Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 22
STEPHAN KRAWCZYK Hans vegna hef ég leitt hugann að því að hafa endaskipti á viðsnúinni veröld minni. Einu sinni tókst mér það þrjá daga í röð. Ég fór á fætur við íyrsta gröfugarg, fékk mér morgunmat, kom hægðunum á skrið með ótæpi- legri nikótínneyslu, sat við eldhúsgluggann og fylgdist með umferðinni og lífinu í húsinu á móti, Ríkisprentsmiðjunni, þar sem pappírinn öðlast verðgildi sitt. Þar vinna, ég komst að því síðar, fjögur þúsund manns, sem veldur því að Stærsta Dagblað stórborgarinnar setur blaðasala við prent- smiðjuhliðið í vaktarbyrjun. Svo sitja allir með sama blaðið í morgunkaffinu í stað þess að einn kaupi það og lesi upphátt. í vinstri álmu byggingarinnar, eins og hún blasir við mér úr glugganum mínum, er vélasalurinn. Þegar mjög kalt er í veðri rís reykurinn suðandi upp úr stokkunum. Einn af þessum þremur ömurlegu morgnum opnaðist skyndilega hleri á gluggalausum plastklæddum framveggnum, tveir karl- menn með hjálma komu í ljós. Með berum augum sá ég að ofvaxin sígaretta ferðaðist fram og aftur á milli þeirra. Þeir ætla burt, hugsaði ég og veifaði til þeirra í huganum. Ég er að velta því fyrir mér að flytja og væri löngu farinn ef ég hefði gengið í málið af alvöru. Við hliðina á dyravarðarskýlinu við aðalhliðið stendur mikill mann- söfnuður rétt fyrir þrjú síðdegis og beinir sjónum út af svæðinu, að götunni. Á slaginu þrjú eru landamærin opnuð. Þau sem stóðu frammi við lyfti- plankann reyna að halda forskotinu, ryðjast að strætóstoppistöðinni eða stökkva upp í eigin ökutæki til þess að komast fyrst út af stæðinu. Meðan á þessum hamagangi stendur forðast ég götuna. Hingað til hef ég aldrei séð mannveru á bak við rimlana í neðri glugga- röðinni á prentsmiðjuhúsinu. Kannski er bannað að fara út að gluggunum. Ofan af flata þakinu yfir fimmtu hæðinni liggja frárennslisrör niður í holræsakerfið. Snemma kvölds gerast krákurnar í austri ókyrrar og hefja sig til flugs, halda í vesturátt og hverfa á bak við nýbyggða glerálmu Stærsta Dagblaðs stórborgarinnar. Fyrir á að giska fimm árum sat ég rétt eins og nú við eldhúsborðið um nótt, sneri baki í gluggann og velti ýmsu fýrir mér. Kyrrðin er aldrei alger í stórborginni, þögnin ekki þögul eins og úti í sveit eða ofan í vatni þar sem hjartslátturinn heyrist, heldur drynur hún stöðugt, ofurdauft og vart heyr- anlega. Hún var einungis rofin á hálftíma fresti þegar næturvagninn ók hjá. Á fjórðu hæð hússins var ljós. Það hlýtur að hafa bráðvantað verðbréf. Þar sem næsti strætisvagn hóf upp raust sína í fjarska stóð ég upp til að loka glugganum. Ég var rétt í þann mund að æsa mig enn á ný yfir því hvernig lög næturinnar eru síbrotin þegar ég kom auga á konu með sítt ljóst hár sem stóð, greinilega annars hugar, við vinstri gluggann. Hún hallaði höfðinu eilítið fram; hún virtist vera að skoða á sér hendurnar - kannski þráði hún 20 www. mm. ís TMM 1998:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.