Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Qupperneq 82
Tímarit Máls og menningar listamanna. Viðhorf fólks til rithöfunda og skálda er annað en viðhorf þess til listmálara eða tónlistarmanna. Sama er að segja um viðhorf þjóða. Ef sektar- kennd þjóðar er vakin og hún verður sér þess meðvituð um stund að hún hefur sofið í fásinni og spillingu, þá grípur þjóðin ævinlega til þess ráðs sér til varnar, að hún velur sökudólg meðal listamanna og kastar á hann öllum sínum syndum. Þannig er listamaðurinn gerður að hreinsunar- og fórnardýri þjóðarinnar. Lista- maðurinn líkist þá sápunni. Meðan á hreinsunarathöfn stendur er listamaður- inn svívirtur og honum er útskúfað í máli manna, venjulega eitt ákveðið verk hans, uns þjóðin hefur eða finnst hún hafi hreinsast af sora. Þannig eru listir og listamenn bráðnauðsynlegir þjóðum. Og þó ekki væru þeir til annars nýtir réttlætir þetta eitt tilveru lista og listamanna með þjóðum. An lista yrðu þjóðirnar andlega sjúkar og sakbitnar. Vert er að gefa því gaum, að þjóðir velja rithöfunda fremur en aðra listamenn, ef þær þurfa að hreinsa sig. Tíðum er rithöfundurinn fundinn sekur fyrir að hann hefur hafið skítkast á hreinleika þjóðarinnar og hennar helgustu menn, stofnanir og þankagang, og þá einkum í ákveðnu skáldverki, stundum vegna tveggja, sjaldan vegna þriggja, en aldrei vegna fjögurra, enda hefur þá tekið við ný lesendakynslóð, sem lítur öðrum augum á sæmdina og þjóðarstoltið og hvað er níð eða ósómi. En þegar þjóðin engist sem ánamaðkurinn í fósturmold á sinni hreinsunar- hátíð, þá veifar hún hinni seku, ósvífnu og óhreinu bók og ræðst á rithöfundinn og hrópar: Hvít er ég og hrein, því í þessu níðingsverki er allur sá hroði sem til er í landinu, hvergi annars staðar! Ef höfundur er snjall, þá hefur honum tekist að þjappa saman skít heils dmabils í sögu þjóðarinnar í hið óhreina verk og níðingslega, og verður það þá seinna tákn tímabilsins og sígilt. Næsta kynslóð geymir þá þegar ádeilu- og skítverkið á náttborðinu sínu, því til sönnunar að allur hroði lífsins hafi verið hjá afa og ömmu eða pabba og mömmu. En það er enginn ósómi undir rúminu hjá mér, segja hinar nýju kynslóðir. Og orðin og skoðun þessi virðist oft vera sönn, vegna þess að jafnan líða áratugir þangað til nýr höfundur skríður út úr þjóðarsáfinni með allan hennar skít og hræsni á herðum og þjappar saman i nýtt tímamótaverk. Sérhver þjöppun þarf tóm og tíma, uns hún finnur Mstrænan farveg. Sú er skoðun flestra að konur hafi verið kúgaðar með þjóðum um aldaraðir. Kúgunin hefði þá átt að hafa tóm og tíma til að hlaðast spennu og vekja sektarkennd með þjóðum. 328
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.