Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 157

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 157
RITDÓMAR Fomar ástir og nýjar Reyndar er ástin rauður þráður þessarar bókar og skáldið leyfir okkur að halda að ungi karlmaðurinn í miðju hennar yrki hér um liðnar ástir sínar og lifandi. Fyrst og ffemst eru þetta þó ungar ástir og þær eru tjáðar hispurslaust en með djúpri virðingu fyrir viðfangsefninu. Fyrsta ljóð bókarinnar sýnir „Allt það sem hylur nekt þína“ og beitir kvik- myndatækni, fer smám saman úr nær- mynd í víðmynd. Byrjar á því sem næst er líkama hinnar elskuðu, náttkjólnum, nærbuxunum og dúnsænginni, færir sig svo hægt en þó hratt ffá henni: úr íbúð út í garð, götu, borg, land, haf, Evrópu, jörð- ina, himingeiminn, sólkerfin. Allt þetta: Nekt þína hylur og hefur í nótt fyrir sig, heimurinn sem bara snýst allur kringum Þ'g- 1 „Nótt“ er skáldið vonsvikið; stúlkan veit ekki hve fegurð hennar getur sært, og ennþá meira særir hún skáldið í „Októ- ber“. í „Júní“ er ekkert sumar án hennar, en ef til vill er það ekki sama stúlkan held- ur sú nýja sem enn er í lífi skáldsins, „ung og fögur“, þegar bókinni lýkur. Ef til vill er hinnar glötuðu unnustu minnst í sonn- ettunni yndislegu „Hús í garði“ sem lýsir á einlægan hátt með heitum undirtóni vináttu tveggja ungmenna. Hinni lifandi ást er lýst í nokkrum ljóðum. Skemmtilegast þeirra er „Síðasti strætó fer korter í eitt“ sem dregur upp hversdagslega en þó nýstárlega mynd af pari með spennu í tíma sem nær hámarki í antíklímax í lokalínum. Sú innilegasta heitir „Hlutverkin þín“ og sýnir skyndi- myndir af stúlkunni á óskáldlegustu stöðum og áhrifunum sem hún hefur á fólkið í kringum sig, kjörbúðareiganda, konuna á neðri hæðinni, blaðburðar- dreng, vagnstjóra á númer fjögur og sundlaugarvörð. Ástfangni pilturinn nýtur þess að horfa á fólk tigna gyðjuna í fullri vissu um að hann einn fái að sjá hana í aðalhlutverkinu. Töfrar hversdagsleikans Að sýna hvað óskáldlegur hversdagsleik- inn getur verið skáldlegur er hið undir- liggjandi markmið þessara ljóða. Að því lýtur aðferð þeirra: Skýrslukenndar upptalningarnar sem komið er fýrir í virðulegu formi. Kristján Þórður veltir sér ekki upp úr smáatriðum hversdags- leikans heldur hleður þeim saman þannig að úr verða fjölbreyttar, lifandi myndir af fjölda fólks; heilli höfuðborg (að minnsta kosti miðbænum). Þó að ungi maðurinn - sem bæði horfir angurvær til liðins tíma í lífi sínu og þjóðarinnar og bjartsýnn á nútímann - og stúlkan (stúlkurnar) hans myndi kjarna persónusafnsins gerir hann ljóst að í kringum þau er iðandi mannlíf þar sem hver og einn á sinn sjarma, meira að segja hnýsni mannvinurinn Jóhann sem minnir skemmtilega á fótbrotna blaða- manninn í kvikmynd Hitchcocks Glugginn á bakhliðinni. Málið er að „Reykjavík er ekki bara ...“: Nokkrar snjóþungar götur sem bílar með erfiði aka, auðnarleg portin og vindbarið Laekjartorg, íbúðarhús þar sem einungis myndböndin vaka að enduðu hversdagsins vafstri. Nei, lifandi borg. Það sem gerir hana lifandi í þessari sonnettu er menningin, og Kristján Þórður er óragur við að nefna samtíma- menn sína á nafn, liðna og lifandi: Tómas, Halldór Kiljan, Stein, Bubba, Sigurð Pálsson, Þórarin Eldjárn og Þor- stein Gylfason. í öðrum ljóðum er það almenningur sem gefur borginni líf og lit. Þegar hann yrkir um tónleika hjá Bob Dylan er stjarnan ekki í aðalhlutverki heldur hef- ur skáldið auga á einum áheyrenda hans, Brynjólfi Karlssyni. Þó er sonnettan öll hlutlaus lýsing á tónleikunum og Dylan - ffam að síðustu línu sem hittir beint í hjartastað: TMM 1998:3 www.mm.is 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.