Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 44
Tímarit Aláls og menningar fólk sem fyrirfór sér. Djúpt var undir klöppinni, og fólk leitt á lífinu hóf sæbarinn stein á kviðinn undir klæði sín, reyrði að með snæri og kastaði sér i djúpið. Þannig var til einskis að iðrast og æpa á eftir. Þá um haustið gerðist undur mikið i Grindavík. Einn góðan veðurdag teiknaði nýi kennarinn á töfluna eitthvert krafs og sagði börnunum hvernig egg konunnar frjóvgast. Fruman skýst eins og ör í eggið, sagði kennarinn og teiknaði fisk sem reynir að brjótast gegnum skurn á hænueggi. Um kvöldið frétti konan á loftinu hvers konar fræðsla væri veitt skólabörnum í Grindavík. Konuna greip æði og hún lamdi saman hnef- um. Hún hlunkaðist svo á gólfinu að glertauið skalf í skápunum niðri hjá okkur. Konan þótti vera forfrömuð manneskja og heimsborgari í raun og veru, hún hafði átt heima bæði í Bjarnaborg og Pólunum. Þar eignaðist hún nokkrar dætur með einhverjum vönduðum mönnum, sem gáfu dætrum sínum nafn en giftust ekki konunni. Nú var hún gift og vissi bókstaflega allt milli himins og jarðar. Dætur hennar voru einnig snillingar, en einkum á tónlistarsviðinu. Þær kunnu þá list að leika með fingrum á varir sér hið tilkomumikla tónverk: Ví-ví-vella-búdda-líka-púta-amen. Og þegar þær sögðu búdda og púta, þá börðu þær báðum hnefum í gúlpandi kinnarnar, þannig að loftið small úr munninum með vatnskenndum pútu-hljómi. Nú ákvað konan að aðrar eins dætur og hennar skyldu aldrei ganga í skóla til kennara sem teiknaði á töfluna seiði sem ætlaði inn í hænuegg. Guð gefur konunni börnin, sagði hún. Já, hann er ansi kvensamur, sagði maðurinn hennar. Og hvað er kennarinn að skipta sér af frjóvguninni, hefur hann ekki nóg með kennsluna? Jafnvel börnum varð ekki svefnsamt um nóttina. Það brakaði svo í gólfum og rúmum eftir æsifregnina. Næsta morgun hóf konan strax að safna undirskriftum mæðra til að bola kennaranum frá. Hann var ásakaður fyrir að hafa teiknað klám á skólatöfluna, og einnig var hann sakaður um kommúnisma. En mál konunnar fékk öfugan endi. Þannig var að bróðir kennarans 290
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.