Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Síða 42

Ægir - 01.07.2004, Síða 42
42 F I S K E L D I K R O S S G Á TA N Þorsk- og hlýraeldi hjá SVN Um 90 þúsund þorskseiði frá til- raunastöð Hafró að Stað við Grindavík voru sett í kvíar Síld- arvinnslunnar í Norðfirði sl. vetur og vor. „Um 40 þúsund af þessum seiðum eru hluti af kynbótaverk- efni sem Stofnfiskur er að vinna að,“ segir Sindri Sigurðsson, sem hefur yfirumsjón með fiskeldi hjá Síldarvinnslunni. Sindri segir að einnig hafi þorskur verið veiddur til áframeldis. „Við gerðum tilraunir með að veiða fisk í dragnót í fyrra, en þær veiðar gengu ekki nógu vel. Í það heila eru þetta um fjörutíu tonn og við munum væntanlega slátra úr þessum lífmassa á þessu ári og taka inn í vinnslutilraunir hjá okkur,“ segir Sindri. Hann telur að Norðfjörður henti að mörgu leyti vel fyrir þor- skeldi. „Hitastig sjávarins hefur verið að hækka og er í raun orðið hærra en maður gat búist við að það yrði. „Lágmarkið var reyndar lægra síðastliðinn vetur en vetur- inn 2002-2003, en mér sýnist að sjórinn hafi hlýnað mun fyrr í sumar en áður. Það er ljóst að svona hlýr sjór hjálpar til bæði í þorskeldi og laxeldinu,“ segir Sindri. Hlýratilraunir Síldarvinnslan hefur á undanförn- um árum verið með tilraunir í hlýraeldi. Sindri segir að þessar tilraunir séu um margt á tíma- mótum og menn séu að ráða ráð- um sínum með hvar verkefnið verði vistað í framtíðinni, hvort það verði áfram í sérstöku félagi eða hugsanlega fært undir Síldar- vinnsluna. Sindri segir að í þessu verkefni hafi menn aflað sér mik- illar reynslu og þekkingar. „Hlýr- inn hefur reynst vera tiltölulega þægilegur eldisfiskur og við telj- um að við höfum sýnt fram á að hlýraeldi er raunhæfur kostur. Það er mitt mat að lausnirnar varðandi hlýraeldið séu smáatriði í samanburði við þorskeldi. Líf- fræðiþátturinn er að mörgu leyti einfaldari, en það eina sem við þurfum að ná betri tökum á er að ná sviljum úr hængum, en það er eitthvað sem á að vera tiltölulega auðvelt að finna lausn á,“ segir Sindri. Um 90 þúsund seiði frá tilraunastöð Hafró við Grindavík voru sett í kvíar hjá Síldar- vinnslunni sl. vetur og vor. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 42

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.