðinni var reynt að ákvarða eðlileg mörk og grá svæði. Aðferðir og niðurstöður: Rannsakaðar voru einkennalausar konur (EK, n=10), einkennalausar unglingsstúlkur (EU, n=28), einkenna- lausar á getnaðarvarnarpillum (OCP, n=5) og konur með greindar asatíðir (AT, n=7). Eðlilegt magn tíðablóðs og slíms (að frádregnum þurrþunga binda og umbúða) var <90g (geometric mean + 2SD), 42/45 (93%) voru innan markanna og ekki mældist tölfræðilegur munur niilli einkennalausra kvenna og einkennalausra unglings- stúlkna. Hjá hópnum sem var einkennalaus á getnaðarvarnarpillum blæddi 10-19g og hjá hópnum með greindar asatíðir 90-339g. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á lengd blæðinga einkenna- lausra kvenna og einkennalausra unglingsstúlkna. Eðlilegar blæð- ingar stóðu í fjóra til sjö daga (95% dreifing 3,7-7,1), hjá 39/44 (89%) blæddi í sex daga eða skemur en hjá sex af sjö með greindar asatíðir í 7-12 daga. Línulegur fylgnistuðull (R2) lengdar á móti magni (g) var 0,48 en lengd eykst með veldisvísishætti þegar tíðir eru yfir 90-100g. Fylgnistuðull (R2) myndskorar með aðlagaðri að- ferð Highams (mPBAC) við þyngd tíðablóðs var 0,79. Myndskor var <154 hjá einkennalausum unglingsstúlkum (n=27) en <83 hjá einkennalausum konum (n=10; p=0,03, t-próf). Myndskor einkenna- lausra unglingsstúlkna skaraðist meira heldur en myndskor ein- kennalausra kvenna við myndskor kvenna með greindar asatíðir. Alyktanir: Asatíðir má skilgreina sem >90g/tíðir. Lengd eðlilegra tíða skarast við asatíðablæðingar en við asatíðablæðingar er líklegt að blæði í sjö daga eða lengur og ólíklegt að blæði skemur en sjö daga. Myndskorin er síðri aðferð en vigtun vegna skörunarinnar. E 13 Virkni rabeprazóls og ómeprazóls í viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði. Tvíblind slembirannsókn sem stóð í fimm ár Bjarni Þjóðleifsson1, Einar Oddsson1, Hallgrímur Guðjónsson1, Herdís Ástráðsdóttir1, Hafdís Aradóttir1, Tom Humphries2, Kev Bardham2 'Rannsóknastofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, :Eisai Ltd, London Netfang: bjarnit@landspitali.is Inngangur: Vélindabakflæði er langvinnur sjúkdómur og viðhalds- meðferð með lyfjum er oft nauðsynleg til fjölda ára. Rannsóknir á virkni viðhaldsmeðferðar eru flestar gallaðar, með fáa sjúklinga og stóðu aðeins í eitt til þrjú ár. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að bera saman virkni ómeprazóls 20 mg og rabeprazóls 10 og 20 mg í viðhaldsmeðferð við vélindabakflæði í fimm ár. Efniviöur og aðferðir: Rannsóknin var fjölþjóðleg með 21 stöð í Evrópu. Stjórnandi var BÞ og ísland tók inn flesta sjúklinga. Skil- yrði fyrir þátttöku var vélindabakflæði með bólgu, sem hafði gróið eftir prótonpumpuhemj a- (PPH) meðferð, og hvort tveggja staðfest með speglun. Sjúklingar fengu síðan meðferð með ómeprazóli 20 mg eða rabeprazóli 10 eða 20 mg, sem var ákveðin með tvíblindu slembivali. Árangur var metinn með speglun eftir 13,26 og 52 vikur og síðan árlega eftir það. Bólga var metin með Hetzel Dent kvarða og skor yfir 1 var flokkað sem misheppnuð meðferð. Niðurstöður: Rannsóknin tók til 243 sjúklinga og 123 luku öllum fimm árunum. Meðferð reyndist misheppnuð hjá 9,9% í rabepra- zól- 10 mg hópnum (8/82), 11,5% í rabeprazól- 20 mg hópnum (9/78) og 13,3% í ómeprazól- 20 mg hópnum (11/83). Engar alvar- legar aukaverkanir komu fram. Enginn staðtölulegur munur var á meðferðarhópum. Ályktanir: Viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði með prótonpumpu- hemjalyfjum er virk og örugg. Rabeprazól 10 mg er jafnvirkt og rabeprazól 20 mg og ómeprazól 20 mg. E 14 Rabeprazól samanborið við ómeprazól í sjö daga, þriggja- lyfja meðferð til upprætingar á Helicobacter pylori Bjarni Þjóðleifsson1, Hallgrímur Guðjónsson1, Einar Oddsson1, Herdís Ástráðsdóttir’, Hafdís Aradóttir1, M. Ravic2, C.J. Hawkey3 'Rannsóknastofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, :Eisai Ltd, London, ’University Hospital Nottingham Netfang: bjarnit@landspitali.is Inngungur: Kjörmeðferð til að uppræta H. pylori er sjö daga með- ferð með tveimur sýklalyfjum og prótónpumpuhemjara (PPH). Prótonpumpuhemjandi lyfið er gefið til að hækka pH í maga en við það eykst virkni sýklalyfjanna. Rabeprazól er nýtt próton- pumpuhemjandi lyf sem nær fullri virkni á öðrum degi meðferðar. Sum eldri prótonpumpuhemjandi lyf þurfa átta daga til að ná fullri virkni. Það hefur ekki áður verið fullrannsakað hvaða áhrif þessi munur á prótonpumpuhemjandi lyfjum hefur á árangur meðferð- arinnar og mögulegt er að hann sé mismunandi eftir því hvaða sýklalyf eru notuð. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru tveir sýklalyfjakúrar með rabeprazóli og tveir með ómeprazóli, báðir gefnir í sjö daga: RCA = rabeprazól 20 mg x 2, klaritrómýsín 500 mg x 2 og amoxi- cillín 1 gr x 2. Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 25

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.