Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Síða 39

Ægir - 01.07.2004, Síða 39
39 F R É T T I R Í nýlegri skýrslu Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins um leiðir til að auka útflutningstekjur sjávar- afurða er bent á að matvælaöryggi hafi fengið aukið vægi í fjöl- miðlaumræðu á undanförnum árum, en töluvert sé um mis- vísandi upplýsingar þegar fjallað sé um sjávarafurðir. Neikvæð um- fjöllun í fjölmiðlum og áróður gegn íslenskum sjávarafurðum geti á stuttum tíma eyðilagt já- kvæða ímynd afurða sem tekið hefur áratugi að byggja upp og bitnað harkalega á útflutnings- tekjum Íslendinga. Við slíkar að- stæður segja skýrsluhöfundar nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld geti strax brugðist við með því að hafa tiltæk aðgengileg gögn um stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t öryggis og heilnæmis. Í skýrslunni er m.a. bent á að Íslendingar þurfi að geta á hverj- um tíma sýnt á vísindalegan hátt fram á hver staða íslenskra sjávar- afurða er m.t.t. öryggis, heilnæm- is og rekjanleika og þeir séu ávallt viðbúnir óvæntum uppá- komum og tilbúnir með svör. Lagt er m.a. til að byggður verði upp aðgengilegur gagnvirkur gagnagrunnur um efnainnihald sjávarafurða og að sett verði upp sérstakt nýtt rannsóknasvið innan Rf sem vinni að öryggi og heil- næmi sjávarafurða. Lynghálsi 4 - 110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is Skýrsla Rf. um leiðir til að auka útflutningstekjur sjávarafurða: Byggður verði upp gagnagrunnur um efnainnihald sjávarafurða aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 39

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.